Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 40
Neistinn kviknaði aftur síðasta vetur
Fyrstu umferð riðla-
keppni Meistaradeildar Evrópu
lýkur í kvöld og að vanda eru
skemmtilegir leikir í boði. Helst
ber að nefna að Manchester Unit-
ed ferðast til Portúgal og tekur á
móti Sporting, Arsenal mætir
Sevilla á heimavelli og Barcelona
fær Lyon í heimsókn.
Leikur Manchester United og
Sporting er fyrir margar sakir eft-
irtektarverður. Lið Sporting hefur
átt góðu gengi að fagna gegn ensk-
um liðum á heimavelli sínum og er
þar taplaust í fimm leikjum, en
Manchester United, sem stefnir
væntanlega á að landa sínum
hundraðasta sigri í Evrópukeppni
meistaraliða, hefur unnið þrjá,
gert eitt jafntefli og tapað fjórum
sinnum gegn andstæðingum sínum
í Portúgal. Meðal liðsmanna Unit-
ed eru tveir fyrrum leikmenn
Sporting, þeir Christiano Ronaldo
og Nani, sem og reyndar fyrrum
þjálfari Sporting, Carlos Queiroz,
sem nú er aðstoðarþjálfari United.
United verður án Owen Hargrea-
ves, Gary Neville, John O´Shea,
Darren Fletcher, Park Ji-Sung,
Ben Foster og Mikael Silvestre,
sem eru meiddir, en Wayne Roon-
ey verður með að nýju eftir að
hafa meiðst í fyrsta deildarleik
United í ár.
Nýliða í Meistaradeildinni,
Sevilla, bíður erfitt verkefni þegar
liðið mætir Arsenal á Emirates-
leikvanginum, en Arsenal er enn
sem komið er taplaust þar í Meist-
aradeildinni. Arsenal leikur án
William Gallas, Emmanuel Eboue
og Jens Lehmann, sem eru meidd-
ir.
Barcelona og Lyon setja markið
hátt í ár og vilja eflaust gleyma
síðasta tímabili í Meistaradeild-
inni, þar sem bæði lið voru slegin
út í 16-liða úrslitum, eftir gott
gengi liðanna í riðlakeppninni.
Barcelona hefur verið sigursælt á
heimavelli í Meistaradeildinni og
aðeins tapað einum af síðustu fjór-
tán leikjum sínum þar. Meðal liðs-
manna Barcelona eru tveir fyrr-
um leikmenn Lyon, þeir Eric
Abidal og Edmílson.
Ronaldo og Nani á kunnuglegum slóðum
Peter Kenyon, stjórnar-
formaður Chelsea, blæs á
sögusagnir þess efnis að dagar
José Mourinho,
þjálfara
Chelsea, séu
svo gott sem
taldir. „Það
fara alltaf af
stað sögusagnir
um að Mourin-
ho verði rekinn
um leið og við
töpum leik.
Væntingar eru
vissulega
miklar og eigandinn, Roman
Abramovich, vill gera Chelsea að
stórveldi í Evrópu og það er ekki
spurning hvort heldur hvenær við
vinnum Meistaradeidina og við
sjáum Mourinho fyrir okkur sem
lykilinn að þessum áætlunum.“
Mourinho verð-
ur ekki rekinn