Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 10
Meðalbiðtími eftir
félagslegri íbúð í Reykjavík er 21
mánuður, miðað við fyrri hluta
ársins.
Þar, eins og annars staðar á höf-
uðborgarsvæðinu, eru umsækj-
endur metnir eftir því hversu sár
neyð þeirra er. Þannig gengur til
að mynda tekjulítið fólk með mörg
börn oftast fyrir.
Reykjavíkurborg býður upp á
fleiri félagslegar íbúðir en öll hin
sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu til samans. Miðað við
höfðatölu eru einnig mun fleiri
félagslegar íbúðir í höfuðborginni
en í nágrannasveitarfélögum.
Á hverja þúsund íbúa eru til
reiðu rúmlega 16 félagslegar íbúð-
ir í Reykjavík og er bætt við 100
íbúðum á ári. Í Kópavogi eru þær
305, eða tæplega 11 á hverja þús-
und íbúa. Kópavogsbær kaupir 20
íbúðir árlega í þessa þágu.
Í Garðabæ, með 9.613 íbúa, eru
14 íbúðir, eða 1,45 fyrir hverja
þúsund íbúa. Fimm einstaklingar
bíða félagslegs húsnæðis í Garða-
bæ og er meðalbiðtími á bilinu eitt
til tvö ár.
Til samanburðar er meðalbið-
tími í Mosfellsbæ sex til tólf mán-
uðir, en þar bíða sjö.
Rúmlega 220 félagslegar íbúðir
eru í Hafnarfjarðarbæ. Þar teljast
tæplega 60 manns á biðlista vera í
brýnni þörf. Starfsmenn hjá
félagsþjónustu Seltjarnarness
treysta sér ekki til að giska á með-
albiðtíma en taka fram að enginn
sem bíði sé á götunni.
Í Álftanesi er skortur á leigu-
húsnæði. Bæjarstjórinn þar segir
að síðasta sumar hafi vantað þrjár
félagsíbúðir. Umsækjendum hafi
verið veitt aðstoð til að leigja á
almennum markaði.
Í neyðartilfellum hefur fólk á
Álftanesi verið aðstoðað til að
leigja í öðrum sveitarfélögum, en
Sigurður Magnússon bæjarstjóri
segist ekki sætta sig við slíkt
ástand. Sveitarfélagið eigi að geta
séð fyrir eigin fólki.
„Markmið okkar er að auka
framboð leiguhúsnæðis, svo leysa
megi húsnæðisvanda fólks hér
innan sveitar. Annað er óforsvar-
anlegt,“ segir hann.
Í Kjósarhreppi með rúmlega
180 íbúa hefur aldrei verið þörf
fyrir félagslegar íbúðir. Þar var
þó einu sinni sótt um húsaleigu-
bætur og fékk viðkomandi náms-
maður þær greiddar.
„Ásakanir þess efnis
að Kate og Gerry McCann hafi
skaðað dóttur sína Madeleine á
nokkurn hátt eru jafn fáránlegar
og þær eru fjarstæðukenndar,“
sagði talsmaður McCann-hjón-
anna á blaðamannafundi í Bret-
landi í gær. „Þær væru hlægileg-
ar ef málið væri ekki svo
alvarlegt.“
Fundurinn var tilraun fjölskyld-
unnar til að binda endi á getgátur
og sögusagnir um málið og sögðu
þau að athygli fólks ætti frekar að
beinast að því að finna týndu stúlk-
una. „Það eru fullkomlega eðlileg-
ar ástæður fyrir hverju því sem
lögreglan hefur fundið við rann-
sókn sína,“ sagði talsmaðurinn,
Clarence Mitchell.
Kate og Gerry hafa stöðu grun-
aðra í rannsókn portúgölsku lög-
reglunnar á málinu, eins og hefur
áður komið fram. Þau hafa alla tíð
neitað því að tengjast hvarfi
þriggja ára dóttur sinnar úr hótel-
herbergi á Algarve-svæðinu í
byrjun maí.
Fram hefur komið í portúgölsk-
um fjölmiðlum að rannsóknarlög-
reglumenn þarlendis vilji yfir-
heyra hjónin á ný. Mitchell sagði
enga beiðni um slíkt hafa borist
frá yfirvöldum í Portúgal, en hjón-
in héldu aftur heim til Englands 9.
september.
Fáránlegt og fjarstæðukennt
Forsvarsmaður
áhrifamikils fransks verkalýðsfé-
lags sagði Nicolas Sarkozy Frakk-
landsforseta ætla sér að breyta
eftirlaunakerfi of miklu og of
hratt og hvatti til verkfalls 13. okt-
óber.
Sarkozy kynnti í gær viðamikl-
ar breytingar á meðal annars eft-
irlaunakerfinu í Frakklandi. Hann
sagði að viðræður við verkalýðs-
félög um framkvæmd breyting-
anna myndu hefjast strax.
Félagslega kerfið í Frakklandi
er vinnuletjandi, sagði Sarkozy.
Hann ætlar einnig að breyta lögum
um 35 stunda vinnuviku þannig að
launþegar geti annaðhvort fengið
hærri laun fyrir lengri vinnuviku,
eða fengið frí á móti kjósi þeir það
heldur.
Sarkozy ræddi breytingar á eft-
irlaunakerfinu og vinnuvikunni
nú þegar umræður um breytingu
á innflytjendalögum eru að hefj-
ast í Frakklandi. Meðal fyrirhug-
aðra breytinga á innflytjendalög-
um sem kynntar hafa verið eru
kröfur um frönskupróf fyrir inn-
flytjendur, og um að DNA-próf
sanni skyldleika innflytjenda við
fólk búsett í Frakklandi.
Verkalýðsforingi
hótar verkfalli
Meðalbiðtími eftir félags-
legri íbúð er 21 mánuður
Reykjavík býður hverjum þúsund íbúum upp á 16 félagslegar íbúðir, en fjórða stærsta sveitarfélagið á höf-
uðborgarsvæðinu, Garðabær, einungis 1,45 íbúðir á hverja þúsund íbúa. Á Álftanesi er engin félagsleg íbúð.
Vorið 2008 munu
aðildarríki Evrópusambandsins í
Austur-Evrópu taka fullan þátt í
Schengen-
samstarfinu
og hefur
undanfarið
verið unnið að
því að veita
löndunum
aðgang að
nauðsynlegum
gagnabönkum.
Þetta var
meðal þess
sem rætt var á ráðherrafundi um
Schengen-málefni sem fram fór í
Brussel í gær. Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra sat fundinn
fyrir Íslands hönd, að því er fram
kemur í tilkynningu frá dóms-
málaráðuneytinu.
Schengen-samstarfið gengur út
á aukið eftirlit á ytri landamær-
um ríkjanna en minna eftirlit með
ferðum fólks á milli landa innan
Schengen-svæðisins.
Austur-Evrópa
inn í Schengen
Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, sæmdi
dr. Jack Ives riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu í gær. Orðuna
fékk Ives fyrir rannsóknir á
náttúru landsins og samvinnu við
íslenska fræðimenn.
Dr. Jack Ives hefur stundað
rannsóknir á Íslandi í hálfa öld,
meðal annars í Skaftafellsþjóð-
garði, Öræfum og á íslenskum
jöklum. Bók eftir hann, Skaftafell
in Iceland, þar sem fjallað er um
þúsund ára sögu Skaftafells,
kemur út á þessu ári. Bókin er
helguð fjörutíu ára afmæli
þjóðgarðsins, segir í fréttatil-
kynningu.
Dr. Jack Ives
veitt fálkaorða