Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 4
www.lyfja.is - Lifið heil
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
Y
F
3
89
96
0
9.
20
07
Acidophilus Bifidus + FOS
Mjólkursýrugerlar, góðir fyrir meltinguna.
Champignon DETOX + FOS og Spirulina
Hreinsaðu líkamann – eyðir óæskilegri lykt.
Milk Thistle DETOX
Hreinsaðu líkamann að innan.
Psyllium Husk Fibre
Rúmmálsaukandi, gott fyrir
meltinguna.
30% afsláttur
af Vega vítamínum
Frestað hefur verið um
óákveðinn tíma skráningu hluta-
bréfa Straums-Burðaráss fjár-
festingabanka í evrur í Kauphöll
Íslands sem átti að eiga sér stað á
morgun, 20. september. Frestunin
er til komin vegna athugasemda
sem Seðlabanki Íslands sendi
Verðbréfaskráningu Íslands síð-
asta föstudag og varða tilhögun á
uppgjöri verðbréfa í evrum.
„Ákveðið var að taka athuga-
semdir og ábendingar Seðlabank-
ans til gaumgæfilegrar skoðun-
ar,“ segir Þórður Friðjónsson,
forstjóri Kauphallarinnar, og
bætir við að „á öllum bæjum“ sé
fullur vilji til að leysa málið.
„Þetta eru lagaleg formsatriði
sem fara þarf yfir.“
Í fréttatilkynningu Verðbréfa-
skráningar, Kauphallar og
Straums, kemur fram að það sé
sameiginleg ákvörðun þeirra að
fresta skráningunni. Undanfarna
mánuði hefur staðið undirbúning-
ur að því að hefja viðskiptin og
ferlið auglýst í Lögbirtingablaði
og dagblöðum. Til stóð að Lands-
bankinn annaðist tímabundið
greiðsluuppgjör viðskiptanna og
Seðlabanki Finnlands væri tilbú-
inn að taka að sér það hlutverk.
Þórður segir rétt að unnið hafi
verið að undirbúningi evruskrán-
ingarinnar í nokkra mánuði í sam-
ráði við alla aðila, þar á meðal
Fjármálaeftirlit og Seðlabankann.
„Og auðvitað hefði verið æskilegt
ef þetta hefði komið upp fyrr í
ferlinu, en taka verður á hverju
máli þegar það kemur upp,“ segir
hann og bætir við að lengd frest-
unarinnar fari dálítið eftir því
hvað skoðunin leiði í ljós. Hann
segir þó stefnt á að málinu verði
lokið á skömmum tíma enda þýð-
ingarmikið að fá á því lausn.
„Grafið getur verulega undan
markaðnum ef ekki er hægt að
veita þessa þjónustu hér heima.
Þá er einfaldlega hætt við því að
innlend félög sem telja hagsmun-
um sínum til framdráttar að gera
upp og skrá hlutabréf sín í evrum
skoði aðrar leiðir ef ekki er hægt
að finna lausn á þessu.“
„Frestunin breytir í engu
ákvörðun okkar um að færa hluta-
fé okkar í evrur, enda þjónar það
langtímahagsmunum hagsmuna-
aðila bankans,“ segir Jóhanna
Vigdís Guðmundsdóttir, forstöðu-
maður samskiptasviðs Straums.
Að óbreyttu verður Straumur því
fyrsta kauphallarfélagið hér til að
skrá hlutabréf í annarri mynt en
krónum. Fleiri félög hafa lýst
áhuga á að fara sömu leið án þess
að um það hafi verið tekin form-
leg ákvörðun enn. Nú síðast upp-
lýsti Kaupþing um ráðagerðir í
þessa átt, en í hópnum eru einnig
félög á borð við Marel, Össur og
Exista.
Evruskráningu í
Kauphöll frestað
Frestað hefur verið skráningu hlutabréfa Straums í evrum í Kauphöllinni vegna
síðbúinna athugasemda Seðlabankans. Verði ekki hægt að veita þjónustuna
grefur það undan markaðinum hér, segir forstjóri Kauphallarinnar.
Frestunin breytir í engu
ákvörðun okkar um
að færa hlutafé okkar
í evrur, enda þjónar það lang-
tímahagsmunum hagsmunaaðila
bankans.
Rússneski kaup-
sýslumaðurinn Andrei Lugovi,
sem breska lögreglan hefur
grunaðan um morðið á Alexander
Litvinenko í vetur, verður í öðru
sæti á lista Frjálslynda lýðræðis-
flokksins í þingkosningum í
Rússlandi í byrjun desember.
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn
er flokkur þjóðernissinnans
Vladimirs Sjivinovskis, sem
hefur vakið heimsathygli fyrir
öfgakenndar og herskáar
yfirlýsingar sínar.
Annað sæti listans gefur
Lugovoi eiga mjög góðar líkur á
að ná kjöri, og þar með myndi
hann njóta þinghelgi gegn
saksókn.
Kominn á lista
hjá Sjirínovskí
Piltur á grunnskóla-
aldri handleggsbrotnaði í
austurborg Reykjavíkur í gær
þegar hann féll af þaki fyrirtæk-
is. Talið er að hann hafi verið að
príla á þakinu, að því er kemur
fram á fréttavef lögreglunnar.
Annar drengur slasaðist þegar
hann datt af girðingu sem hann
gekk ofan á í Kópavogi. Hann var
fluttur á slysadeild.
Maður á miðjum aldri slasaðist
síðan þegar stálplata lenti á fæti
hans meðan hann var við vinnu.
Honum var komið undir læknis-
hendur.
Príl á þaki og
girðingagangur
Aldrei hafa fleiri
ökumenn verið teknir undir áhrif-
um ávana- og fíkniefna við akstur
en í ágúst síðastliðnum. Þá voru
samtals 98 teknir vegna brota af
þessu tagi, sem þýðir að 3,2 slík
brot voru skráð að meðaltali á degi
hverjum í ágúst.
Þetta kemur meðal annars fram
í afbrotatölfræði Ríkislögreglu-
stjóra fyrir ágúst 2007.
Fjöldi þeirra ökumanna sem
hafa verið teknir við akstur undir
áhrifum fíkniefna það sem af er
árinu nálgast nú fjórða hundrað-
ið.
Fíkniefnabrotum fækkaði um
38 prósent milli ára í ágúst 2006 og
2007. Þau voru 169 talsins í síðasta
mánuði. Hraðakstursbrotum hefur
á hinn bóginn fjölgað verulega
milli ára. Í ágúst síðastliðnum
voru þau 4.711 en það eru 35 pró-
sentum fleiri brot en í fyrra. Þar
eiga hraðamyndavélar í höfuð-
borginni, Hvalfjarðargöngum og
Hvalfjarðarsveit drjúgan hlut að
máli. Má rekja um 50 prósent
skráðra hraðakstursbrota í ágúst-
mánuði til hraðamyndavéla í land-
inu.
Lögreglustjórinn á
Vestfjörðum hefur óskað eftir því
við Fjórðungssamband Vestfirð-
inga að komið verði á samstarfs-
nefnd milli lögreglunnur á
Vestfjörðum og sveitarfélaga í
fjórðungnum. „Þetta kom fram af
minni hálfu strax í vor en ég
sendi ekki inn formlegt erindi
vegna þessarar beiðni fyrr en nú
á haustmánuðum. Það er líka
verið að vinna að þessum málum
af hálfu ríkislögreglustjóra í
samvinnu við Samband íslenskra
sveitarfélaga,“ segir Kristín
Völundardóttir, lögreglustjóri á
Vestfjörðum.
Samkvæmt lögreglulögum skal
vera samstarfsnefnd um málefni
lögreglunnar í hverju umdæmi en
henni er ætlað að vera vettvangur
fyrir samskipti og samvinnu
lögreglu og sveitarfélaga.
Óskar eftir
samstarfsnefnd
Maður um þrítugt
slasaðist alvarlega þegar hann
féll af bifhjóli á Fáskrúðsfirði í
gær. Hann ók hjólinu austur
Skólaveg þegar hann datt, rétt
fyrir klukkan fimm.
Maðurinn var fluttur með
sjúkrabifreið til Egilsstaða og
þaðan með sjúkraflugi til
Reykjavíkur þar sem hann var
lagður inn á slysadeild Landspít-
alans. Ekki er vitað um líðan hans
að svo stöddu.
Féll af bifhjóli á
Fáskrúðsfirði
Tillaga minnihluta
sjálfstæðismanna í bæjarstjórn
Álftaness um miðbæjarskipulag
var felld á bæjarstjórnarfundi í
gær. Lagt var til að unnið yrði úr
þeirri tillögu sem hlutskörpust
var í arkitektasamkeppni um nýtt
deiliskipulag og að bæjarbúar fái
að kjósa um framtíð miðbæjarins.
Guðmundur G. Gunnarsson,
oddviti Sjálfstæðisflokks, segir
það vonbrigði að meirihlutinn
skuli ekki hafa ljáð máls á því að
skoða hvort þetta geti orðið til
þess að friður skapist um
miðbæinn. Boðað verður til
fundar með bæjarbúum á
næstunni.
Tillögu hafnað
í bæjarstjórn