Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 14
 „Það verða alltaf til skemmtanaglaðir Íslendingar og það eru fjölmargir skemmtistaðir utan miðbæjarins sem ganga vel,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglu- stjóri höfuðborgarsvæðisins. Á miðborgarþingi fjallaði Stef- án um aðgerðir lögreglu í mið- borginni um helgar. Hann fjallaði um níu atriði sem snúa að því hvernig auka megi eftirlit og bæta þannig umgengni gesta miðbæjar- ins og öryggi borgaranna. Meðal atriðanna voru aukinn sýnileiki lögreglu, götueftirlit með sölu og neyslu fíkniefna og forvarnastarf. En Stefán telur þessa möguleika ekki leysa vandamálið. „Móta þarf skýra stefnu um miðborgina. Hversu lengi staðir eiga að vera opnir, hverrar gerðar þeir eiga að vera og hversu margir.“ Á þinginu lagði hann til að opn- unartími skemmtistaða í miðborg- inni yrði færður fram til klukkan tvö um helgar og að staðir með lengri opnunartíma yrðu færðir út fyrir miðbæinn og braust út mikið lófaklapp meðal gesta þingsins. „Ef menn vilja halda áfram að blanda saman atvinnustarfsemi, íbúabyggð og skemmtanalífi mun eitthvað láta undan að lokum,“ segir Stefán. Takmarkaður stuðningur við tillögur lögreglustjóra Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins segir að eitthvað muni undan láta ef skemmtanalífi miðbæjarins verður áfram blandað við íbúabyggð. Tillögur hans að úrbótum hljóta ekki hljómgrunn hjá stjórnmálamönnum og hagsmunaaðilum. Allir eru þó sammála um að sýnileg löggæsla hefði gefist vel og henni eigi að halda áfram. „Rjúpurnar telja sig best settar hjá verksmiðjumönnum enda erum við afar heiðvirðir menn,“ segir Jón Sigurðsson, vefstjóri síðunnar vopnafjordur.is og starfsmaður í fiskimjölsverk- smiðju HB Granda á Vopnafirði. Við verksmiðjuna hefur fjöldi rjúpna vanið komur sínar og virðast þær treysta starfsmönn- um þar vel. „Við erum reyndar alræmdir fyrir veiðidellu, ég hef meira að segja fengið viðurnefnið Jón morðingi vegna þess,“ segir hann og skellir upp úr. „Ég get samt ekki skotið þessar,“ bætir hann við. „Þær eru afskaplega fallegar og alveg ótrúlega gæfar, ég gat meira að segja klappað einni,“ segir Jón en á síðu hans má sjá fjölda fallegra mynda af fuglunum við verksmiðjuna. Rjúpur bræða veiðimann Íslendingar hafa að undanförnu fengið hótunarbréf í tölvupósti sem virðist vera frá leigumorðingja þar sem viðtak- anda er hótað lífláti greiði hann ekki háa upphæð á bankareikning erlendis. Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér viðvörun vegna þessa. Alríkislögreglan í Bandaríkjun- um, FBI, og New Scotland Yard í Bretlandi hafa fengið margar kvartanir frá fólki vegna þessara sendinga. Ekki hafa borist fregnir af því að fólk hafi tapað peningum á þessu eða að nokkrum hafi verið unnið mein. Svikahrapparnir beita ýmsum brögðum og er nýleg aðferð þeirra að senda tölvupóst í nafni erlendra lögreglustofnana eins og FBI. Þar kemur fram að nafn viðtakenda hafi fundist í fórum handtekins leigumorðingja sem myrt hafi ein- staklinga í Bandaríkjunum og Bretlandi sem hafi skorast undan að borga féð sem krafist var fyrir að þyrma lífi þeirra. Er viðtakandi beðinn um að svara tölvupóstinum til að hjálpa til við frekari rann- sókn málsins. Svikahrapparnir velja netföng af handahófi og varar ríkislögreglustjóri fólk við að svara bréfunum, ella geti hót- anirnar haldið áfram. Hóta viðtakendum lífláti „Þeir villtust eitthvað aðeins af leið með sjúklinginn og fóru með hann á Akureyri en ekki Ísafjörð,“ segir Hermann Hermannsson, slökkviliðsmaður á Ísafirði, um ófarir slökkviliðs- manna á Akureyri í gær. Akureyringarnir höfðu verið sendir með flugi til Reykjavíkur til að sækja sjúkling sem átti að flytja til Ísafjarðar. Það orðspor fer af norðanmönnum að þeir séu heimakærir og það sannaðist ef til vill á því að norðlensku sjúkraflutningamennirnir drifu sig heim aftur. Í aðfluginu áttaði árvökull slökkviliðsmaður sig þó á því að mistök hefðu átt sér stað. Norðurland væri ekki réttur áfangastaður. Hætt var við lendingu og haldið með sjúkling- inn til höfuðstaðar Vestfjarða. „Flugið tafðist um hálftíma. En sjúklingurinn var sem betur fer hinn kátasti með þetta og varð ekki meint af,“ segir Hermann. Flugu óvart heim aftur Jon Erik Reinhard- sen, sem er yfirmaður vaxtar- verkefna Alcoa, fundar á mánudag með forsvarsmönnum Norðurþings og iðnaðarráðuneyt- isins vegna vinnu við þriðja áfanga hagkvæmniathugunar fyrir álver á Bakka við Húsavík. Unnið er að hagkvæmniathugun- inni en tveimur áföngum af þremur er þegar lokið. Fundurinn er hefðbundinn samráðsfundur, samkvæmt upplýsingum upplýsingafulltrúa Alcoa. Reinhardsen mætir til fundarins til þess að heyra frá fyrstu hendi viðhorf heimamanna í Norðurþingi til verkefnisins. Fundar með heimamönnum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.