Fréttablaðið - 20.09.2007, Side 8
Danska lögreglan
hefur fundið gullhornin tvö sem
stolið var á mánudaginn af safni
í bænum Jelling á Jótlandi. Tvær
konur og tveir karlar voru
handtekin í gær, grunuð um aðild
að ráninu.
Gullhornin eru tveggja alda
gamlar eftirlíkingar af gullhorn-
um frá bronsöld. Upprunalegu
hornunum var stolið árið 1802.
Þar var að verki skuldugur
gullsmiður, sem bræddi þau og
steypti úr þeim falsmyntir. Hann
náðist.
Gullhornin eru venjulega
geymd í Þjóðminjasafninu í
Kaupmannahöfn, en höfðu verið
lánuð á víkingasýningu í Jelling,
litlu þorpi sem áður var höfuð-
staður norrænna manna í
Danmörku.
Stolnu gull-
hornin fundust
Jeppabifreið var
ekið á stein fyrir framan
verslunarmiðstöð í Hafnarfirði í
fyrrinótt. Tveir voru í bílnum
en ekki liggur fyrir hvor ók.
Þeir eru grunaðir um að hafa
verið undir áhrifum vímuefna.
Lögregla segir að hefði bíllinn
ekki lent á steininum sé líklegt
að hann hefði endað inni í
verslunarhúsinu.
Það sem af er vikunni hefur
ekki liðið sú nótt að ekki hafi
ökumaður verið tekinn úr
umferð, grunaður um akstur
undir áhrifum fíkniefna eða
lyfja.
Ökumaður í
vímu ók á stein
Hvaða fyrirtæki þurfti að
fresta skráningu hlutafjár í
evrum á dögunum?
Hver segist hafa verið rekinn
úr knattspyrnuliði FH eftir
viðtal við Fréttablaðið?
Hvað heitir ný heimildar-
mynd Sigur Rósar?
Aukinn áhugi á lífrænu eldsneyti eins
og etanóli sem orkugjafa fyrir bíla, og ríkisstyrkir
til framleiðslu á etanóli, hafa leitt til umtalsverðra
verðhækkana á matvælum, að því er fram kemur í
nýlegri skýrslu Efnahags- og þróunarsamvinnu-
stofnunar Evrópu (OECD).
Ávinningur af notkun lífræns eldsneytis á bíla er
ekki nægur til að gera það að fýsilegum valkosti,
segir í skýrslu OECD. Áhersla á etanól-framleiðslu
geti valdið skorti á matvælum, en etanól er meðal
annars framleitt úr maís.
Lagt er til að ríkisstyrkir til framleiðslu etanóls
verði felldir niður, og reynt að hemja kolefnisút-
blástur með því að skattleggja útblásturinn.
Áhugi á lífrænu eldsneyti mun ennfremur setja
pressu á enn frekara skógarhögg á þeim svæðum
sem henta til ræktunar, og þar með gæti ávinningur
umhverfisins af þessu umhverfisvænna eldsneyti
orðið minni en til stóð.
Bent er á það í skýrslu OECD að aðeins ákveðnar
framleiðsluaðferðir etanóls séu vænlegar, í öllum
tilvikum séu aukaafurðir sem til falli nýttar, svo
sem sykurreyr í Brasilíu. Aðrar aðferðir gætu þegar
upp er staðið haft meiri umhverfisáhrif en brennsla
bensíns og olíu.
Etanól ekki fýsilegur kostur
Ráðherra málefna
fyrrum Austur-Þýskalands
varaði í gær við því að hægri-
öfgum yxi ásmegin í sam-
bandslöndunum fimm sem
áður tilheyrðu Austur-Þýska-
landi.
Ónóg reynsla af lýðræði og
gagnrýninni kennslu á þýskri
sögu hefur leitt til „skorts á
grundvallar lýðræðissannfær-
ingu“ og „hægriöfga-viðhorf-
um“ sem hefur gert hægriöfga-
flokkum kleift að festa rætur
að sögn ráðherrans, Wolfgangs
Tiefensee.
Mikil aukning hefur orðið í
árásum tengdum hægri öfgum
í Þýskalandi undanfarið, þar á
meðal hjá nýnasistum, og er
hægriöfgaflokknum NPD
kennt um.
Varar við hægri-
öfgum í austri
„Lögmannafélagið
skortir heimildir til að grípa inn í
mál sem þessi,“ segir Ingimar
Ingason, framkvæmdastjóri
Lögmannafélags Íslands, um
málefni lögfræðings sem
grunaður er um að hafa leitað á
börn. Í fréttaskýringaþættinum
Kompási á Stöð 2 í fyrrakvöld var
fjallað um mál lögfræðings sem
grunaður er um að hafa brotið
kynferðislega á börnum. Réttað
verður í máli mannsins í næstu
viku en á meðan mál hans hefur
verið í rannsókn hefur hann
sjálfur varið aðra menn sem
grunaðir eru um barnaníð og
meðal annars setið við skýrslu-
töku á barni í Barnahúsi.
„Þetta er slæm staða sem við
höfum sem betur fer ekki lent í
áður. Ég vil samt að allt verði gert
til að koma í veg fyrir að svona
endurtaki sig,“ segir Ingimar.
Hann segir að eins og staðan sé
nú sé ekkert ákvæði sem gefi
heimild til að grípa inn í ef
svipaðar aðstæður og þær sem
Kompás fjallaði um koma upp.
Erfitt geti verið að útfæra slíkt
ákvæði en nauðsynlegt sé að
reyna að tryggja að siðferðislegir
árekstrar komi ekki upp séu
menn grunaðir um glæpi eða
ákærðir fyrir þá.