Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.09.2007, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 20.09.2007, Qupperneq 36
 20. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR6 fréttablaðið nýir bílar Brimborg frumsýnir á næst- unni nýjan Ford Mondeo sem er kominn í glænýjan og betri búning. Hann er með stórbættan öryggisbúnað og skemmtilegar nýjungar í aukabúnaði. „Nýjasti Ford Mondeo árgerð 2008 er nýkominn og verður frumsýnd- ur fyrstu helgina í október. Þá tjöldum við öllu sem til er og verð- um með stórsýningu í Brimborg Reykjavík og á Akureyri,“ segir Gísli Jón Bjarnason, sölustjóri Ford hjá Brimborg Reykjavík. Nýjasta útgáfan af Ford Mondeo er gjörbreytt frá fyrir- rennara sínum og að sögn Gísla Jóns er nafnið eiginlega það eina sem þeir Ford-félagarnir eiga sameiginlegt í dag. „Nýi Ford Mondeo-inn er stærri og með vandaðri frágang að öllu leyti, ásamt því að allur öryggis- búnaður er mun betri og þróaðri,“ segir Gísli Jón og bætir við: „Það eru sex öryggispúðar í bílnum, sem er mikil nýjung. Þeir eru eins og venjulega í framsætinu en einnig á hliðum og fyrir hné öku- manns enda verða hnén oft fyrir hnjaski ef óhapp verður. Síðan eru sérstakar öryggisgardínur sem falla niður við hliðarárekstur og verja farþega í fram- og aftur- sæti.“ Annar nýr aukabúnaður sem Gísli Jón nefnir er nálægða- og hraðaskynjarar bæði að fram- an og aftan. Þeir vekja athygli á bílum sem nálgast og geta dregið úr hraða ef ökumaður til dæmis nálgast aðra bifreið sem keyrir hægar. Einnig eru halógen-aðalljós sem beygja með bílnum, lykla- laust aðgengi með starthnappi þar sem nóg er fyrir ökumann að vera með lykil í vasanum til að ræsa bílinn, útdraganleg gólf í farangursrými á skutbíls- útfærslunni. Þá má nefna Sony- hljómtæki fyrir sex diska, sólarvörn og regnskynjara í framrúðu, kælingu í hanskahólfi og ofnæmisprófuð áklæði, ásamt stillanlegri fjöðrun eftir aksturs- aðstæðum. Ford Mondeo er mikill fjöl- skyldubíll en að sögn Gísla Jóns er bílinn orðinn sportlegri og hópur- inn sem velur bílinn að yngj- ast. „Flestir vilja forvitnast um mengunarvarnir og eyðslu á elds- neyti þessa dagana. Þess vegna er einstaklega gaman að geta þess að bílinn stóð sig sig frábær- lega í stóra kappakstrinum sem fór fram á dögunum í tilefni Sam- gönguvikunnar. Síðan eru líka er- lend bílablöð farin að bera hann saman við mun dýrari bíla í lúxus- bílaflokki. Þar hefur hann verið að keppa við Mercedes Benz og staðið sig mjög vel,“ segir Gísli Jón og nefnir í því samhengi nafn- togaðan smekkmann sem ferðað- ist um á bílnum í Evrópu ekki alls fyrir löngu. „Daniel Craig keyrði á Ford Mondeo sem James Bond í nýj- ustu myndinni Casino Royale, á leið frá flugvellinum. Í tilefni myndarinnar varð einum erlend- um blaðamanni að orði að bíllinn væri svo fallegur að hann hefði fengið að leika í James Bond. Það er ansi gott,“ segir Gísli Jón hlæj- andi. rh@frettabladid.is Hentar jafnt fyrir njósnara sem fjölskyldur Nýjasti Ford Mondeo er með skemmtilegar nýjungar sem verða frumsýndar fyrstu helgina í október. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gísla Jóni Bjarnasyni sölustjóra Brimborg- ar finnst ekki verra að sjá Bond á Ford. gaman að Ford sérblað nýjir bílar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.