Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 2
Viðskiptaráðuneytið
hefur í undirbúningi breytingar á
lögum um verslunaratvinnu en í
væntanlegu frumvarpi verða sér-
staklega lagðar til breytingar á
söluferli listaverka á listmuna-
uppboðum og listaverkasölum.
Lagt er til að seljandi mynd-
verka geri kröfu um eigendasögu
listaverka sem selja má.
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri segir allar breytingar
sem miði að því að tryggja að
fölsuð verk gangi ekki kaupum og
sölum til hins betra. „Rétt er að
gera allt sem miðar að því að
tryggja rétta upprunasögu lista-
verka og reyna að stemma stigu
við verslun með fölsuð verk. Að
minnsta kosti þarf að búa tryggi-
lega þannig um hnútana að þau
verk sem eru þekktar falsanir
gangi ekki kaupum og sölum sem
ófölsuð listaverk.“
Nokkur umræða vaknaði eftir
málverkafölsunarmálið svokall-
aða um hvernig mætti koma í
veg fyrir að svipuð mál kæmu
upp að nýju. Hæstiréttur sýkn-
aði í maí 2004 tvo menn, Pétur
Þór Gunnarsson og Jónas Frey-
dal Þorsteinsson, af því að hafa
falsað og látið falsa fjölda mál-
verka og höfundarmerkingu
þeirra og með því blekkt við-
skiptavini á listauppboðum, og í
verslun Gallerís Borgar, til að
kaupa verk á fölskum forsend-
um. Héraðsdómur hafði áður
dæmt þá í skilorðsbundið fang-
elsi og til greiðslu bóta. Málið er
eitt það umfangsmesta sem farið
hefur í gegnum íslenskt dóms-
kerfi og nam kostnaðurinn við
rannsókn og málsmeðferð tugum
milljóna króna.
Áslaug Thorlacius, formaður
Sambands íslenskra myndlistar-
manna, er ánægð með breyting-
arnar en leitað var til sambands-
ins þegar starfshópur á vegum
menntamálaráðherra og viðskipta-
ráðherra fjallaði sérstaklega um
hvernig væri hægt, með laga-
breytingum, að koma í veg fyrir
að fölsuð málverk kæmust í
umferð og þau seld á uppboðum
og í galleríum. „Þetta er gott fyrir
íslenska myndlist,“ sagði Áslaug.
Knútur Bruun, lögmaður Sam-
bands íslenskra myndlistarmanna,
fagnar breytingunum og segir
þær tímabærar. „Þetta eru tíma-
bærar breytingar og vonandi
tryggja þær að nýtt málverkaföls-
unarmál komi ekki upp aftur. Það
var skaðlegt fyrir íslenska menn-
ingu en því betur hefur tekist, með
samstilltu átaki, að bæta fyrir
skaðann.“
Jakob Falur, eruð þið orðnir
leiðir á þessum pillum?
Krafist eigendasögu
listaverka til sölu
Stefnt er að lögfestingu þess að seljendur listaverka krefjist eigendasögu lista-
verka sem eru til sölu. Allar breytingar sem tryggja það að fölsuð málverk gangi
ekki kaupum og sölum sem ófölsuð eru til hins betra, segir ríkislögreglustjóri.
Hlutabréf í breska bankanum Nort-
hern Rock hækkuðu á ný í gær eftir að breska
stjórnin hafði lofað að ábyrgjast innistæður við-
skiptavina hans. Engu að síður stóðu margir við-
skiptavinir í röðum fyrir utan útibú bankans til að
taka út sparifé sitt af ótta við hugsanlegt gjaldþrot
bankans.
Ríkisstjórn Gordons Brown hefur haft sig mjög í
frammi til að koma á ró í kringum bankann og
breski seðlabankinn greip til þess ráðs að kaupa
verðbréf fyrir 4,4 milljarða punda til að styrkja
markaðinn.
„Ástandið er undarlegt og óvenjulegt. Það er erf-
itt að setja lög um traust,“ segir Callum McCarthy,
formaður breska fjármálaeftirlitsins. Hann sagði
það órökrétt af viðskiptavinum bankans að halda
áfram að taka út fé sitt.
„Ég veit ekki enn þá hvað við gerum við pening-
ana, en ég treysti ekki því sem stjórnin segir,“ sagði
Doria Watson, sem stóð í biðröð ásamt eiginmanni
sínum og um það bil fimmtíu öðrum viðskiptavinum
Northern Rock fyrir utan útibúið í Kingston-upon-
Thames fyrir opnun í gærmorgun. „Við vorum
hérna í gær en þá var okkur sagt að við ættum enga
möguleika á að komast inn, þannig að við komum
aftur í dag og munum bíða eins lengi og þarf.“
Breska ríkið kemur til bjargar
Um fjögur þúsund
hektarar lands eru notaðir undir
kornrækt á Íslandi sem munu
skila um það bil 14 til 16 þúsund
tonna uppskeru af korni í ár.
Kornrækt hefur aukist mjög að
umfangi síðustu ár en til saman-
burðar var árið 1995 ræktað korn
á um 500 hekturum.
Mest er ræktað af byggi og er
það notað að miklum hluta sem
fóður fyrir kýr og svín en í mjög
litlum mæli til manneldis.
Fjallað er um kornrækt og
kornskurðarvélar í sérblaði um
vinnuvélar sem fylgir Fréttablað-
inu í dag.
Kornuppskeran
eykst ár frá ári
Borgarstjórn Reykja-
víkur samþykkti í gær að unnin
verði sérstök hjólreiðaáætlun
fyrir borgina með það að mark-
miði að gera hjólreiðar að
fullgildum samgöngukosti.
Áætlunin verður tvískipt.
Annars vegar að taka til stefnu-
mótunar aukið aðgengi hjólafólks,
en hins vegar verður um að ræða
framkvæmdaáætlun til nokkurra
ára þar sem gera á grein fyrir
einstökum verkefnum og
fjármögnun þeirra.
Árni Þór Sigurðsson, borgar-
fulltrúi Vinstri grænna, bar
tillöguna upp, og var hún
samþykkt með öllum greiddum
atkvæðum. Þetta var síðasti
borgarstjórnarfundur Árna, sem
kjörinn var á þing í vor.
Láta gera hjól-
reiðaáætlun
Stuðningur er við það
innan samgöngunefndar Alþingis
að hætta við smíði fyrirhugaðrar
Grímseyjarferju. Samgöngunefnd
Alþingis fór til Grímseyjar í gær
og ræddi við heimamenn og kynnti
sér aðstæður í eynni. Fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins í nefndinni
eru ósammála en Árni Johnsen
vill að hætt verði við smíði skips-
ins en Ármann Kr. Ólafsson og
Ólöf Nordal vilja halda áfram með
málið og klára það.
Málefni Grímseyjarferju hafa
verið mikið deiluefni síðan Ríkis-
endurskoðun gagnrýndi harkalega
hvernig staðið var að kaupum á
skipinu og viðgerðum á því. Var
það mat Ríkisendurskoðunar að
fjármunum ríkisins, um 500 millj-
ónum króna, hafi verið ráðstafað í
trássi við lög þar sem heimild hafi
ekki verið fyrir fjárveitingu í
verkefnið.
Ólöf Nordal, fulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins í nefndinni, leggst
gegn því að smíði ferjunnar verði
hætt. „Kjarni málsins er sá að
þetta er vandi Grímseyinga og við
þurfum að leysa málið fyrir þá.“
Árni Johnsen, fulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins í nefndinni, lýsti því
yfir í samtali við Stöð 2 í gær að
skipið væri „samsafn af vanda-
málum“ og „ekki boðlegt“.
„Þetta er ekki eina málið á sviði
samgöngumála sem Árni Johnsen
hefur aðra skoðun á en við,“ sagði
Ólöf um yfirlýsingu Árna.
Ekki náðist í Steinunni Valdísi
Óskarsdóttur, formann samgöngu-
nefndar, í gær.
Sjálfstæðismenn ósammála
Íslensk erfðagreining mun
bjóða almenningi að senda lífsýni
sín til fyrirtækisins og fá í
staðinn greiningu á um hálfri
milljón breytilegra svæða í
erfðamengi sínu. Með hugbúnaði
geti fólk þannig reiknað út líkur á
mismunandi sjúkdómum og
kannað uppruna sinn nánar.
Kári Stefánsson, forstjóri
fyrirtækisins, sagði að líklega
verði opnað fyrir þessa þjónustu
fyrir almenning í október. Þetta
kom fram í viðtali í þættinum
Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í
gær. Ekki sé komið á hreint
hversu mikið þessi þjónusta muni
kosta, en hún verði ekki ódýr.
Sjúkdómslíkur
reiknaðar út
Kviðdómur sem
kveða átti upp úr um sekt eða
sýknu í dómsmáli bandaríska
upptökustjórans Phil Spector
tilkynnti dómara í gær að ekki
hafi tekist að ná samkomulagi
um niðurstöðuna innan kvið-
dómsins.
Kviðdómurinn hefur reynt að
komast að niðurstöðu frá 10.
september án árangurs. Verjandi
Spectors krafðist í gær frávísun-
ar á málinu vegna þessa, en
dómari hafnaði því.
Spector er sakaður um að hafa
orðið leikkonunni Lönu Clarkson
að bana árið 2003. Hann segir að
Clarkson hafi framið sjálfsvíg.
Ósamkomulag í
kviðdóminum