Fréttablaðið - 20.09.2007, Side 32

Fréttablaðið - 20.09.2007, Side 32
 20. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR2 fréttablaðið nýir bílar Saab hefur boðið upp á etan- ól-bíla í Svíþjóð síðastliðin tíu ár. Núna eru bílarnir komnir til Íslands og í vikunni var opnuð fyrsta etanól-eldsneytisstöðin. „Saab hefur mikla sérstöðu því allar tegundir bílanna fást með umhverfisvænum etanól-vélum sem hlíta svokallaðri „Bio Power“- tækni. Saab-framleiðendurnir eru fyrst og fremst flugvélafram- leiðendur og búa því yfir mörg- um tækninýjungum sem nýtast við þróun og framleiðslu á um- hverfisvænni bílum,“ segir Loft- ur Ágústsson, markaðsstjóri hjá Ingvari Helgasyni, sem flytur inn Saab-bílana á Íslandi. Hann segir Saab hafa byrj- að með etanól-vélarnar í Svíþjóð fyrir um tíu til fimmtán árum og nú eru þær komnar til Íslands. „Framboð af Saab með etanól- vélum eru okkar framlag til um- hverfisverndar. Eina vandamálið er bara að það er aðeins ein stöð hérlendis, sem var opnuð hjá Olís í Álfheimum í Reykjavík í vikunni. Þar er hægt að kaupa þetta eldsneyti og okkar von og trú er þess vegna að stjórnvöld hvetji fólk til að fjárfesta í umhverfisvæn- um bifreiðum, lækki tolla og sjái til þess að gott framboð verði á umhverfis- vænu eldsneyti. Að- gengi að eldsneytinu er forsenda fyrir breytingum til frambúð- ar,“ segir Karl Steinar Óskarsson, sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni. „Bio Power“-vélar eru smíðað- ar til notkunar á fjölþættu og um- hverfisvænu eldsneyti. Þær geta notað bæði venjulegt bensín og svokallað náttúruetanól sem í dag- legu tali er kallað E85 vegna hlut- fallanna sem er áttatíu og fimm prósent hreint etanól blandað við fimmtán prósent af hefðbundnu bensíni. Vélarnar draga úr útblæstri koltvíoxíðs sem nemur allt að sjö- tíu prósentum miðað við bíla með hefðbundnar bensínvélar og að sögn Karls Steinars sparar meðal- ökumaðurinn rúmlega þúsund lítra á ári. „Fólk er gríðarlega forvitið um aðra eldsneytisvalkosti og vill gjarnan leggja sitt af mörkum til náttúruverndar. Skoðanir öku- manna eru hins vegar lítið mót- aðar og þeir eru enn að gera upp við sig hvers konar tegund henti. Tvinnbíll, etanól-bíll og svo fram- vegis,“ segir Loftur sem bætir við að hestöflin verði jafn mörg og aksturseiginleik- ar jafn góðir með tilkomu etanól-vélanna. „Eina breytingin sem þarf að gera á vélbúnað- inum sjálfum eru ending- arbetri ventlar og ventla- sæti, auk þess sem þarf að bæta eldsneytiskerfið til að þola betur náttúruvæna etanólið, þar á meðal sjálfan eldsneytistankinn, dælur, eldsneytislagnir og tengi. Einnig geta ökumenn sem aka Saab með „Bio Power“-vélum einfaldlega notað bara bensín ef E85 náttúru- etanól er ekki tiltækt,“ segir Loft- ur. rh@frettabladid.is Nýir Saab fáanlegir með etanól-vélum Karl Steinar Óskarsson, sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni, við Saab 9-5 með etanól-vél. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í nóvember býður Hekla upp á umhverfisvænni Audi þegar A3 sportsback (e) kemur til landsins. „Hingað til hefur verið hægt að fá Audi A3 sportsback, en ekki þennan sérstaklega umhverf- isvæna. Núna er hann á leið- inni og við nafnið bætist e, sem stendur fyrir environmental eða umhverfisvænn,“ segir Guðmundur Ingi Gústavsson, vörustjóri Audi, hjá Heklu-um- boðinu. Nýi Audi-inn uppfyllir mengunarstaðla Evrópusam- bandsins sem taka gildi árið 2012 og að sögn Guðmundar er undirbúningur þegar hafinn hjá Audi. „Fólk sýnir mengunarvörn- um mikinn áhuga um þessar mundir og sérstaklega vegna aukinnar umræðu í fjölmiðl- um. Nýi Audi-inn nær lágmarki fyrir þessa nýju staðla, sem eru hundrað og nítján grömm af koltvísýringsútblæstri að meðaltali fyrir hvern ekinn kílómetra og fær þar af leið- andi frítt í níutíu mínútur í stöðumæla hjá Reykjavíkur- borg,“ segir Guðmundur sem mun afhenda þeim sem tryggja sér bílinn klukkuskífu sem er skráð á númer bílsins og geng- ur í stæði borgarinnar. Ásamt umhverfisvæna A3 sportsback er einnig væntan- legur Hybrid-bíll, eða tvinn- bíll sem kemur til landsins seinni hluta árs 2008. Sá er að sögn Guðmundar ólíkur öllum öðrum tvinnbílum. „Rafgeym- irinn gerir þennan bíl frá- brugðinn öllum öðrum tvinn- bílum því það er ekkert nikkel í honum. Sá málmur er eitt eitraðasta efni sem til er og það er bæði kostnaðarsamt og erfitt að brjóta það niður og eyða því,“ segir Guðmundur og bætir við: „Nýi Audi A3 sports- back e er svo með sótagnasíu eins og allir dísilbílarnir okkar, sem hefur mikið að segja fyrir hreinni útblástur og þar af leið- andi umhverfið í heild.“ Mengunarvarnir alltaf að aukast Nýir bílar njóta sín best þegar þeir eru hreinir og fínir. Á veturna er aukið álag á lakkið, vegna tjöru, bleytu og frosts ásamt salti á vegum. Og þess vegna er mikilvægt að bóna bílinn vel. Bónið gerir ekkert gagn á óhreinum bíl og einnig borgar sig að gera ráð fyrir þvotti og bóni einu sinni í mánuði yfir vetrartím- ann svo að bíllinn komi fallegur og heill undan vetri. Einnig er gott að þrífa bílinn vel að innan og jafnvel bera vatns- hrindandi efni á rúður. Þrífa rúðu- þurrkur, dekk og felgur með tjöru- hreinsi og smyrja þéttigúmmíin í hurðunum til þess að hurðirn- ar frjósi ekki fastar. Þetta þarf síðan að endurtaka reglulega fram á vor. Bónað og fínt Audi kemur með tvinnbíl á næsta ári með rafgeymi án nikkels. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.