Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 22
Hún er finnsk og frískleg og
heitir fullu nafni Laura Kuvaja
en kallar sig Laukki. Hefur
víða farið en kann best við sig
á Íslandi, þar sem hún á sína
eftirlætisstaði.
„Ég kom fyrst hingað til Íslands
2003 og dvaldi mest í Hveragerði,
þar sem ég var sjálfboðaliði á
heilsustofnuninni. Það var besta
árið í lífi mínu,“ segir Laukki glað-
lega. „Síðan var ég í burtu í fjögur
ár og dvaldi í Finnlandi, Þýskalandi
og Hollandi. Það var í Þýskalandi
sem ég fann hvað ég saknaði
Íslands. Þar eru borgirnar svo stór-
ar og fjölmennar og það á ekki við
mig. Mun betur leið mér í Lapp-
landi, þar sem ég dvaldi eitt sinn í
tólf mánuði. En þegar ég frétti
skyndilega að ég gæti fengið vinnu
í Hótel Skaftafelli í sumar var ég
fljót að taka ákvörðun. Það var
mjög mikið að gera en ég naut
vinnunnar því ég gat notað þau
tungumál sem ég kann, ensku,
þýsku og sænsku, en móðurmálið
finnskuna gat ég bara notað
þrisvar. Svo er líka gaman að vera
í fallegu umhverfi eins og í Skafta-
felli.“ Laukki kveðst þó líta á
Hveragerði sem perlu Íslands en
nefnir líka Landmannalaugar, Snæ-
fellsnes, Þórsmörk og jarðböðin
við Mývatn sem stórkostlega staði.
Nú hafa skólabækurnar tekið
völdin hjá Laukki því hún nemur
landfræði við Háskóla Íslands. Við-
talið er tekið í Odda og þó að Laukki
búi nærri Fréttablaðinu þiggur hún
ekki far heim því leiðin liggur á
bókasafnið til að lesa. „Ég á í smá
vandræðum með að skilja íslensk-
una í tímum en ef ég er búin að lesa
kaflana áður, gengur það betur,“
segir hún brosandi. „Það versta
var að fullbókað var í íslensku-
deildina fyrir erlenda nemendur
svo ég komst ekki þar inn. En ég
stefni á að vera hér tvö ár í land-
fræði. Ég verð bara að vera dugleg
og fljót að læra.“
Laukki lýkur miklu lofsorði á
bekkjarfélagana og segir þá með
afbrigðum hjálpsama. „Íslending-
ar eru svo vinalegir við útlendinga
og það er létt að tala við þá. Mér
finnst líka sú lífsspeki Íslendinga
sem felst í orðunum „þetta redd-
ast“ og „ekkert mál“ dálítið
skemmtileg. Finnar eru formfast-
ari, feimnari og hljóðari. En nú
hefnist mér fyrir það hvað ég var
löt að læra íslensku fyrsta árið sem
ég var hér. Þá hélt ég að ég kæmi
aldrei aftur og ég hefði enga þörf
fyrir að kunna þetta mál. Nú er
annað komið á daginn.“
Hveragerði perla Íslands
Alpaklúbburinn ætlar að
kynna starfsemi sína í kvöld
á efri hæð Klifurhússins að
Skútuvogi 1g.
„Nú á að breiða út fagnaðarerind-
ið og fræða alla sem hafa áhuga á
fjallamennsku um starfsemi Alpa-
klúbbsins,“ segir Freyr Ingi
Björnsson glaðlega þegar forvitn-
ast er um kynningarkvöldið. Hann
segir klúbbinn að sjálfsögðu snú-
ast mest um klifur og fjallaferðir
og í kvöld verði sýndar fjórar
stuttar myndir, ein af hverri eftir-
talinna greina: ísklifri, klettaklifri,
fjallaskíðamennsku og fjalla-
mennsku. Þó tekur hann fram að
klúbburinn sé ekki bara fyrir ein-
hverja ofurhuga. Hann ætti að
vita það þar sem hann kveðst titl-
aður formaður.
„Við höldum meira saman að
vetrinum en á sumrin,“ segir hann.
„Á veturna er meiri tími fyrir
námskeið og samverustundir.
Menn sýna hver öðrum myndir
sem þeir hafa tekið bæði hérlend-
is og erlendis og fram undan eru
námskeið í vetrarfjallamennsku,
kletta- og ísklifri, fjallaskíða-
mennsku og fjallgöngum.“
Ekki bara ofurhugar
Þeir sem vilja kynnast Berlín
betur geta farið í skipulagðar
gönguferðir með leiðsögn um
borgina.
Á vefsíðunni http://www.berlin-
walks.de má finna upplýsingar um
fimm mismunandi gönguferðir
með leiðsögn sem hægt er að fara
um höfuðborg Þýskalands. Í
gönguferðunum má meðal annars
fræðast um Potsdam, gamla gyð-
ingahverfið, þriðja ríkið, Berlín-
armúrinn og Brandenburgarhlið-
ið.
Allar ferðirnar fimm eru farnar
daglega og sumar nokkrum sinn-
um á dag. Hægt er að panta ferðir
og greiða fyrir þær á síðunni en
það er ekki nauðsynlegt og því
alveg nóg að mæta bara þangað
sem lagt er af stað. Einnig er hægt
að panta ferðir sérstaklega fyrir
hópa, hvort sem þeir eru litlir eða
stórir.
Fótgangandi
í Berlín
23.800
Vika í Danmörku
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
Ford Fiesta eða sambærilegur
522 44 00 • www.hertz.is
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
frá
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
E
R
3
69
19
0
4/
07
Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi
Viltu sei’eikkað?
Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg
Bloggaðu með
símanum!
Hvar sem er og
hvenær sem er!