Fréttablaðið - 20.09.2007, Page 39

Fréttablaðið - 20.09.2007, Page 39
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 9nýir bílar fréttablaðið Vatnskassinn er ein af mikilvægustu líffærum bílsins. Því þarf að huga vel að honum, sérstaklega á þessum tíma árs þegar kalt er í veðri. Frostlögur- inn gegnir þar þýðingarmiklu hlutverki og einfalt er að láta fylgjast með frostþoli bílsins með því að biðja um þá þjónustu á bensínstöðvum. En frost- lögurinn ver líka innviði kælikerfisins fyrir tær- ingu og ryði og því er nauðsynlegt að skipta öðru hvoru alveg um á kassanum. Mismunandi frost- lögstegundir geta líka þolað hvor aðra mjög illa og dregið úr verndunarmætti blöndunar. -gun Ver vatnskassa skemmdum Rannsóknir sýna að langflest umferðarslys, eða um 90 prósent, verða vegna mistaka ökumanna. Þessi mistök verða vegna þess að ökumenn hafa ekki hug- ann við aksturinn af ýmsum ástæðum. Þreyta og syfja hafa oft áhrif. Nú hefur Volvo kynnt búnað sem ætlað er að sporna við syfju og athyglisbresti ökumanna. Þetta er í fyrsta sinn sem búnaður af þessu tagi er í fólks- bílum og nefnist hann „Driver Alert Control“. Þá hefur Volvo einnig kynnt búnað sem skynjar þegar bíllinn fer mjög nærri eða yfir akreinalínu án þess að honum sé stýrt þangað. Þá varar bíllinn ökumann- inn við. Þetta kerfi kallast „Lane Departure Warn- ing“. Hægt verður að fá þennan búnað saman í einum pakka sem nefnist „Driver Alert System“ eða viðvör- unarkerfi fyrir ökumann. Kerfið verður fáanlegt í lok þessa árs í Volvo S80, V70 og XC70. -hs Ýtir við þreyttum ökumönnum Volvo hefur kynnt búnað sem varar ökumann við. Þegar fjárfest er í nýjum bíl þá er eigandinn jafnan stoltur þegar hann brunar á honum um göt- urnar, splunkunýjum og glans- andi. Óskar þess jafnvel að hann geti haldist nýr og ferskur lengi á eftir. Því miður eldist bíll- inn og kíló- metrafjöld- inn eykst jafnt og þétt, ilm- urinn af nýja bílnum dofnar og loks er hann orðinn eins og gamall vinur. Ýmislegt er hægt að gera til þess að hjálpa bílnum að vera eins og nýr og eitt af því er að skipta reglulega um olíu og síur. Flestir bílaframleiðendur mæla með því að skipt sé um olíu og síur á átta til tíu þúsund kílómetra fresti eða sex mánaða fresti miðað við eðlilegan akstur en á vefsíð- unni autorepair.about.com er mælt með því að slíkt sé gert mun oftar, eða á 4 til 5 þúsund kílómetra fresti. Sé þetta gert frá því að bíll- inn er alveg nýr verður vélin leng- ur hrein og endist því betur. - sig Viðhald vélar Áður en sólelskandi aðdáendur VW Polo teygja sig í sólvörn og sólgleraugu ber að hafa í huga að þessi ofursvali Polo blæjubíll er enn bara hugmynd og líkan. Það var blæjubílasérfræðingurinn Karmann sem hannaði líkanið, en bíllinn sýnir margar nýjungar sem finna má í blæjubílum framtíðar. Mest áberandi er bílþak með sól- lúgu úr gleri, ef veðrið býður ekki upp á að taka þakið alveg niður. Pólóinn er einnig búinn Cabrio Ov- erhead Protection System (COPS) sem notar fasta rúlluslá aftan við aftursætin. Þessi öryggisþáttur styrkir bílinn nóg til að hægt sé að leggja aftursætin niður og bætir við mikilli hagkvæmni í þá tegund bíla sem vanalega tekur ekki til- lit til þess háttar rýmismöguleika. Farangursgeymslan er einnig að- gengilegri og stærri vegna snjalls upprúllanlegs afturglugga. Að innan er ferskur andvari tryggður þótt veðrið sé annað úti, en hann fæst gegnum fjögur rafleiðniljós í fóðri þaksins, sem einnig skapa umlykjandi birtu í bílnum. Polo blæjubíll Bíllinn er enn á hugmyndastigi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.