Fréttablaðið - 20.09.2007, Side 40
20. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR
Ssang Yong Kyron og Chevrol-
et Captiva fást báðir í Bílabúð
Benna. Benedikt Eyjólfsson
framkvæmdastjóri segir þá
báða mjög vel útbúna en þó á
afar viðráðanlegu verði.
„Við byrjuðum að flytja Ssang
Yong Kyron inn í maí á síðasta ári.
Hann fékk strax mjög góðar við-
tökur og var uppseldur fram til
áramóta,“ segir Benedikt. Hann
segir að á fyrsta árinu hafi Bíla-
búð Benna selt sjötíu bíla og það
sem af er þessu ári hafi tæplega
hundrað jeppar selst til viðbótar.
„Þetta er jeppi sem er byggður
á grind og með hátt og lágt drif,“
segir Benedikt og bætir við:
„Tollareglur á Íslandi eru þannig
að bílar sem eru með vélar í
stærðinni 1.999 rúmsentímetrar
og minni lenda í þrjátíu prósenta
tollflokki. Þessi bíll er þar því
vélin er tæplega tveir lítrar.“
Benedikt segir bílinn vera með
dísilvél sem skili 142 hestöflum.
„Það sem er enn betra er að hún
er 310 Newtonmetrar í togi,
þannig að vélin er töluvert afl-
mikil þótt hún sé ekki stór að rúm-
taki. Þetta gerir það að verkum
að við getum boðið sjálfskiptan
dísiljeppa á 31 tommu dekkjum
á 3.590.000 krónur,“ segir Bene-
dikt. Hann bendir á að inni í því
verði sé hraðastilling, loftkæl-
ing, dökkar rúður, sætahitarar og
fleira þannig að bíllinn er mjög
vel útbúinn.
„Kaupendurnir eru mjög
ánægðir og má segja að þeir séu
að selja fullt af bílum fyrir okkur
í dag því þeir senda vini sína og
kunningja til okkar að kaupa
bíla,“ segir Benedikt og brosir.
Chevrolet Captiva er líka með
mótor sem er innan við 2.000 rúm-
sentímetrar og því einnig í þrjá-
tíu prósenta tollflokki. „Yfir nítíu
prósent af Captivabílunum sem
við seljum eru sjö manna,“ segir
Benedikt. „Þarna bjóðum við
mjög ríkulega búinn bíl með loft-
kælikerfi, hitastýrt miðstöðvar-
kerfi, cruise control, stöðug-
leikakerfi, nálgunarvörn, dökkar
rúður, sjö sæta bíl með dísilvél og
sjálfskiptingu á 3.890.000,“ segir
Benedikt og segir skýringuna á
því vera að Chevrolet Captiva sé
í lægra tollþrepinu eins og Ssang
Yong Kyron-jeppinn.
„Við erum líka að ná feikna-
sölu á þessum bíl eða rúmlega
hundrað bíla á þessu ári þannig
að þessir bílar hafa heldur betur
slegið í gegn. Ég held að stóra
ástæðan sé sú að fólki finnst út-
litið smart, það er gott að ganga
um bílinn, hann er vel útbúinn og
á verulega hagstæðu verði,“ segir
Benedikt. sigridurh@frettabladid.is
Flottir og vel útbúnir
Chevrolet Captiva hefur selst í yfir
hundrað eintökum á þessu ári og hefur
slegið í gegn hjá Bílabúð Benna.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúðar Benna, segir Ssang Yong Kyron og Chevrolet Captiva gríðarlega vinsæla enda
vel útbúnir bílar á viðráðanlegu verði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ræsir hf. er með söluumboð
fyrir EVO bus, sem eru rútur frá
Mercedes Benz.
„Bílarnir sem við bjóðum upp á
kallast EVO bus. Þetta eru stærri
bílar til langferða frá Mercedes
Benz,“ segir Guðmundur Baldurs-
son, sölumaður hjá Ræsi ehf.
Bílarnir henta fyrir rútufyrir-
tæki, leiguakstur eða stórar fjöl-
skyldur og koma í öllum stærðum
og gerðum. Allt frá tíu sæta upp
í fimmtíu manna, bæði sex gíra
beinskiptir eða sjálfskiptir.
„Sá nýjasti er Mercedes Benz
sprinter 518 sem er með sex
sýlindra V dísilvél og er 84 hest-
öfl. Þessi tegund hefur verið nær
óbreytt síðan 1996. Síðan voru
gerðar einhverjar breytingar
árið 2001 og núna hafa verið gerð-
ar gagngerðar breytingar,“ segir
Guðmundur og bætir við: „Hann
er með loftfjöðrun að aftan, sem
hefur almennt ekki verið fáanleg
án sérpantana. Síðan er mótor-
inn nokkuð breyttur ásamt og gír-
kassanum. Auk þess sem hann
er með loftkælingu á toppnum
og kæling í öllum bílnum,“ segir
Guðmundur, sem segir bílinn
standast allar helstu mengunar-
varnir.
„Bíllinn stenst mengunar-
staðalinn Euro- 4 sem var sett-
ur í lög í fyrra. Einnig er hann
með þriggja punkta öryggisbelti
í öllum sætum sem er gríðarlega
jákvæð og mikilvæg þróun fyrir
stærri bíla,“ segir Guðmundur,
sem býst fyllilega við því að bílar
að þessari stærð muni nota elds-
neyti á borð við gas eða rafmagn í
framtíðinni. - rh
Annað eldsneyti í framtíðinni
Mercedes Benz-rúturnar standast fyllilega kröfur Evrópusambandsins um
mengunarvarnir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Smurþjónusta
fyrir allar gerðir bíla
Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla
Komdu með bílinn til okkar!
Frábær verð og góð þjónusta!
Alltaf heitt á könnunni!
Hjá Glófaxa færðu: Iðnaðarhurðir,
bæði sem flekahurðir og rúlluhurðir.
Iðnaðarhurðir, með gönguhurðum,
með eða án þröskulds. Í hurðunum
eru gluggar ísettir plastrúðum sem
rispast ekki.
Einnig fást eldvarnar- ,öryggis- og
bílskúrshurðir.
Ármúla 42• Sími 553-4236 / 553-5336
Fax 588-8336 • glofaxi@simnet.is
Iðnaðarhurð Rúlluhurð
Vörulyftur og veðurhlífar Hraðlyftihurð
Eldvarnarhurð Hlið