Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 36
Pönkararnir í The Sex Pistols ætla að halda tónleika í London 8. nóvember í tilefni af þrjátíu ára útgáfuafmæli plötunnar Nevermind The Bollocks. Olli platan miklum deilum þegar hún kom út í Bretlandi í október árið 1977 og voru meðlimir sveitar- innar útmálaðir sem algjörir stjórnleysingjar. Upprunalegir meðlimir The Sex Pistols, John Lydon, Steve Jones, Paul Cook og Glen Matlock spila allir á tónleikunum. Pistols koma aftur saman Kevin Federline, fyrrum eiginmaður Britney Spears, fær nánast fullt forræði yfir strákunum þeirra tveimur, þeim Jayden James og Sean Preston. Þessu hélt bandaríska fréttastofan Fox fram í gær. Spears er sögð vera með vonlaust mál í höndunum í forræðisdeilu sinni og ekki bætti úr skák þegar lögfræðinga- teymi hennar sagði upp störfum skömmu áður en réttarhöldin áttu að hefjast. Lögfræðingarnir gáfu þá skýringu á uppsögninni að söngkonan væri „vandræðargemsi“. Forræðis- deilan tók nokkuð óvænta stefnu þegar fyrrum lífvörður Spears, Tony Baretto, gaf út vitnisburð sinn þar sem hann sagðist hafa séð Spears neyta eiturlyfja fyrir framan syni sína. hún hefði sært blyggðunarkennd þeirra og stefnt öryggi þeirra í hættu. Baretto var rekinn eftir að hann heyrði ekki skipun Spears um að taka upp hattinn hennar. Búist er við því að dómari kveði upp sinn úrskurð á mánudaginn. Til að bæta gráu ofan á svart tilkynnti útgáfufyrirtæki Spears að þeir hefðu slitið öllu samstarfi við hana. „Britney Spears hefur mikla hæfileika en í ljósi kringumstæðna þá sjáum við okkur ekki fært að geta unnið að hennar málum af heilum hug,“ sagði framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jeff Kwatinetz. Britney Spears missir forræðið Emmy-verðlaunahátíðin sem fram fór í Los Angeles á sunnu- dag var fyrsta tækifæri haustsins til að klæða sig upp í síðkjól og demanta fyrir stjörnurnar. Þær voru enda hver annarri glæsi- legri á að líta, eins og þessar myndir bera vitni um. Það var mikið um kjóla í látlausum litum á Emmy-verðlaunahátíðinni í ár. Inn á milli mátti þó sjá litsterka kjóla sem hresstu upp á rauða dregilinn. Vörður tryggingar hf. I Borgartúni 25 I sími 514 1000 I www.vordur.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.