Fréttablaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 95
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Magnús Rúnar Magnússon
„Það er í anda bankans að fara
ótroðnar slóðir og þetta á eftir að
gera umhverfið í nýja húsinu
skemmtilegra,“ segir Svali
Björgvinsson, framkvæmda-
stjóri starfsmannasviðs Kaup-
þings. Farið er að sjá undir
lok framkvæmdanna við við-
byggingu höfuðstöðva bank-
ans í Borgartúni og
mun hluti nýju bygg-
ingarinnar verða
tekinn í notkun af
starfsmönnum um
helgina. Óhætt er
að fullyrða að
nýja byggingin sé
afar glæsileg á
að líta og þá ekki
síður innandyra. Gegnsæ fundar-
herbergi sem virðast hanga niður
úr lofti byggingarinnar vekja
þar sérstaka athygli en ekki
er vitað til þess að þau eigi
sér hliðstæðu hér á landi.
„Við köllum þetta fljúgandi
fundarherbergin,“ segir Svali
en um er að ræða alls sex
fundarherbergi, 10-15 fer-
metrar á stærð, sem
hengd eru upp í loft
með þunnum járn-
stútum. Veggir herbergjanna eru
úr gleri en af eðlilegum ástæðum
er gólfflöturinn það ekki. Fundar-
herbergin líta því út eins og stór
glerkassi sem nánast svífur í lausu
lofti, en 40 sentímetra langar brýr
tengja þau við skrifstofuganginn.
„Hluti af hugsuninni á bak við
herbergin er að nýta plássið sem
best en við vildum einnig prófa
eitthvað sem enginn annar hefur
gert,“ segir Svali og bætir við að
fljúgandi fundarherbergin setji
sannarlega svip sinn á höfuðstöðv-
arnar. „Hvað burðarþol varðar er
þetta mikið afrek og hönnunin er
einstök. Við hlökkum mikið til að
taka herbergin í notkun,“ segir
Svali.
Leikkonurnar Elma Lísa Gunnars-
dóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir og
María Heba Þorkelsdóttir hafa
gramsað í geymslum og safnað
saman dóti sem þær munu selja á
menningarlegum flóamarkaði í
dag. „Þetta er kynngimagnaður
flóamarkaður,“ sagði Elma Lísa
dularfull. „Við erum með fullt af
gersemum,“ bætti hún við. Á meðal
fjársjóðanna eru föt, glingur, skór,
töskur og eitthvað af barnafötum.
Elma Lísa er enginn nýgræðing-
ur í flóamörkuðum og hefur stund-
um staðið vaktina í markaðnum
sem fram fer í Sirkusportinu. „Ég
er komin með lager af dóti. Þetta
er hins vegar afmeying þeirra
Eddu og Maríu,“ sagði hún og hló
við. „Það er gaman að vera margar
saman í þessu, það er ekkert
skemmtilegt að vera einn,“ bætti
hún við.
Þar sem dagurinn er helgaður
menningu í Reykjavík, fær flóa-
markaðurinn sömu yfirskrift.
„Okkur fannst við hæfi að hafa
þetta á menningardaginn, svo við
getum hjálpað fólki að velja menn-
ingardressið,“ sagði Elma Lísa.
„Við tökum vel á móti því og bjóð-
um upp á stíliseringu líka, fólki að
kostnaðarlausu,“ bætti hún við.
Fyrir utan menningarbraginn sem
leikkonurnar þrjár ljá markaðnum,
verður einnig eitthvað um óvæntar
uppákomur. „Það verður mystísk-
ur trúabador á staðnum, og spá-
kona að spá í bolla. Svo verðum við
auðvitað með heitt á könnunni,“
sagði Elma Lísa, sem ekki vildi
ljóstra upp um fleira.
Markaðinn menningarlega er að
finna í FÍL húsinu að Lindargötu 6.
Hann verður opinn frá hádegi til
klukkan 18.
Leikkonur stílisera flóamarkaðsgesti
Örlygur Steinar Arnalds, níu ára,
er fantagóður breikari. Í vikunni
vakti hann athygli fyrir frammi-
stöðu sína á breiksýningu í
Kringlunni, enda yngsti breikar-
inn í hópnum sem þar kom fram.
„Hann byrjaði mánuði fyrir átta
ára afmælið sitt,“ útskýrði móðir
hans, Anna Sigríður Örlygsdóttir,
sem segir áhugann hafa verið til
staðar frá þriggja, fjögurra ára
aldri. „Aldurstakmarkið í Kram-
húsinu var hins vegar átta ár,“
sagði hún.
Örlygur segir breik hafa orðið
ofan á, þar sem að aðrar íþróttir
höfði ekki til hans. „Mér finnst
fótbolti og þannig ekkert
skemmtilegt,“ sagði hann. Hann
kveðst ekki eiga neitt uppáhalds-
spor í breikinu, sem samanstend-
ur af hreyfingum og sporum sem
flesta óar við að reyna að fram-
kvæma.
„Mér finnst bara allt gaman.
Sum sporin eru erfið, en ég æfi
mig líka heima,“ sagði hann.
Metnaðurinn er á sínum stað. „Ég
byrjaði líka í fimleikum til að
styrkja mig í breikinu,“ sagði
Örlygur.
Breikið sótti Örlygur fyrst hjá
Natöshu Monay Royal í Árbæjar-
þreki, en síðar í Kramhúsinu.
Natasha hefur staðið fyrir keppn-
um í breiki, og Örlygur hreppti
annað sætið í fyrra.
Hann hefur þó breikað víðar en
í Kringlunni. „Örlygur breikaði á
Spáni í sumar. Á einum veitinga-
staðnum var reglulega danssýn-
ing með breikatriðum, og hann
var tekinn upp í þau. Hann var
bara í sjálfboðavinnu,“ bætti hún
við.
Örlygur, ætlar að halda áfram í
breikinu, mun breika fyrir fram-
an Háskóla Íslands í dag, þar sem
Latabæjarhlaupið fer fram.
Níu ára breikari með mikinn metnað
Auglýsingasími
– Mest lesið