Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 41
 Eggert Magnússon hætti í gær sem forstjóri hjá West Ham, starfi sem hann lenti á kafi í án þess að hafa ætlað sér það í byrj- un. Álagið hefur verið mikið á Eggert síðasta árið en nú hefur hann fundið sér mann til að sjá um daglegan rekstur West Ham og einbeitir sér nú í staðinn að fót- boltahliðinni hjá félaginu. „Ég verða áfram stjórnarfor- maður og verð á fullu í kringum félagið þó að ég sé ekki í daglegri stjórn á klúbbnum. Það fer yfir á nýja forstjórann en auðvitað verð ég áfram formaður stjórnar og verð í því hlutverki sem stjórnar- formenn eru yfir höfuð hér í Eng- landi,“ segir Eggert sem er sáttur við þessar breytingar. „Ég er mjög ánægður. Ég hef ekki getað andað og komst loksins í vikufrí á dögunum. Ég ætlaði mér aldrei að vera í starfi 24 tíma og sjö daga vikunnar. Þetta er búið að vera rosalegt ár. Þó að ég sé á besta aldri og í betra líkamlegu formi en flestir þá verður maður aðeins að hugsa líka um lífið og til- veruna. Minn maður er mjög góður, hann er búinn að starfa með mér í eitt ár og ég veit alveg hvar hann stendur,“ segir Eggert. Eggert segir það ekki hafa verið ætlunina að taka svo mikla vinnu á sig þegar hann kom inn í West Ham. „Þegar ég kom inn í West Ham þá ætlaði ég mér aldrei að verða formaður og forstjóri en viku eftir að ég kom inn í félagið þá þurfti ég að láta þann mann fara sem var stjórnarformaður því hann var of tengdur þeim sem voru að keppa við okkur að yfirtaka félagið. Ég labbaði beint inn í það hlutverk en fékk með mér mann að nafni Scott Duxbury sem varð aðstoðarstjórn- arformaður. Hann er núna að taka við. Það var allt upp í loft á síðasta ári af ýmsum ástæðum og það hefur ekki verið hægt að gera þetta fyrr en núna. Við erum í sjötta sæti, öll Tevez-mál eru búin og ég held að klúbburinn sé í betra ástandi núna en hann hefur verið um árabil,“ segir Eggert en West Ham hefur unnið tvo síðustu leiki sína 3-0 gegn Reading og Middles- brough og er taplaust frá því að liðið lá fyrir Manchester City í fyrsta leiknum. Eggert horfir bjartsýnn fram á veginn. „Við vorum í viðræðum um Ólympíuleikvanginn sem gengu ekki upp en borgarstjórinn í Lond- on lofaði okkur í staðinn landi til kaups sem myndi henta okkur vel. Það land er núna klárt og nú erum við að fara að horfa til þess að byggja nýjan og stóran völl og byggja upp íbúðabyggð í kringum hann. Ef það gengur upp þá förum við að byggja upp svæðið sem völlurinn er á núna. Það er heilmik- ið í kortunum hjá West Ham og spennandi tímar fram undan,“ segir Eggert Magnússon en nú er búist við að Björgólfur Guðmunds- son, eigandi West Ham, fari meira að skipta sér að rekstri félagsins með beinum hætti. Eggert Magnússon hefur minnkað við sig hjá West Ham og kemur ekki lengur að daglegum rekstri. Hann verður áfram stjórnarformaður og er farinn á fullt að skipuleggja byggingu á nýjum og stórum heimavelli.Dómstóll ÍSÍ dæmdi á föstudag hinn 18 ára gamla dansara, Jón Eyþór Gottskálks- son, í sex mánaða keppnisbann en Jón Eyþór féll á lyfjaprófi sem var tekið á landsmóti UMFÍ í sumar. Honum er jafnframt óheimilt að gegna trúnaðarstörf- um fyrir ÍSÍ, sambandsaðila ÍSÍ eða félög og deildir innan þeirra til 31. janúar 2008. Jón Eyþór ku vera fyrsti dansarinn sem fellur á lyfjaprófi á Íslandi eftir því sem Fréttablað- ið kemst næst. Jón Eyþór kom hreint fram í málinu og játaði að hafa reykt kannabis í fyrsta og eina skiptið kvöldið fyrir keppni á Landsmót- inu. Hann kom af hreinskilni fram við félag sitt, sem er dansfélagið Hvönn, og játaði að loknu prófinu að möguleiki væri á því að hann félli á því sökum kannabisreykinganna. Dansari féll á lyfjaprófi Sænska kvennalandsliðið komst ekki í átta liða úrslitin á HM í Kína þrátt fyrir 2-1 sigur á Norður-Kóreu í lokaleik sínum í riðlinum. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir sænska liðið sem komst í úrslitaleikinn á síðasta HM sem fram fór 2003. Bandaríkin unnu riðilinn eftir 1-0 sigur á Nígeríu sem rak lestina. Með þessu er ljóst að Þýskaland mætir Norður-Kóreu og Bandaríkin spila við England í átta liða úrslitunum. Þær sænsku sátu eftir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.