Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 38
www.SAMbio.is 575 8900
KEFLAVÍK
AKUREYRIÁLFABAKKA
SELFOSSIKRINGLUNNI
BRATZ THE MOVIE kl. 8 L
KNOCKED UP kl. 8 - 10:30 12
DISTURBIA kl. 10:10 12
BRATZ THE MOVIE kl. 6 L
VACANCY kl. 8 -10 12
ASTRÓPÍÁ kl. 6 L
VEÐRAMÓT kl. 8 - 10 14
MR. BROOKS kl. 5:30 - 8 - 10:30 16
MR. BROOKS kl. 8 - 10:30
BRATZ kl. 5:30 - 8 - 10:30 L
KNOCKED UP kl. 5:20 - 8 - 10:40 12
DISTURBIA kl. 8 - 10:30 14
ASTRÓPÍÁ kl. 6 - 8 - 10:10 L
ASTRÓPÍÁ kl. 6
RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:30 L
VIP
MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 16
BRATZ kl. 5:30 - 8 L
LICENSE TO WED kl. 6 - 8 7
ASTRÓPÍÁ kl. 6 L
BOURNE ULTIMATUM kl. 10 14
TRANSFORMERS kl. 10:30 10
MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 16
LICENSE TO WED kl. 8 7
BOURNE ULTIMATUM kl. 10:10 14
DIGITAL
VIP
Allir eiga sín leyndarmál.
Óvæntasti sálfræðitryllir ársins.
Mynd í anda Clueless
og Mean Girls.
Skemmtilegustu vinkonur í heimi eru mættar.
Ertu að fara að gifta þig?
Þá viltu alls ekki lenda í honum!!!
Drepfyndin gamanmynd með
hinum eina sanna Robin Williams
og ungstirninu Mandy Moore.
Langmest sótta myndin á Íslandi í dag
SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919
SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000
SÝNINGARTÍMAR GRÆNA LJÓSSINS
16
14
14
12
14
14
HAIRSPRAY kl. 5.50 - 8 - 10.20
KNOCKED UP kl. 8 - 10.20
BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 5.50
14
16
14
HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8 - 10.30
VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20
BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 6
ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10.10
BOURNE ULTIMATUM kl. 10.30
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
KL. 8 Sicko
KL. 10.30 Sicko
VACANCY kl.6 - 8 - 10
VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20
BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl.6
THE SIMPSONS MOVIE ENSKT TAL kl.6 - 8 - 10
-A.F.B. Blaðið
ÓHUGNANLEGASTI
SPENNUTRYLLIR ÁRSINS!
HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8 - 10.30
HAIRSPRAY LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30
VACANCY kl. 8 - 10
VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8
KNOCKED UP kl. 8 - 10.40
BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 4 - 6
THE SIMPSONS MOVIE ENSKT TAL kl. 3.45
THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45
RUSH HOUR kl. 5.50 - 10.20
EF ÞEIM TEKST EKKI AÐ SLEPPA ÞÁ
VERÐA ÞAU FÓRNARLÖMB Í
"SNUFF" MYND.
- L.I.B., Topp5.is
- bara lúxus
Sími: 553 2075
HAIRSPRAY kl. 5.30, 8 og 10.30 L
KNOCKED UP kl. 6 og 9 14
DISTURBIA kl. 5.45 og 10.20 14
THE BOURNE ULTIMATUM kl. 8 14
LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR
www.laugarasbio.is - Miðasala á
Hver segir að ekki sé hægt að
dusta rykið af íslenskum leikrit-
um og sýna þau aftur og aftur?
Sagan um stóru börnin sem þurfa
að fara að minnka til þess að verða
fullorðin er í fullu gildi, enda hug-
myndin um að hvolfa hefðbund-
inni tilveru alltaf góð. Það var
unun að horfa á litlu peysufata-
konuna og gaman að sjá hversu
sterk litla mamman var í fram-
göngu sinni en það er sagan um
félagana Guðmund og Finn sem
fangar athygli áhorfenda.
Þegar vissum gildum er snúið á
haus er nauðsynlegt frá fyrstu
stundu að komast að samkomulagi
við áhorfendur um að svona sé til-
veran. Hér var þetta innsiglað vel
í byrjun með því að risastór strák-
ur sté upp úr agnarlitlu húsi, eins
konar Gúlliver en samt ekkert
ógnvekjandi. Leikmynd Finns
Arnars Arnarssonar var einföld
en bráðsnjöll í smekklegri lýsingu
Björns Bergsteins Guðmundsson-
ar.
Dansatriðin voru í höndum
Ástrósar Gunnarsdóttur, sem er
nú orðin þaulreynd í að samhæfa
unga og aldna í ævintýrum á sviði,
og var lokadansinn skemmtileg-
astur.
Mörgum krökkunum þótti það
alveg ótrúlegt og botnuðu ekkert í
því hvernig aðalpersónan Guð-
mundur gat staðið öðrum megin á
sviðinu, inni í herberginu sínu, og
æpt svo út um gluggann hinum
megin. Einkar vel til fundinn
áhættuleikur sem féll vel í kram
áhorfenda. En hver var hinn eigin-
legi markhópur?
Þegar börn leika fyrir börn eru
þau í ákveðnum stellingum. Þegar
börn leika fyrir fullorðna eru þau
í öðrum stellingum. Þegar full-
orðnir og börn sameinast í leik
getur samleikurinn oft orðið hár-
fín jafnvægisganga, það eru agn-
arlítil atriði sem geta orðið að svo
miklu ósamræmi. Börnin léku öll
vel, en hugsanlega hefði það gert
heildaryfirbragðið betra ef í
sumum atriðum hefði verið dregið
aðeins úr tali þeirra og þau látin
tjá sig fremur með hreyfingum í
stað þess að þylja langar setning-
ar sem komust ekki alveg til skila,
enda virtust þau ekki skilja alveg
sjálf hvað þau voru að segja.
Gói átti salinn. Guðjón Davíð
Karlsson kann listina að fetta sig
og bretta, snúa upp á sig og detta
þannig að ungviðið tístir og orgar
og vill fá meira að sjá og heyra.
Nýliðinn Hallgrímur Ólafsson,
sem fór með hlutverk gleraugna-
gámsins Finns sem lét sig hverfa
vegna leiðindanna heima fyrir,
skilaði einnig hlutverki sínu vel.
Einkum voru geiflurnar góðar
þegar hann var að verða blindur
vegna þess að gleraugun voru svo
skítug. Pabbi Finns var trúverðug-
ur leiðindaskarfur, Magnús Ingi
Birkisson hvíldi einstaklega vel í
hlutverki sínu. Kristín Þóra Har-
aldsdóttir lék gelgjusysturina
Dagnýju og má segja að hún hafi
verið best sniðin að nútímanum
hvað hreyfingar og talsmáta varð-
ar, með sterka og góða nærveru án
þess að yfirleika.
Búningar Maríu Ólafsdóttur
sögðu vel sína sögu inni í sakleys-
islegum gervum Rögnu Fossberg
þar sem bæði langafi og litla
peysufatakonan báru náttúrlega
af sem svona uppáhaldsmyndir í
litlu dúkkuhúsi.
Að deyja úr hungri er hollt og gott
Hljómsveitin Sigur Rós
frumsýnir heimildar-
mynd sína, Heima, hinn
27. september á Alþjóð-
legu kvikmyndahátíðinni.
Freyr Bjarnason ræddi
við trommarann Orra Pál
Dýrason um gerð myndar-
innar.
Heimildarmyndin var tekin upp á
tónleikaferð Sigur Rósar um Ísland
síðasta sumar, þar sem þeir spiluðu
á tíu stöðum á tveimur vikum. Á
meðal viðkomustaða voru Ásbyrgi,
Kárahnjúkar, Djúpavík og Klambr-
atún í Reykjavík, þar sem um þrjá-
tíu þúsund manns horfðu á.
Heima hlaut frábærar viðtökur á
forsýningu fyrir blaðamenn sem
var haldin á Akureyri. Ritstjóri
breska tímaritsins Q sagði mynd-
ina eina af fimm bestu tónlistar-
myndum sögunnar og eru það
ekki slæm meðmæli svona rétt
fyrir frumsýningu. „Þegar maður
er búinn að vinna að henni svona
lengi, og þá sérstaklega síðasta
mánuðinn, þá var maður alveg
búinn að missa sjónar á því hvort
hún væri góð eða slæm. Það er
rosalega gott að fá góð viðbrögð.
Það er góður bónus því maður var
orðinn svolítið stressaður,“ segir
Orri Páll Dýrason.
Að sögn Orra hafði þá félaga í
Sigur Rós alltaf langað að endur-
taka leikinn síðan þeir fóru í tón-
leikaferð um Ísland árið 1999.
Ákváðu þeir því að slá tvær flugur
í einu höggi með því að halda
ókeypis tónleika og gera mynd í
leiðinni. „Það er gott að við gerð-
um það því annars hefði þetta
orðið hefðbundin tónlistarmynd,
sem við vildum ekki því okkur
finnst flestar tónlistarmyndir
frekar leiðinlegar. Við höfum
verið að byggja upp þetta form á
tónleikum í mörg, mörg ár með
Amiinu-stelpunum og brassband-
inu og sjónræna þættinum. Við
vildum skrásetja það á filmu og
eftir það gætum við farið að gera
eitthvað alveg nýtt.“
Orri segir að eftirminnilegustu tón-
leikarnir hafi verið í Djúpavík þar
sem þeir spiluðu í gamalli verk-
smiðju fyrir framan þrjú hundruð
manns. „Það var alveg frábært því
það búa bara fimm þar allt árið,“
segir hann og hlær. „Þarna var bara
fólk í sumarfríi sem vissi að eitt-
hvað væri að gerast þarna. Það var
fullt af fornbílum þarna inni, svolít-
ið illa förnum, og alls konar gamlar
vélar og drasl. Þetta var mjög „ind-
ustrial“ umhverfi í algjörri niður-
níðslu. Það var mikið líf þarna á
Djúpavík einu sinni en það hefur
örugglega ekkert verið um að vera
þarna síðan verksmiðjan hætti.“
Sigur Rós var nýkomin úr fjórtán
mánaða tónleikaferð um heiminn
til að fylgja eftir plötu sinni Takk
þegar hún ákvað að spila hér
heima. Orri segist ekkert hafa
verið minna stressaður fyrir tón-
leikana hér heldur en fyrir fram-
an þúsundir manna erlendis. „Ég
er alltaf jafnstressaður fyrir tón-
leika en ætli ég sé ekki aðeins
meira stressaður þegar fólk er
alveg svona ofan í manni. Þegar
ég hef verið að spila fyrir framan
5.000 manns eða fleiri er alltaf
einhver fjarlægð því maður sér
ekki nein andlit. Hérna heima sá
maður svipbrigði fólks og allt. Það
var gaman að hafa svona
nálægð.“
Eftir að Heima verður frumsýnd í
Háskólabíói verður hún sýnd á
kvikmyndahátíðum víða um heim
í næsta mánuði. Orri og félagar
verða þá á faraldsfæti til að kynna
myndina en eftir það ætla þeir að
halda áfram með næstu plötu sína.
Upptökur eru þegar hafnar og
vonast þeir til að ljúka verkinu á
skemmri tíma en nokkru sinni
fyrr, eða í byrjun næsta árs.
Almennar sýningar á Heima
hefjast í Háskólabíói 5. október og
hefst forsala 25. september. Með-
fram myndinni verður gefin út
tvöfalda platan Hvarf-Heim sem
hefur að geyma áður óútgefið og
órafmagnað efni frá Sigur Rós.