Fréttablaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 1
Fimmtudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í júlí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 38% B la ð ið M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið D V 37% 69% 5% D VV D V DD nýir bílarFIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 Umhverfisvænar vélar Allir Saab-bílarnir fást nú með etanólvél. BLS. 2 Afar ánægð með nýja leðurjakkann sinn Umhverfisvænt í fyrirrúmi ÚTS ALA ÚTS ALA ÚTSALA ÚTSALA BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag þegar þú átt gott skilið H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA - 0 7- 08 82 Nýtt bragð! Seðlabanka Íslands og Kauphöllina greinir á um hvernig túlka beri lög um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Samkvæmt heimildum blaðsins túlkar Seðlabankinn lögin sem svo að honum einum sé heimilt að „taka við innlánum frá reiknings- stofnunum sem aðild eiga að verðbréfamiðstöð og annast efnda- lok viðskipta þeirra með verð- bréf“ eins og það er orðað í lögunum. Túlkun Kauphallar var hins vegar sú að þótt Seðlabankan- um væri skylt að annast þá þjónustu væri sú kvöð ekki lögð á fjármálastofnanir að verða að leita til bankans. Greinir á um túlkun laga Guðlaugur Þór Þórð- arson heilbrigðisráðherra ætlar að leggja niður framkvæmda- nefnd um byggingu nýs háskóla- sjúkrahúss og færa verkefnið annað. Þetta staðfesti Guðlaugur Þór við Fréttablaðið í gærkvöld en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Alfreð Þorsteinsson, sem hefur verið formaður, hættir þar af leið- andi afskiptum af byggingu sjúkrahússins. „Ég ræddi við ráð- herra í síðustu viku og hann til- kynnti mér að hann ætlaði sér að gera breytingar. Ég veit ekki í hverju þær felast. En vinnan í nefndinni hefur gengið vel og er á áætlun.“ Áætlað er að heildarkostnaður við byggingu nýs sjúkrahúss verði á milli 50 og 60 milljarðar króna. 490 milljónir hafa þegar verið lagðar til verksins, 1.500 milljónir renna til þess á næsta ári og svo fjórir milljarðar árlega næstu ár á eftir. Fyrsta áfanga á að vera lokið 2013 og framkvæmdum að fullu lokið 2018. Leggur Alfreðsnefndina niður Tveimur mönnum var bjargað eftir að bátur þeirra steytti á skeri út af Álftanesi á tíunda tímanum í gærkvöldi. Mennirnir slösuðust ekki við strandið. Björgunarsveitarmenn fóru á þremur björgunarbátum á strandstað. Þegar Fréttablaðið fór í prentun um klukkan 23 í gærkvöldi voru björgunarmenn komnir um borð í bátinn og töldu þeir líklegt að hægt yrði að draga hann á flot, enda hefði enginn leki komið að bátnum. Tveimur mönn- um bjargað Um hundrað björgunar- sveitarmenn leituðu fram eftir kvöldi að manni sem féll í Sogið til móts við bæinn Bíldsfell í gær. Leitin hafði engan árangur borið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Leit var hætt í ánni og úr lofti um hálf tíu vegna myrkurs en leita átti fram eftir nóttu með hundum. Tildrög slyssins voru þau að feðgar við veiðar, 26 og 53 ára, höfðu vaðið djúpt út í ána þegar sonurinn missti fótanna. Faðirinn reyndi að koma honum til bjargar en flaut þá sjálfur upp. Sá þriðji í hópnum, bróðir föður- ins, óð í land eftir aðstoð. Veiði- menn á vestari bakka árinnar settu út bát og björguðu syninum úr ánni, en faðirinn fannst ekki. Árni Þorvaldsson var einn þeirra sem kom syninum til hjálp- ar. „Hann náði að halda sér á floti meðan við kölluðum út bát sem var á Bíldsfelli rétt hjá,“ segir hann. „Þetta var orðið mjög tæpt þegar við náðum drengnum upp, hann gat varla staðið í fæturna. Þá hafði hann verið í ánni í klukku- tíma eða svo.“ Árni segir botninn þar sem feðg- arnir stóðu vera lausan í sér, og það hafi trúlega valdið því að þeir misstu jafnvægið. „Áin er ekki mjög straumhörð þar sem þeir voru en hins vegar allt að tveggja metra djúp.“ Alls tóku níu björgunarsveitir þátt í leitinni. Hópar gengu með- fram árbökkunum, tólf bátar voru notaðir og þyrla Landhelgisgæsl- unnar leitaði úr lofti. Kafarar leit- uðu einnig mannsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni barst tilkynningin um slysið klukkan fimm, og voru björgunarsveitir samstundis kallaðar út. Sonurinn var fluttur á sjúkra- hús í Reykjavík en var ekki talinn í lífshættu. Hann var þó kaldur og hafði fengið vatn ofan í sig. Umfangsmikil leit að manni í Soginu Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn leituðu manns á sextugsaldri sem féll í Sogið síðdegis í gær. Sonur hans, sem einnig féll í ána, bjargaðist við illan leik. Stjórnvöld í Súdan ætla að höfða mál á hendur Amnesty International fyrir ærumeiðingar vegna ásakana um pyntingar. Samtökin segja að átta menn, sem sakaðir eru um að hafa skipulagt valdarán, hafi verið beittir hörðu ofbeldi. Þeir eru sagðir stjórnmálamenn og fyrrverandi yfirmenn úr hernum. Stjórnvöld hafa ekki gefið út ákærur né birt gögn sem benda til sektar mannanna. Neita alfarið sök
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.