Fréttablaðið - 20.09.2007, Side 4
www.lyfja.is - Lifið heil
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
Y
F
3
89
96
0
9.
20
07
Acidophilus Bifidus + FOS
Mjólkursýrugerlar, góðir fyrir meltinguna.
Champignon DETOX + FOS og Spirulina
Hreinsaðu líkamann – eyðir óæskilegri lykt.
Milk Thistle DETOX
Hreinsaðu líkamann að innan.
Psyllium Husk Fibre
Rúmmálsaukandi, gott fyrir
meltinguna.
30% afsláttur
af Vega vítamínum
Meira en helmingur
kvenna sem kusu í þingkosningun-
um í vor kaus vinstriflokka, og
hefur hlutfallið ekki verið hærra í
áratugi, segir Einar Mar Þórðarson,
stjórnmálafræðingur hjá Félagsvís-
indastofnun Háskóla Íslands.
Þetta er meðal niðurstaðna
íslensku kosn-
ingarannsóknar-
innar, en Ólafur
Þ. Harðarson,
prófessor við
Háskóla Íslands,
hefur gert slíkar
rannsóknir frá
árinu 1983. Þar
er kosningahegð-
un landsmanna
greind í síðustu
sjö alþingiskosningum.
„Það er athyglisvert að sjá að
kvennafylgið hefur verið að færast
til vinstri,“ segir Einar Mar. Í kosn-
ingunum 2007 kusu 53 prósent
kvenna vinstriflokka, en 35 prósent
karla. Munurinn á kynjunum var 18
prósentustig, og hefur ekki verið
meiri á þeim árum sem rannsókn-
irnar ná til.
Árið 1983 kaus svipað hlutfall
karla og kvenna vinstriflokka, 42 og
43 prósent, en síðan hafa leiðir skil-
ið, karlar styðja nú síður vinstri-
flokka en fylgi kvenna við þá hefur
aukist.
Skýringarnar á mismunandi
kosningahegðun kvenna og karla
eru margvíslegar, segir Einar Mar.
Svo virðist sem konur séu hallari
undir sterkara ríkisvald og öflugt
velferðarkerfi en karlar.
„Fyrsta skýringin sem manni
dettur í hug er að í íslensku samfé-
lagi bera konur ennþá meiri ábyrgð
á heimilum og börnunum,“ segir
Einar Mar. Vinstri flokkarnir hafi
einnig tekið jafnréttismálin upp á
sína arma, og þegar konur sæki út á
vinnumarkaðinn en virðist ekki
njóta réttinda og launa á við karl-
menn myndist eftirspurn eftir þeim
sem tala rödd kvenna.
Rannsóknir sýna einnig að konur
eru hallari undir umhverfisvernd
en karlar, og áhersla Samfylkingar
og Vinstri grænna á umhverfismál
hefur því höfðað frekar til kvenna
en karla, segir Einar Mar.
Helmingur kvenna
kaus vinstriflokka
Hlutfall kvenna sem kusu vinstriflokka komst í fyrsta skipti yfir 50 prósent í
alþingiskosningum í vor. Heldur fleiri karlar kusu vinstriflokka en í kosningun-
um 2003 en bilið milli kynjanna jókst engu að síður talsvert milli kosninga.
Hagsmunasamtök
kráareigenda í miðborginni voru
stofnuð á fundi í gær. Tæplega
hundrað manns mættu, segir
Ragnar Ólafur Magnússon,
eigandi skemmtistaðarins Óliver,
sem situr í stjórn samtakanna.
„Veitingahúsamenn ætla að
styðja hver annan í þessu ferli
sem hófst með orðum lögreglu-
stjóra fyrir nokkrum dögum,“
segir hann. „Við ætlum að gæta
hagsmuna okkar og eigna.“
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins, hefur
sagst vilja stytta afgreiðslutíma
skemmtistaða í miðbænum þannig
að þeir loki klukkan tvö.
Verja hagsmuni
kráareigenda
Meirihluti fjárlaga-
nefndar Alþingis er sammála Rík-
isendurskoðun um að mörg þeirra
vandamála sem komu upp við
endurnýjun Grímseyjarferju
megi rekja til ófullnægjandi
undirbúnings og skorts á form-
festu þegar ákvarðanir um auka-
verk voru teknar. Einnig að gerð
kostnaðaráætlunar, útboðslýsing
og eftirlit skuli hafa verið á sömu
hendi.
Meirihlutinn vill að reglur um
flutning fjárheimilda milli verk-
efna og milli ára verði gerðar
skýrari en nú er og að þess verði
gætt að kostnaður við endurbætur
verði framvegis færður á stofn-
kostnaðarliði en ekki sem rekstrar-
framlög.
Drög að skýrslu fjárlaganefnd-
ar um málið voru lögð fram á fundi
hennar í gær en þar sem stjórnar-
andstaðan gat ekki fellt við sig við
þau var afgreiðslu málsins frestað
þar til í dag.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins vill stjórnarandstaðan
beina sjónum að framkvæmda-
valdinu en ekki því að reglur séu
óskýrar.
„Það náðist ekki samstaða um
sameiginlega niðurstöðu og málið
verður tekið upp á fundi á morgun
[í dag],“ sagði Gunnar Svavarsson,
formaður fjárlaganefndar, en vildi
að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Nefndin hefur haldið nokkra
fundi um málið og fengið til sín
gesti sem að því koma.
Skýrari reglur og breytt verklag
Lík konu fannst í bifreið
á Nýja-Sjálandi fyrir utan heimili
fjölskyldu þriggja ára stúlku sem
fannst á lestarstöð í Ástralíu á
laugardaginn eftir að faðir
hennar hafði yfirgefið hana þar.
Fréttavefur BBC greinir frá
þessu.
Lögregla vildi ekki staðfesta að
líkið væri af 27 ára móður
stúlkunnar en hafði áður lýst yfir
áhyggjum af öryggi hennar þar
sem tilkynningar um heimilisof-
beldi höfðu áður borist frá þessu
heimili.
Lögregla leitar föðurins sem er
kínverskur ríkisborgari.
Lík fannst við
heimili barnsins
Öflug bílsprengja
varð sjö manns að bana í Beirút,
höfuðborg Líbanons, í gær.
Sprengjan var ætluð Antoine
Ghanem, 64 ára þingmanni sem
hliðhollur er stjórnvöldum. Hann
lést í sprengingunni.
Ghanem er sá áttundi í röðinni
af þekktum andstæðingum
sýrlenskra stjórnvalda sem er
myrtur í landinu frá árinu 2005.
Líbanskur ráðherra sagði ljóst
að verið væri að losa sig við
þingmenn meirihlutans sem er
andsnúinn stjórnvöldum í
Sýrlandi. Yfir 20 manns særðust í
árásinni.
Líbanskur þing-
maður myrtur
Nefbrot, brotnar tennur,
skurðir í andliti og fleiri meiðsl
eru afleiðingar fjögurra líkams-
árása. Málin hafa verið þingfest
fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Í fyrsta málinu barði maður
annan, þar sem hann sat í bíl, og
nefbraut hann. Í næsta máli sló
maður annan með hnefahöggi,
þannig að brotnaði upp úr fjórum
tönnum, fórnarlambið fékk glóð-
arauga og sár í munn.
Þriðja ákæran er vegna rúm-
lega tvítugs manns sem sló annan
með glasi. Sá fékk fjölmarga
skurði í andlit. Í fjórða málinu
réðst maður á sambýliskonu sína
og slasaði hana talsvert.
Nefbrot, sár og
brotnar tennur