Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 30
Un d a n f a r -ið hafa
birst greinar í
Fréttablaðinu
um fyrirhug-
aðan nýjan veg
milli Þingvalla
og Laugarvatns. Ekki er allt rétt,
sem þar kemur fram. Eiginlega
er hér um að ræða tilfærslu á
vegarstæði þar sem hingað til
hefur verið notast við hinn 100
ára gamla kóngsveg, sem er að
öllu leyti alls ófullnægjandi veg-
arstæði fyrir bílaumferð. Pétur
M. Jónasson, vatnalíffræðingur,
hefur verið með harðan áróður
gegn lagningu þessa nauðsynlega
vegar og fullyrðir að Þingvalla-
vatn geti orðið fyrir skemmdum.
Við þekkjum öll þær stað-
reyndir að vegir liggja allt í
kringum vatnið og um þjóðgarð-
inn og eru orðnir flestir eld-
gamlir. Af hverju er þá vatnið í
lagi? Það er enga skemmd að sjá
þrátt fyrir mikla umferð í ára-
tugi. Pétur forðast að gefa á því
skýringar. Hamagangur Péturs
gegn þessari framkvæmd er alls
óskiljanlegur í ljósi þess að veg-
urinn mun liggja að mestu fjarri
Þingvallavatni. Hann kemur frá
Laugarvatni og mun liggja við
rætur Lyngdalsheiðar og tengj-
ast veginum, sem liggur að aust-
anverðu meðfram vatninu. Sá
vegur hefur verið umferðaræð
um langan tíma, marga áratugi.
Ég vil benda á að umræddur
vegur var og er hluti af hinum
vinsæla og fjölfarna Þingvalla-
hring: Reykjavík-Þingvellir-
Sogið-Hveragerði og svo til
Reykjavíkur um Hellisheiði.
Pétri hefur tekist að æsa ýmsa
menn upp, m.a. nokkra náttúru-
fræðinga. Búast mætti við að vel
menntaðir menn sæju í gegnum
slíkan hugarburð gamals manns.
Slæmt er þegar aðstoðarritstjóri
Fréttablaðsins fellur í þá gryfju
að taka undir með Pétri og rang-
túlkar legu nýja vegarins og
segir hann eigi að liggja með-
fram vatninu. Ekki er gæfulegt
fyrir Fréttablaðið að birta slíkt
bull í leiðara.
Öllu ömurlegra er að sjá skrif
Guðmundar Andra Thorssonar
um þessi mál í sama blaði 3. sept.
sl. Guðmundur virðist halda að
nú eigi að gera ógurlega hrað-
braut með allra þyngstu umferð
sem hugsast getur! Guðmund-
ur hallmælir Vegagerðinni og
stjórnendum hennar eins og þeir
einir beri ábyrgðina. Vegagerð-
in hefur þau verkefni að hanna
vegi og hefur í þessu tilviki tekist
vel upp að færa vegarstæðið frá
gamla kóngsveginum á heppi-
legri stað. Svo reynir Guðmund-
ur að fá umhverfisráðherrann til
að rifta umhverfismatinu og þar
með að gera þessu máli mikið
ógagn. Ég hvet ráðherrann til að
láta ekki verða af slíku og taka
raunsætt mið af raunveruleik-
anum. Mér finnst að Guðmund-
ur Andri Thorsson ætti að halda
sig við skáldskap og láta vera að
skrifa um alvörumálefni.
Í grein í Fréttablaðinu 31.08.
sl. vitnar blaðamaður í Umhverf-
isstofnun. Þar er fjallað um rask
og lýti. Um hvaða rask er stofn-
unin að tala? Var kóngsvegurinn
rask á sínum tíma? Ég efast stór-
lega um að Vegagerðin muni vaða
um svæðið eins og naut í flagi.
Ég sé ekki betur en að Vega-
gerðin gangi almennt vel um í
sínum framkvæmdum. Vega-
gerðin á þakkir skildar fyrir að
halda þessari vesældar leið sem
kóngsvegurinn er í eins þolan-
legu ástandi og unnt er. Lagning
þessa nýja vegar þolir ekki lengri
bið. Tafir hafa verið alltof mikl-
ar, m.a. vegna stífni og sérvisku
fyrri Þingvallanefndar og svo nú
vegna kærugleði Péturs M. Jón-
assonar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggð-
ar þarf betri samgöngur vegna
skylduverkefna. Ferðaþjónust-
an og rútubílaeigendur bíða í
óþreyju. Þessi vegur mun tengja
saman þekktustu ferðamanna-
staði á Suðurlandi. Bættar sam-
göngur á þessari leið mun létta
mjög á umferð um Suðurlandsveg
og Hellisheiði.
Höfundur er prentari.
Nú í vetur mun Sið-
mennt, Félag
siðrænna húm-
anista, halda
upp á 20 ára
afmæli Borgaralegrar ferming-
ar hér á landi. Fyrsti hópurinn
byrjaði í borgaralegri fermingar-
fræðslu síðla árs 1988 og voru 16
ungmenni fermd vorið 1989. Síðan
þá hafa um þúsund unglingar og
fjölskyldur þeirra kosið þennan
valkost og um 13.000 manns verið
viðstaddir athafnirnar. Undan-
farin ár hafa rífega 100 unglingar
verið í hverjum árgangi.
Á hverju ári sendir Siðmennt
lítinn A5 kynningarbækling til
um 4000 fjölskyldna með börn á
fermingaraldri til að upplýsa þau
um hvað Borgaraleg ferming sé
og hvernig hægt sé að skrá sig
ef þau hafa áhuga á að taka þátt.
Þetta hefur reynst besta leiðin til
að kynna fræðslunámskeið okkar
fyrir væntanlegum þátttakend-
um.
Borgaraleg ferming er val-
kostur fyrir þá sem t.d. eru ekki
reiðubúnir að strengja trúarheit
eða fyrir þá sem af öðrum ástæð-
um vilja ekki taka þátt í hefð-
bundinni kirkjulegri fermingu.
Tilgangur Borgaralegrar ferm-
ingar er að efla heilbrigð og far-
sæl viðhorf ungmenna til lífsins.
Þátttakendur rækta meðal ann-
ars með sér jákvæðni og ábyrgð-
arkennd gagnvart sjálfum sér
og samborgurum sínum. Ferm-
ingarámskeiðið samanstendur
af einni tvöfaldri kennslustund,
vikulega í samtals 12 vikur, fyrir
unglinga á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrir unglinga á landsbyggðinni
er í boði helgarnámskeið sem
stendur í tvær helgar og einnig er
boðið upp á fjarnám fyrir ferm-
ingarbörn sem búa erlendis. Þátt-
takendur læra margt gagnlegt
um hvað það er að vera fullorðin
og taka ábyrgð á eigin hegðun
og skoðunum. Meðal annars er
fjallað um mannleg samskipti,
gagnrýna hugsun, siðfræði, að
taka ákvarðanir, mismunandi
lífsskoðanir og lífsstíl, unglinga
í neyslu- og auglýsingasamfélagi,
fordóma og fjölmenningu, trúar-
heimspeki, samskipti unglinga
og fullorðinna, sorg og sorgar-
viðbrögð, ofbeldi og einelti, ham-
ingjuna og tilgang lífsins, sjálfs-
mynd og samskipti kynjanna og
skaðsemi vímuefna.
Að námskeiðinu loknu fer fram
falleg og virðuleg athöfn og taka
sum fermingarbörnin virkan þátt
í henni með tónlistarflutningi,
ljóðalestri og ávörpum. Einnig
kemur þekkt fólk úr íslensku sam-
félagi fram sem ræðumenn.
Sem formaður Siðmenntar tek
ég við símtölum fyrir skráningu
í Borgaralega fermingu. Eftir að
við hófum að senda út kynning-
arbæklinga árlega hefur stöku
foreldri hringt í mig, stundum
jafnvel á nóttunni, til þess eins
að tjá óánægju sína yfir því að
fá bæklinginn sendan heim. Því
miður hafa flestir þessir foreldr-
ar ekki rætt málin kurteislega
heldur hafa þeir fundið þörf fyrir
að vera með dónaskap og hótan-
ir í minn garð. Sumir hafa sagst
vera móðgaðir vegna þess að þeir
séu mjög trúaðir og túlka þennan
kynningarbækling sem persónu-
lega árás á sig. Ég undrast það
að fólk sem gefur sig út fyrir að
vera kristið og búa yfir kristnu
umburðarlyndi fer í vörn yfir upp-
lýsingum um aðrar lífsskoðanir,
en engin gagnrýni á önnur trúar-
brögð er að finna í bæklingi okkar.
Er það svo óöruggt um sína eigin
lífsskoðun? Sumir þeirra hafa
haldið því fram að það væri ólög-
legt að dreifa kynningarefni með
þessu móti. Staðreyndin er sú að í
frjálsu og lýðræðislegu samfélagi
mega félög og fyrirtæki senda
kynningarefni hverjum sem er.
Siðmennt hefur farið nákvæmlega
eftir reglum Hagstofu og ekki
sent þeim sem merkt er við þar
að vilji ekki fjölpóst. Ég er ekki
kristin en ég fæ oft í póstkassann
auglýsingar og kynningarefni frá
ýmsum kristilegum kirkjum og
trúarhópum. Þetta efni höfðar
alls ekki til mín en ekki dettur
mér í hug að hringja í presta eða
forstöðumenn þessara söfnuða og
æpa á þá eða hóta þeim! Ég bara
hendi þessu efni eins og ég geri
með auglýsingabæklinga í póstin-
um sem höfða ekki til mín.
Unglingar úr fjölskyldum sem
aðhyllast mörg mismunandi trú-
arbrögð hafa tekið þátt í Borg-
aralegri fermingu vegna þess að
námsefnið er óháð trú og trúar-
brögðum. Það er ekkert kennt í
námskeiði okkar sem er gegn trú
eða kristni.
Skráning í Borgaralega ferm-
ingu fyrir vorið 2008 er nú í full-
um gangi og á þessum tímapunkti
má þess geta að aldrei í 20 ára
sögu hennar hafa fleiri ungmenni
verið skráð en nú. Slagorð Sið-
menntar eru „það er dýrmætt að
eiga val“ og „Það er allt í lagi að
vera öðru vísi“.
Höfundur er formaður Siðmenntar
og stofnandi Borgaralegrar ferm-
ingar á Íslandi.
Fermingarfrelsi í tuttugu ár
Vegur milli Þingvalla og Laugarvatns
Unglingar úr fjölskyldum sem
aðhyllast mörg mismunandi
trúarbrögð hafa tekið þátt í
Borgaralegri fermingu vegna
þess að námsefnið er óháð trú
og trúarbrögðum.
Sen
du
sms
JA
SE
V á
nú
me
rið
1
900
og
þú
gæ
tir u
nni
ð b
íóm
iða
og
ma
rgt
flei
ra!
SMS
LEIKUR
99
kr
S
M
S.
V
in
ni
ng
ar
a
fh
en
tir
í
BT
S
m
ár
al
in
d,
M
eð
þ
át
tt
ök
u
er
t þ
ú
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b
Auglýsingasími
– Mest lesið