Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 21
Hann hefur innbyrt lifandi kolkrabba og snögg-
steikar púpur silkiorma innan um kurteisa
Kóreubúa sem numið hafa af honum fagurfræði
hárskurðar.
„Það lögðu ekki allir í að fara en mér þótti það spenn-
andi og hef síðan farið þrjár ferðir til Suður-Kóreu,“
segir Jakob Ragnar Garðarsson, hárskeri og stjórn-
armaður í Alþjóðasamtökum hársnyrtiskóla (IAHS).
„Samtökin eru alltaf af stækka og með aðildar-
beiðni Suður-Kóreu kom fyrirspurn um hvort ein-
hver vildi koma og leiðbeina þeim við kennslu í klipp-
ingu,“ segir Jakob sem féll strax fyrir landi og þjóð.
„Suður-Kórea er töfrandi land og fólkið kurteist,
alúðlegt og gestrisið. Kóreumenn eru vinnusamir og
skipulagðir, en léttir í lund og má margt af þeim
læra,“ segir Jakob, sem hefur upplifað sig sem
stjörnu í Kóreu.
„Íbúarnir líta mikið upp til Vesturlanda og skreyta
sig með gestum úr vestrinu. Hvarvetna hópast að
manni börn sem vilja mynd með manni og vegna
þess hve ferðamannastraumur er lítill rekur maður
sjálfur upp stór augu ef maður sér annan Vestur-
landabúa,“ segir Jakob, en Bandaríkjaher er með
herstöð í námunda við Teakyung-háskólann sem
Jakob kenndi við í suðurhluta Suður-Kóreu.
„Skólinn er risastór með fjölbreyttum námsleið-
um. Þar má læra til lífvarðar, kvikmyndagerð, leik-
list, hárgreiðslu og hótelrekstur, svo eitthvað sé
nefnt. Okkur eiganda skólans hefur orðið vel til vina,
en hann er auðmaður sem á einnig hátæknisjúkrahús
í nágrenni skólans,“ segir Jakob sem heillaðist ekki
síst af matargerð landsmanna.
„Kórea er mitt á milli Japans og Kína, sem kemur
fram í eldhúsinu. Réttirnir eru ómótstæðilegir og
afar heilnæmir. Mikið er hugsað um hollustu og inni-
hald enda fylgir hverjum rétti útskýring á eiginleik-
um réttarins til að fyrirbyggja sjúkdóma og öðlast
líkamlega vellíðan,“ segir Jakob sem er spenntur
fyrir sérkennilegum mat.
„Ég hika ekki við að prófa nýjar matarupplifanir
og hef aldrei fengið í magann eftir slíkar tilraunir.
Ég borðaði snöggsteiktar púpur silkiorma og lifandi
kolkrabba sem telst til áhættusömustu máltíða
heims. Kolkrabbi er tekinn lifandi upp og skorinn í
bita en hver einasti biti reynir að sleppa af disknum.
Maður verður að vera snöggur að tyggja því kol-
krabbi getur sogað sig upp í góminn og ofan í háls-
inn. Mér þótti hann afar bragðgóður og minna á
skötusel svona lifandi og hrár,“ segir Jakob, sem
ætlar að reyna sig við hundakjötið næst.
„Ég hvet fólk til að heimsækja Suður-Kóreu því
þar er margt svo fallegt að skoða,“ segir Jakob. Hann
rekur heildverslunina ISON sem flytur inn þekkt
vörumerki á sviði hárs og fegurðar.
„Kóreumenn eru mjög framarlega á því sviði og
ég flyt inn sléttujárn, rakhnífa og skæri frá Kóreu.
Þeir eru vandasöm og mannbætandi þjóð. Heilsa
náunganum með því að hneigja sig og sýna virðingu
fyrir öðrum út í ystu æsar.“
Iðandi matur og mannlíf
Fegursta borg Evrópu
Verð kr. 33.790 – fl ug & gisting
Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. M.v. gistingu í tvíbýli í
3 nætur á Hotel Ilf með morgunmat. Netverð á mann.
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið