Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 32
„Ég hef lengi haft áhuga á þorskastríð-
um. Ekki síst af því að afi minn, Guðni
Thorlacius, var í Landhelgisgæslunni
frá stríðsárunum fram á sjöunda ára-
tuginn,“ segir Guðni Th. Jóhannesson
sagnfræðingur. Hann er höfundur ný-
útkominnar bókar um fiskveiðideilur
Breta á Norður-Atlantshafi á árunum
1948-1964. Guðni var við nám í Bret-
landi frá 1998-2003 og bókin er dokt-
orsritgerð hans, aðeins aukin og end-
urbætt og kemur út á ensku. „Bretar
stóðu í stappi við Íslendinga, Norð-
menn, Sovétmenn og Dani en mestur
var hasarinn milli okkar og Breta því
hér voru mikilvægustu miðin og hér
voru líka stjórnvöld tregust til að gefa
eftir,“ segir hann.
Guðni kveðst hafa leitað fanga í
skjalasöfnum víða um heim og talað
við fjölda manns sem tóku þátt í átök-
unum. Hvað skyldi honum hafa þótt at-
hyglisverðast? „Það kom mér á óvart
hversu mikill áherslumunur var innan
breska stjórnkerfisins á því hvern-
ig taka ætti á fiskveiðideilunum. Þar
voru margar skoðanir uppi. Ágrein-
ingur um aðferðir var líka mikill hér
heima því stjórmálamenn vildu gjarn-
an semja en þorðu það ekki af ótta við
innanlandsálitið.“
Guðni kveðst hafa fengið vissa
samúð með Bretunum. „Auðvitað var
geysilegt hagsmunamál fyrir Íslend-
inga að fá full yfirráð yfir miðunum
en saga landhelgismálsins hér er hálf-
gerð helgisaga þar sem við sjáum fyrir
okkur einhuga þjóð í baráttu við ofur-
eflið. En málið er miklu flóknara. Það
snerist ekki bara um hina góðu Íslend-
inga og slæmu Breta,“ segir hann.
Þar sem bók Guðna er doktorsrit-
gerð lýtur hún öllum þeim fræðilegu
kröfum sem gerðar eru til slíks verks.
„Ritgerðin er ekki skrifuð með hinn
almenna lesanda í huga. Hins vegar
stendur til að skrifa sögu þorskastríða
Íslendinga og landhelgismálsins á ís-
lensku. Hún verður miklu skemmti-
legri,“ segir Guðni og bætir við: „Þessi
nær líka bara til tólf mílna deilunnar
en ekki hinna hörðu átaka á áttunda
áratugnum.“
„Maður á í raun ekki heim-
ili fyrr en maður eignast
börn og það heimili mótast
af börnunum.“
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Guðmundur Valur
Guðmundsson
Safamýri 13, Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
fimmtudaginn 13. september. Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju fimmtudaginn 20. september kl. 11.00.
Vilhelmína K. Magnúsdóttir
Magnús Már Guðmundsson Sigurbjörg Sigurðardóttir
Sigrún Guðmundsdóttir Kjartan Ingvason
Níels Rafn Guðmundsson Sigrún Arnardóttir
Njáll Hákon Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabarn.
90 ára afmæli
Sigmann
Tryggvason
sjómaður og smiður frá Hrísey, er
níræður í dag. Manni er nú til heimilis
að Jöklagrunni 2, dvalarheimilinu
Hrafnistu, Reykjavík.
Ástkær bróðir okkar,
Kristján Ari Guðmundsson
lést þann 10. september á Landspítalanum. Jarðarförin
hefur farið fram í kyrrþey. Okkar innilegustu þakkir
til starfsfólks Lungnadeildar Landspítalans fyrir góða
umönnun.
Systkini og frændfólk
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn
15. september. Útförin fer fram föstudaginn
21. september kl. 15.00 í Fossvogskirkju.
Jónas Gústafsson
Hulda S. Gústafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, amma og langamma,
Guðrún Jóhanna Einarsdóttir
Laugarnesvegi 84,
Ókeypis tónleikar í Central Park
Ástkær eiginmaður minn, faðir og sonur,
Konráð Þórisson
Móaflöt 37, Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ
fimmtudaginn 20. september kl. 15.00. Blóm og krans-
ar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er
bent á Bandalag íslenskra skáta og Slysavarnafélagið
Landsbjörg.
Vala Dröfn Hauksdóttir
Oddný Þóra Konráðsdóttir
Oddný Dóra Jónsdóttir