Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 1
Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ...
Yfirtaka væntanleg | FL Group
hefur náð samningum við Glitni
banka, Hnotskurn og Samherja
um kaup á 46,2 prósenta eignar-
hlut þeirra í TM. Eftir kaupin á FL
Group 83,7 prósenta hlut í TM.
Með Geysi | Ólafur Jóhann Ólafs-
son, rithöfundur og framkvæmda-
stjóri, og bandaríski fjárfestingar-
bankinn Goldman Sachs hafa í
sameiningu keypt 8,5 prósenta
hlut í Geysi Green Energy.
Meiri hagvöxtur | Landsfram-
leiðsla jókst um 4,2 prósent í fyrra
samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofunnar. Fyrri áætlun gerði
ráð fyrir 2,6 prósenta hagvexti.
Kaupa prýði | Fjárfestingarfélagið
Nordic Partners hefur fest kaup á
þremur hótelum og veitingastað
í hjarta Kaupmannahafnar. Þar á
meðal er Hôtel d‘Angleterre, eitt
þekktasta hótel Skandinavíu.
Verðbólgan eykst | Tólf mánaða
verðbólga mælist nú 4,2 prósent.
Vísitala neysluverðs hækkaði um
1,32 prósent milli mánaða, sam-
kvæmt nýjustu mælingum Hag-
stofunnar.
Tilboði tekið | Forsvarsmenn
Máls og menningar hafa tekið
kauptilboði frá Kaupangi um fast-
eignina að Laugavegi 18. Tilboð-
inu fylgir fyrirvari um fjármögn-
un kaupanna.
Til Írlands | Primera Travel
Group, móðurfélag Heimsferða,
hefur keypt Budget Travel,
stærstu ferðaskrifstofu Írlands.
Eftir kaupin munu yfir milljón far-
þegar fljúga með félögum hennar.
Í leikina | Ætla má að yfirtöku FL
Group á breska leikjafyrirtækinu
Inspired Gaming ljúki formlega
um næstu mánaðamót. Yfirtökutil-
boð FL Group hljóðar upp á 385
pens á hlut.
Leyfiskerfi
Framtíðin í
stafrænni dreifingu
tónlistar 14
Stefnumótun á lygnum sjó
Samkeppnin
skiptir ekki máli
6
F R É T T I R V I K U N N A R
Gísli Reynisson í Nordic Partners
Auðjöfurinn
sem festi sér
flaggskip Dana
8-9
Óli Kristján Ármannsson
skrifar
Framundan er áframhaldandi hagvöxtur í stað sam-
dráttarskeiðs sem Seðlabankinn hefur boðað. Þetta
kemur fram í nýrri hagspá greiningardeildar Lands-
banka Íslands fyrir árin 2008 til 2010 sem kynnt var í
gærmorgun undir yfirskriftinni „Í skugga lausafjár-
kreppu“. Í umfjöllun sinni hvetur greiningardeild-
in Seðlabankann til að nota tækifærið sem óvíst sé
að gefist aftur „til að brjótast út úr vítahring gengis-
óstöðugleika og hárra vaxta“.
Björn Rúnar Guðmundsson, forstöðumaður grein-
ingardeildarinnar, segir lausafjárkreppu á fjármála-
mörkuðum hafa leitt til áhættufælni sem geri að
verkum að áhrif af vaxtalækkun hér verði minni
á krónuna en ella. „Mikilvægt er fyrir Seðlabank-
ann að nota þetta tækifæri, því óvíst er að það gef-
ist aftur,“ segir hann. Greiningardeildin segir krón-
una nálægt jafnvægisgildi núna og telur ekki að hún
styrkist mikið frá því sem nú er. Frá og með miðju
næsta ári komi hún til með að veikjast smám saman
í takt við minnkandi vaxtamun.
Lúðvík Elíasson, sérfræðingur greiningardeildar-
innar, sem kynnti spá bankans, benti jafnframt á að
í raun væri ekki þörf á jafnharkalegum aðhaldsað-
gerðum Seðlabankans og gæti virst í fyrstu því þótt
hér væru hagvaxtartölur gríðarlegar mætti ekki
gleymast að verið væri að fjárfesta í framleiðslu-
getu. „Verið er að stækka kerfið,“ segir hann og
bendir á að vöxturinn endurspegli fleira en spennu í
kerfinu. „Því þarf ekki þessa skörpu aðlögun,“ segir
hann og kveður því áfram gert ráð fyrir að vaxta-
lækkunarferli Seðlabankans geti hafist í mars. Engu
að síður er ráð fyrir því gert að verðbólga aukist á
næstu mánuðum. Undir lok næsta árs gerir bankinn
hins vegar ráð fyrir því að verðbólga verði komin
undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiðið. „Þá reikn-
um við með að lækkandi húsnæðisverð og háir vextir
haldi aftur af hækkun neysluverðsvísitölunnar og
eigum ekki von á því að verðbólgan víki verulega frá
markmiði á næstu árum.“
Í ár spáir Landsbankinn 1,8 prósenta hagvexti, 3,7
prósentum á næsta ári og 4,0 prósentum árið 2009.
Bankinn spáir mjúkri lendingu í hagkerfinu þar sem
hagvöxtur er drifinn af fjárfestingum og ört vax-
andi fólksfjölda. „Fjárfesting í stóriðju, íbúðabygg-
ingum og hjá hinu opinbera verður áfram mikil,“
segir í spánni en á það er bent að viðskiptahalli verði
áfram mikill út spátímabilið, 15 til 17 prósent, áður
en aukin framleiðslugeta taki að vinna á honum. Lúð-
vík segir fyrirsjáanlegan mikinn vöxt í fjárfestingu
hins opinbera og 2009 færist svo aftur mikill kraft-
ur í stóriðjufjárfestingar. Þá segir hann útflutning
munu aukast þrátt fyrir kvótaskerðingu, en það sé
meðal annars vegna aukins útflutnings á áli.
Einstakt tækifæri til
að rjúfa vaxtavítahring
Verðbólga hækkar áður en hún lækkar og hagvöxtur held-
ur áfram í næsta stóriðjuskeiði, samkvæmt nýrri hagspá
Landsbankans. Krónan veikist frá og með næsta ári.
„Það jaðrar við hæsni ef við setj-
um það fyrir okkur að útlending-
ar eignist brotabrot í íslenskum
auðlindum, þegar við stefnum
sjálf að því að eignast sem mest
af sams konar auðlindum ann-
ars staðar,“ segir Ólafur Jóhann
Ólafsson, rithöfundur og kaup-
sýslumaður.
Ólafur Jóhann og bandaríski
fjárfestingabankinn Goldman
Sachs eignuðust á dögunum 8,5
prósenta hlut í Geysi Green
Energy. Geysir á tæplega þriðj-
ungs eignarhlut í Hitaveitu Suð-
urnesja, og því ljóst að Goldman
Sachs á nú óbeinan eignarhlut í
hitaveitunni.
Ýmsir hafa orðið til þess að
gagnrýna hlutdeild einkafyrir-
tækis í slíkum rekstri sem oft
hefur verið talinn til grunnhlut-
verka hins opinbera, og ekki
minnkaði sú gagnrýni með til-
komu Goldman Sachs í hluthafa-
hóp Geysis Green.
Ólafur Jóhann, sem hafði milli-
göngu um aðkomu Goldman
Sachs, segir gríðarlegan feng að
bandaríska bankanum inn í hlut-
hafahópinn. „Fyrirtæki á borð
við Goldman Sachs stendur allt
til boða og því er gríðarlegur
fengur að fá það inn. Það mun
greiða aðgang Geysis að erlend-
um mörkuðum, sem er kannski
það sem helst þurfti til að styrkja
útrás Geysis.“
- jsk / sjá bls. 12.
Andstaða við erlent fé er hræsni
Ólafur Jóhann Ólafsson segir andstöðu við að erlendir fjárfestar eignist
brotabrot í íslenskum auðlindum jaðra við hræsni. Gríðarlegur fengur sé að
Goldman Sachs í hluthafahóp Geysis Green.
www.trackwell .com
Flotaeftirlit – tækjanotkun
og aksturslagsgreining
FORÐASTÝRING
G
O
T
T
F
Ó
LK
Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í
skilningi laga nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingar-
sjó›i. Sjó›irnir eru reknir af Landsvaka hf., rekstrarfélagi me›
starfsleyfi FME. Landsbankinn er vörslua›ili sjó›anna. Athygli
fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingarsjó›ir hafa r‡mri fjár-
festingarheimildir skv. lögunum heldur en ver›bréfasjó›ir.
Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar muninn
á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar-
heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr
útbo›sl‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans
auk uppl‡singa á heimasí›u bankans, landsbanki.is.
CAD
4,2%*
DKK
4,4%*Örugg ávöxtun
í fleirri mynt
sem flér hentar EUR
4,7%*
GBP
6,5%*ISK14,4%*
Markmið
Peningabréfa er
að ná hærri ávöxtun en
millibankamarkaður og
gjaldeyrisreikningar. Enginn
munur er á kaup-
og sölugengi.
Peningabréf
Landsbankans
USD
5,4%*
* Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. ágúst - 31. ágúst 2007.
Icelandair Group hefur skrifað
undir samning um kaup á tékk-
neska flugfélaginu Travel Serv-
ice, stærsta einkarekna flugfélagi
Tékklands. Viljayfirlýsing um
kaupin var undirrituð í maí síðast-
liðnum. Kaupverð var ekki gefið
upp. Fjármögnun fer fram úr sjóð-
um félagsins og að hluta til með
lánsfé. Samningurinn fer nú til
samþykktar samkeppnisyfirvalda
í Tékklandi. Guðjón Arngríms-
son, upplýsingastjóri Icelandair
Group, segir að ekki sé von á
mótmælum frá þeim. „Við eigum
ekki von á öðru en að þetta gangi
hratt og örugglega í gegn hjá sam-
keppnisyfirvöldum.“
Travel Service rekur leiguflugs-
starfsemi frá Prag og Búdapest.
Þá á félagið og rekur lággjalda-
flugfélagið Smart Wings. Heild-
arvelta félagsins í fyrra var um
átján milljarðar króna.
Í samningnum felst að Ice-
landair Group kaupir fimmtíu pró-
Travel Service
komið í höfn
G
O
T
T
F
Ó
LK
®
Tónlistarhús rís
við höfnina
vinnuvélarMIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2007 Kornið skoriðKornskurðarvélum fjölgar í takt við aukna kornrækt BLS. 7
Hann hefur innbyrt lifandi kolkrabba og snögg-
steikar púpur silkiorma innan um kurteisa
Kóreubúa sem numið hafa af honum fagurfræði
hárskurðar.
„Það lögðu ekki allir í að fara en mér þótti það spenn-
andi og hef síðan farið þrjár ferðir til Suður-Kóreu,“
segir Jakob Ragnar Garðarsson, hárskeri og stjórn-
armaður í Alþjóðasamtökum hársnyrtiskóla (IAHS).
„Samtökin eru alltaf af stækka og með aðildar-
beiðni Suður-Kóreu kom fyrirspurn um hvort ein-
hver vildi koma og leiðbeina þeim við kennslu í klipp-
ingu,“ segir Jakob sem féll strax fyrir landi og þjóð.
„Suður-Kórea er töfrandi land og fólkið
alúðlegt og gestri ið
en hann er auðmaður sem á einnig hátæknisjúkrahús
í nágrenni skólans,“ segir Jakob sem heillaðist ekki
síst af matargerð landsmanna.„Kórea er mitt á milli Japans og Kína, sem kemur
fram í eldhúsinu. Réttirnir eru ómótstæðilegir og
afar heilnæmir. Mikið er hugsað um hollustu og inni-
hald enda fylgir hverjum rétti útskýring á eiginleik-
um réttarins til að fyrirbyggja sjúkdóma og öðlast
líkamlega vellíðan,“ segir Jakob sem er spenntur
fyrir sérkennilegum mat.„Ég hika ekki við að prófa nýjar matarupplifanir
og hef aldrei fengið í magann eftir slíkar tilrauni
Ég borðaði snöggsteiktar púkolkr bb
Fegursta borg Evrópu
Verð kr. 33.790 – fl ug & gistingFlug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. M.v. gistingu í tvíbýli í 3 nætur á Hotel Ilf með morgunmat. Netverð á mann.
Eignarhaldsfélag
Björgólfs Guðmundssonar og
Björgólfs Thors Björgólfssonar,
Samson Properties, ráðgerir að
byggja verslunarmiðstöð sem nær
frá Laugavegi, yfir Hverfisgötu
og niður á Skúlagötu. Áformin
verða kynnt á fundi í dag.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er meginhugsunin á bak
við fyrirhugaðar framkvæmdir að
uppbyggingin á svæðinu verði í
sem mestri sátt við þau hús sem
setja svip á viðkomandi götur.
Þannig er gert ráð fyrir að núver-
andi götumynd við Vitastíg haldist
svo til óbreytt frá horni Lauga-
vegs og niður fyrir Bjarnaborg,
sem er friðað hús. Ekki verður
heldur hreyft við byggingum sem
standa við Barónsstíg. Þar á meðal
er fjós barónsins, sem gatan er
kennd við, þar sem 10-11 er nú til
húsa, en sú bygging er friðuð. Við
Laugaveg er líklegt að tvö hús víki
fyrir inngangi í nýju bygginguna.
Byggingin á að hýsa fjölbreytta
verslun og þjónustu. Slíkir mið-
borgarkjarnar eru þekktir í
nágrannalöndunum, til dæmis PK
í Stokkhólmi.
Hæð byggingarinnar mun taka
mið af hæð þeirra húsa sem eru
fyrir frá Laugavegi og norður
fyrir Hverfisgötu. Við Skúlagöt-
una munu hins vegar rísa íbúða-
turnar, allt að sautján hæða háir,
eins og núgildandi deiliskipulag
gerir ráð fyrir, og er orðið ein-
kenni götunnar með tilkomu
háhýsa á Klapparstígsreit og í
Skuggahverfi.
Meðal þeirra sem flytja erindi á
fundinum í dag eru Jan Gehl, arki-
tekt og prófessor í skipulagsfræði,
Kim Nielsen, aðaleigandi 3xN í
Danmörku, og Björn Gunnlaugs-
son hjá Fasteignaþróuninni. Þeir
hafa allir komið að hugmyndaþró-
un svæðisins.
Eins og fram hefur komið í
Fréttablaðinu hafa Björgólfsfeðg-
ar, í gegnum Samson Properties,
keypt upp stóran hlut eigna á reit
sem markast af Laugavegi, Hverf-
isgötu, Barónsstíg og Vitastíg.
Vilja verslunarmiðstöð frá
Laugavegi að Skúlagötu
Björgólfsfeðgar ráðgera að reisa verslunarmiðstöð í miðbænum, frá Laugavegi niður á Skúlagötu. Hug-
myndin er að byggja upp í sem mestri sátt við húsin á svæðinu. Byggingin á að hýsa verslun og þjónustu.
Reistir verða sautján hæða íbúðaturnar við Skúlagötu eins og núverandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Fangarnir á
Kvíabryggju gera sér glaðan dag
hinn 3. október næstkomandi
þegar ný fangelsisaðstaða á
Kvíabryggju verður opnuð.
Fangarnir fara með rútu í Dritvík
á Snæfellsnesi, í nágrenni
Kvíabryggju, þar sem þeir munu
verja deginum á meðan boðsgestir
skoða nýja aðstöðu á Kvíabryggju.
„Fimmtíu til sextíu gestir verða á
svæðinu þegar fangelsið verður
opnað og við verðum að gera
eitthvað fyrir fangana á meðan,“
sagði Valtýr Sigurðsson fangels-
ismálastjóri.
Uppbygging nýrrar aðstöðu á
Kvíabryggju er langt komin en
Valtýr segir hana skipta sköpum
og muni gjörbreyta fangelsisað-
stöðu hér á landi til hins betra.
Meðal þeirra sem verða
viðstaddir opnunina er Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra en
fangelsismál í landinu heyra undir
ráðuneyti hans.
Fangarnir
verða í Dritvík
Straumur-Burðarás þarf
að fresta því að skrá hlutabréf sín
í evrum í Kauphöll Íslands í „ein-
hverja daga“, segir Einar Sigur-
jónsson, forstjóri Verðbréfaskrán-
ingar. Frestunin er til komin vegna
athugasemda Seðlabanka Íslands
sem sendar voru nýverið.
Skrá átti bréfin í evrum frá og
með 20. september, en athuga-
semdir Seðlabankans bárust 14.
september. „Við hefðum gjarnan
viljað sjá þessar athugasemdir
koma fyrr fram,“ segir Einar.
Engar skýringar hafi komið fram
á því hversu seint þær séu fram
komnar, unnið hafi verið að undir-
búningi þess að skrá hlutabréf í
evrum frá byrjun sumars.
Athugasemdir Seðlabankans
eru bæði tæknilegs og lagalegs
eðlis, segir Einar. Þær séu ekki
viðamiklar, en fara þurfi yfir þær
áður en skráning geti farið fram.
Nokkur fyrirtæki hafa lýst yfir
áhuga á að skrá bréf sín í evrum,
en Einar segir líklegt að þau muni
bíða á hliðarlínunni þar til þetta
mál leysist. Þeirra á meðal er
Exista, en Erlendur Hjaltason,
forstjóri félagsins, segir þessa
atburðarás nú engu breyta fyrir
félagið. Stjórnin hafi heimild aðal-
fundar til að skrá hlutafé í evrum,
en engin ákvörðun hafi verið
tekin.
Frestast um einhverja daga
Borðaði kolkrabba og
silkiormapúpur í Kóreu