Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 12
Lois Ngaire
Causer, 76 ára gömul kona á
Nýja-Sjálandi, skrifaði tilkynn-
ingu um andlát sitt og hafði gert
þær ráðstafanir að tilkynningin
birtist í dagblaði daginn eftir
andlát hennar. Banamein hennar
var krabbamein.
„Þið sem lesið þetta hafið áttað
ykkur á því að ég er ekki lengur á
meðal ykkar,“ skrifaði Causer, og
hvatti ættingja sína og vini til að
fyllast ekki sorg.
„Ég bið ykkur um að gleðjast
yfir lífi mínu,“ sagði hún. „Þótt
stundum hafi það verið erfitt, þá
átti ég yfirleitt góða ævidaga.“
Skrifaði eigin
dánargrein
U
ni
qu
eR
V
08
07
02
Unique örtrefjamoppusettið
1 stk.
2 stk.
Dagleg þrif eru leikur einn
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Uniqu
e
2.980
Kr.
Uniqu
e
glerk
lútur
557Kr.
Miklum efasemdum var
lýst á að vetni væri eldsneyti
framtíðarinnar á alþjóðlegri ráð-
stefnu um umhverfisvæna sam-
göngutækni
sem lauk í
Reykjavík í
gær.
„Vetnissam-
félagið á sér
hvorki fortíð,
nútíð né fram-
tíð,“ lýsti Ulf
Bossel, tals-
maður Evr-
ópska efna-
rafalsvettvangsins
(European Fuel
Cell Forum), yfir í erindi sínu á
ráðstefnunni, sem fór fram á
Hótel Nordica undir yfirskriftinni
Driving Sustainability ´07.
Þessu andmæltu Þorsteinn I.
Sigfússon, forstjóri Nýsköpunar-
miðstöðvar, og Jón Björn Skúla-
son, framkvæmdastjóri Íslenskr-
ar nýorku. Sakaði Þorsteinn Bossel
um að taka ekki tillit til aðstæðna
– á Íslandi væru aðstæður til vetn-
isframleiðslu miklu hagstæðari en
til að mynda á meginlandi Evr-
ópu.
Aðalröksemdir Bossels gegn
vetninu sem eldsneyti voru hve
mikil orka tapaðist við að búa
fyrst til vetnið með rafgreiningu
og síðan brenna því í efnarafölum
samanborið við að nota rafmagn
beint sem orkugjafa. Gegn vetn-
inu mælti líka hve orkuþéttleiki
þess væri lítill – jafnvel þótt því
væri þjappað saman undir marg-
hundraðföldum andrúmslofts-
þrýstingi væri orkugildi þess á
rúmmálseiningu miklum mun lak-
ara en annað umhverfisvænt elds-
neyti á borð við metan og etanól.
Baldur Elíasson, fyrrverandi
yfirmaður svissnesk-sænska stór-
fyrirtækisins ABB og varafor-
maður rannsóknaáætlunar Alþjóða
orkumálastofnunarinnar um
tækni til að fanga gróðurhúsaloft-
tegundir, lýsti einnig efasemdum
um vetnistæknina. Talaði hann
fyrir því að metanól væri fram-
leitt úr vetni og koltvísýringi sem
fangaður væri úr útblæstri verk-
smiðja, en metanól er hægt að
flytja og nota – líka sem eldsneyti
á hefðbundna sprengihreyfil-
knúna bíla – með nákvæmlega
sama hætti og bensín.
Allir fyrirlesarar voru þó á einu
máli um að ef takast myndi að þróa
rafhlöður sem gerðu rafmagnsbíla
samkeppnisfæra við hefðbundna
sprengihreyfilsbíla væru þeir tví-
mælalaust framtíðin, þar sem
orkunýtni þeirra er margföld. Það
væri þó ekki ástæða til að bíða eftir
hinum fullkomna rafmagnsbíl –
tvinntæknin sameinaði „það besta
úr báðum heimum“ eins og Felix
Kramer, frumkvöðull tengitvinn-
tækninnar í fólksbílum í Kaliforn-
íu, orðaði það í sínu erindi.
Tvinnbílar eru búnir bæði hefð-
bundinni vél sem gengur fyrir
bensíni eða öðru eldsneyti, og
rafal, rafmótor og rafhlöðum.
Tengitvinnbílar eru búnir stærri
rafhlöðu sem hægt er að hlaða úr
innstungu heima í bílskúr.
Með slíkum bílum gæti Ísland
nálgast markmiðið að verða nán-
ast óháð bensíni og olíu þar sem
þeir gengju að mestu fyrir inn-
lendri raforku.
Efi um að vetni sé framtíðin
Á ráðstefnu um umhverfisvæna samgöngutækni var lýst efasemdum um að vetni væri það eldsneyti framtíð-
arinnar sem sumir vilja vera láta. Rafmagn mun leika æ meira hlutverk í að knýja farartæki framtíðarinnar.
Vetnissamfélagið á sér
hvorki fortíð, nútíð né
framtíð.“
Fyrirhugaður samruni
rútufyrirtækjanna Reynimels
ehf. og Kynnisferða ehf. hefur
verið ógiltur af Samkeppniseftir-
litinu. Með samrunanum hefði
orðið til markaðsráðandi staða á
þeim markaði sem þessi fyrir-
tæki starfa á, segir í ákvörðun
eftirlitsins sem birt var í gær.
Reynimelur er félag sem
stofnað var af hópferðafyrir-
tækjunum SBA-Norðurleið ehf.
og Hagvögnum/Hópbílum hf.
ásamt fleirum. Guðmundur
Arnalds, stjórnarformaður
Kynnisferða, segir úrskurðinn
þess eðlis að hann telji enga aðra
leið en að félagið gangi úr
kaupunum.
Samruni rútu-
félaga ógiltur
Búddamunkar í Búrma
létu viðvaranir herforingjastjórn-
arinnar sem vind um eyru þjóta og
efndu til fjöldamótmæla í að
minnsta kosti fimm borgum lands-
ins í gær.
Herforingjastjórnin lét munk-
ana óáreitta í borgunum Jangon
og Bago en samkvæmt fréttastofu
BBC beitti herinn táragasi í borg-
inni Sittwe og barði niður mót-
mælin.
Í Jangon tóku að minnsta kosti
400 munkar þátt í mótmælagöngu,
en síðasta mótmælaganga sem þar
var haldin, sem var hinn 28. ágúst
síðastliðinn, var barin niður af
fullri hörku. Í Bago tóku að
minnsta kosti þúsund munkar þátt
í göngunni.
Þúsundir manna fylgdust með
munkunum í Jangon, klöppuðu
þeim lof í lófa og buðu þeim vatn
að drekka.
„Ég er munkunum mjög þakk-
látur fyrir að taka svona mikla
áhættu með því að endurspegla
hið raunverulega álit almenn-
ings,“ sagði maður á fimmtugs-
aldri sem fylgdi munkunum eftir í
nokkurri fjarlægð. Eins og flestir
sem lýsa andstöðu sinni við stjórn-
ina vildi hann ekki gefa upp nafn
sitt af ótta við valdstjórnina.
Það voru einkum yngri munk-
arnir sem tóku þátt í mótmælun-
um, en eldri munkar reyndu að
telja þá ofan af því.
Táragasi beitt á munkana
Torfusamtökin hafa gert tillögu að 19.000
fermetra nýtingu á Frakkastígsreitnum, sem gæti
fullnægt þörfum Listaháskólans.
Samson Properties hefur falboðið reitinn Listahá-
skólanum, en enn hefur ekkert verið gefið upp um
hvað yrði um þau hús sem fyrir eru. Verði þar
listaháskóli mætti hins vegar reikna með að honum
fylgdi tónleikasalur, myndlistargallerí og leiksvið.
„Við getum ekki sagt annað en að okkur lítist vel á
að fá Listaháskólann á Frakkastígsreitinn,“ segir
Þórður Magnússon, varaformaður Torfusamtakanna.
Hann telur slíka starfsemi geta farið betur saman
við varðveislu gamalla húsa en til dæmis verslunar-
miðstöð, sem áður hefur verið rætt um í sambandi við
reitinn.
„Við höfum lagt áherslu á að þessi þrjú framhús við
Laugaveg verði varðveitt sem heild,“ segir Þórður. „Í
stað þess að húsin verði rifin er bílakjallari settur
fyrir aftan. Öll húsin myndu síðan tengjast því fyrsta
hæðin yrði sambyggð.“
Samkvæmt hugmyndum Torfusamtaka yrðu gömlu
húsin við Laugaveg hækkuð um eina hæð. Bílakjallari
yrði niðurgrafinn á bak við og ein hæð ofan á honum.
Þar ofan á yrði trjágarður.
Byggingin yrði hæst sex hæðir, á horni Frakkastígs
og Hverfisgötu.
Með þessu myndast möguleiki á grænu svæði við
Laugaveg, en þau eru fá eftir. „Þetta er gjarnan gert í
útlöndum að hafa gróður ofan á bílastæðakjöllurun-
um, til að þeir séu ekki svona eins og flakandi sár,“
segir Þórður og minnir á bílastæðahúsið skammt
undan við Hverfisgötu, sem víti til varnaðar.
Svanur Kristbergsson er hinn aðaleigandinn að
Frakkastígsreitnum, en hann á Laugaveg 39, Hverfis-
götu 56 og efstu hæð Regnbogans. Einnig hefur
Svanur gert tilboð í þriðju hæð Regnbogans og
Laugaveg 37, sem hafa verið samþykkt.
Hann kveður erfitt að segja til um hvort og hvernig
hann kæmi að uppbyggingu Listaháskólans á svæðinu,
enda hafi hann ekkert heyrt frá Samson.
Svanur hefur hins vegar engin sérstök áform um
húsnæðið á Frakkastígsreitnum, sem er í útleigu.
Húsin voru keypt sem fjárfesting
og því muni hann skoða öll
tilboð í þau.