Fréttablaðið - 18.08.2007, Síða 89

Fréttablaðið - 18.08.2007, Síða 89
Sjónvarpsstöðin Sýn hefur þegar sýnt 21 leik í beinni útsendingu úr Landsbankadeild karla í sumar og flestir þeirra hafa verið miklir markaleikir og mikil skemmtun fyrir áhorfend- ur. Það hafa komið 73 mörk í beinni útsendingu sem gera 3,5 mörk að meðaltali í leik en í aðeins fimm leikjum af 21 hafa mörkin verið færri en þrjú. „Við byrjum tíma- bilið á því að sýna frá öllum liðun- um og síðan metum við það hvaða leikir eru stærstir fyrir okkar áskrifendur. Við höfum verið mjög heppnir í ár því allir þessir leikir sem við höfum valið hafa verið frábærir. Við höfum verið að sýna frá fleiri leikjum því við höfum aukið fjölda útsendinga á hverju ári og það hefur komið mjög vel út,“ segir Hilmar Björns- son, sjónvarpsstjóri Sýnar, sem segir það oftast segja sig sjálft hvaða leikir séu valdir. „Við vorum sem dæmi með umdeilda leikinn á milli ÍA og Keflavíkur. Þá vorum við að hugsa um það að Guðjón var hjá Keflavík, það væri rígur á milli þessara félaga og kveikjuþráður- inn því dálítið stuttur,“ nefnir Hilmar um leik sem innihélt færri mörk en meðaltalið en bauð engu að síður upp á mikla skemmtun. Það hefur hins vegar ekki vant- að mörkin að undanförnu því það hefur komið 21 mark í síðustu fjórum leikjunum á Sýn og Hilm- ar segir form og aðstæður spila þar stórt hlutverk. „Þetta er besti tíminn, leik- menn eru komnir í form og vell- irnir eru orðnir góðir,“ segir Hilmar en hann er almennt ánægður með fótboltann í sumar. „Boltinn hefur verið góður í sumar og leikirnir sem ég hef séð fyrir utan þá sem hafa verið í beinni hafa verið fínir fótbolta- leikir,“ segir Hilmar sem ætlar að sýna leik Fylkis og FH í næstu umferð. Markaveisla í leikjum Sýnar Varnarmaðurinn Sol Campbell og markvörðurinn David James, gömlu kempurnar í liði Portsmouth, voru í gær valdir í enska landsliðið á nýjan leik. Enska liðið mætir því þýska í vináttuleik á miðvikudaginn og hefur Steve McLaren valið stóran hóp, alls 28 leikmenn. Campbell og James hafa ekki komið við sögu hjá enska liðinu frá því að McLaren tók við stjórn þess eftir HM á síðasta ári. Athygli vekur að McLaren velur Steven Gerrard í hópinn, þrátt fyrir beiðni frá Rafa Benitez, þjálfara Liverpool, um að hlífa honum vegna tábrots. Þá er John Terry í hópnum þótt hann hafi lítið spilað að undanförnu, sem og David Beckham. Einn nýliði er í hópnum, Steven Taylor hjá Newcastle. Campbell og James valdir Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á skandín- avíska meistaramótinu í golfi sem nú stendur yfir í Stokkhólmi. Birgir Leifur lék á alls sjö höggum yfir pari á fyrstu tveimur hringjunum og var nokkuð langt frá því að komast áfram. Birgir Leifur lék á tveimur höggum yfir pari í gær en hann náði sér alls ekki á strik á fyrsta hringnum á fimmtudag, lék þá á fimm höggum yfir pari. Birgir Leifur fékk tvo fugla í gær en fjóra skolla og lék því 12 holur á pari. Komst ekki áfram í Svíþjóð TÓNLISTIN ÚR MYNDINNI KOMIN Í VERSLANIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.