Fréttablaðið - 20.09.2007, Side 52

Fréttablaðið - 20.09.2007, Side 52
Listamaður sem biður um lífsviðurværi fær stundum lítil svör. Sýna má fram á að iðja hans er í raun þjóðhagkvæm en sú röksemd hefur einn galla: Hún blandar arðsemi í málið. Ávinningur sköpunar er ekki efnahagsleg stærð. Hann felst í því sem nefna mætti innra gildi. Kannski ég reyni að varpa ljósi á þetta. 1) Ríkur maður borgar meiri skatt en ég því ríkidæmið á uppruna sinn í samfélaginu. Hann hefur notið góðs af virðisaukandi efnahagslegu gildi þess sem er auðvitað langt umfram hans eigin fjárfestingar. Athafnir hans eru þó væntanlega líka til hagsbóta fyrir heildina. 2) Hann nýtur ekki aðeins góðs af efnahagslegum mætti samfé- lagsins því hann nýtir sér líka gildið sem stendur á bak við þennan mátt og myndar innihald mannlegra athafna, þekkingu, merkingu, ímynd. 3) Til eru menn sem munu aldrei geta hagað hugsunum sínum eða athöfnum eftir arðsemi þeirra. Þeir eru helteknir af uppgötvun eða sköpun og sú iðja hlítir eigin lögmálum. Þetta eru hinir heilögu fávitar sem við köllum vísindamenn, hugsuði og listamenn. Þeir gætu fyrir slysni komist í efni en oftast eru laun þeirra rýr. 4) Rétt eins og til er fæðukeðja í náttúrunni mætti tala um nytja- keðju í mannfélaginu. Allt það sem ríki maðurinn græðir á er endi langrar keðju: Vara, vinnsluaðferð, auglýsing, ímynd eða kerfi nýtir sér uppfinningamann sem nýtir sér verkfræðing sem nýtir sér stærðfræðing og svo koll af kolli. Einhvers staðar neðst í keðjunni er vinna skapandi manns sem smýgur um heim hugmynd- anna eins og ánamaðkur í mold og breytir rotnun í líf. Vinna skapandans mótar reyndar einnig þann heim þar sem varan er eftirsóknarverð: Hún býr til skynjun á heiminum. Býr til heiminn eins og við skynjum hann. Allt innihald, sjálf merking lífins byggir á vinnu heilagra fávita. 5) Það er gott að vita að einkafyrirtæki hafa aukið stuðning við listir. Þessum stuðningi má samt ekki rugla saman við líknarmál: Hann er í raun endurgjald fyrir innra gildi. Sem efnislífið þrífst á. Menn andans eru hvorki ölmusu- né athafnamenn. Samfélag sem setur þá í þessi hlutverk geldist. 6) Ríkið ætti að viðurkenna skuld fyrirtækja við skapendur með því að búa í haginn fyrir kostun: Veita skattaívilnun. Það er þó verra ef þetta dregur úr hlut ríkis í menningarlífinu. Kostun er eingöngu til að gæða það meira lífi, auka á fjölbreytni og gera vöxt þess ófyrirsjáanlegri. Heilbrigður vöxtur er nefnilega alltaf villtur og óheftur vöxtur. Heilagir fávitar ATH Kl. 16.30 Í dag verður fyrirlestur í Sólborg á Félagsvísindatorgi í stofu K 201 um hámenningu eða lágmenningu og þann hæpna greinarmun sem þar er á. Það er breski fræðimaðurinn Matthew Kieran sem talar, meðal annars um menningargagnrýni og þann vanda sem hofmóður og snobb valda henni. Sá vandi gerir það erfiðara en ella að koma með réttmæt rök í menningarumræðunni, til dæmis í deilum um hámenn- ingu og lágmenningu eða kvörtunum um útþynningar- áhrif alþýðumenningar. Matthew Kieran er heimspek- ingur og hefur haldið fyrirlestra við Columbia-háskóla, Háskólann í Maribor, Genf, Oxford og víðar. Hann er hér vegna Sjónlistaverðlaunanna. Leikhúsið Skámáni er lagst í útrás: sviðsetning Stefáns Baldurs- sonar á leikritinu Killer Joe sem var sett upp á liðnum vetri og er nú á fjölum Litla sviðs Borgar- leikhússins, verður á fjölum Þjóð- leikhússins í Litháen á komandi vori. Einnig hafa leikhús í Moskvu sýnt sýningunni áhuga. Einnig hafa verið þreifingar frá einu aðalleikhúsinu í Moskvu. Formlegt boð barst þess efnis nú í vikunni, að leikhópnum væri boðið að sýna verkið á sviði Þjóð- leikhússins litháíska, sem staðsett er í Vilníus. Þá hefur eitt stærsta leikhúsið í Moskvu, Vakhtangov- leikhúsið sem er fornfrægt og virt leikhús þar í borg, sýnt áhuga á að fá sýninguna í heimsókn. Er verið að kanna hvort af því geti orðið í tengslum við gestaleikinn í Lithá- en í vor. Killer Joe var lofað af gagnrýnendum á sínum auk þess sem sýningin hlaut átta tilnefn- ingar til Íslensku leiklistarverð- launanna, Grímunnar í sumar. Sýningin var tilnefnd sem besta sýning ársins, fyrir bestu leik- stjórn (Stefán Baldursson) og fjórir af fimm leikurum sýningar- innar, þau Þröstur Leó Gunnars- son, Björn Thors, Unnur Ösp Stef- ánsdóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir voru tilnefnd sem bestu leikarar ársins. Þröstur Leó hlaut svo Grímustyttuna. Þá hlaut Filippía Elísdóttir tilnefningu fyrir bestu búninga og Pétur Ben fyrir bestu tónlistina. Sýningar eru hafnar að nýju eftir sumarleyfi og hefur Jörund- ur Ragnarsson tekið við fimmta hlutverki verksins. Hann er nýút- skrifaður leikari sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu í kvikmyndinni Veðramótum og þáttaröðinni Næturvaktinni á Stöð 2. Á komandi vori mun Skámáni sýna verkið á Akureyri í boði Leikfélagsins þar. Sýningar verða allnokkrar á Litla sviðinu á þessu hausti en tveir aðalleikendur sýn- ingarinnar, Björn Thors og Unnur Ösp, verða í vetur í Bretlandi að leika í Hamskiptunum í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar og Dav- ids Farr þegar sýningin fer upp á ný í Bretlandi. Næstu sýningar á Killer Joe eru í kvöld og annað kvöld og síðan föstudaginn 28. október. Killer Joe til austantjaldslanda Íslensku barnabókaverð- launin voru afhent í gær í sal Digranesskóla í Kópa- vogi. Að þessu sinni bárust dómnefnd Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka 13 handrit til lestrar. Niðurstaða dómnefndar varð sú að Loforðið eftir Hrund Þórsdóttur væri besta handritið og því hlýtur Hrund Íslensku barnabókaverð- launin árið 2007. Í dag kemur bókin Loforðið út hjá Vöku-Helgafelli. Að mati dómnefndar lýsir sagan á einstakan hátt þeim tilfinningum sem bærast með ellefu ára stelpu sem verður fyrir því að missa bestu vinkonu sína. Sagt er frá vináttu stelpnanna, áfallinu og söknuðinum og síðast en ekki síst litla skrítna lyklinum og loforðinu sem Ásta gefur vinkonu sinni og sver við leynistaðinn að standa við. Loforðið er áhrifarík og spennandi saga sem lætur engan ósnortinn, segir í áliti dómnefndar. Höfundurinn, Hrund Þórsdóttir, er 26 ára gömul, menntuð í stjórn- málafræði og blaðamennsku og starfar nú um stundir hjá útgáfufé- laginu Birtíngi. Loforðið er fyrsta bók hennar. Barnabókaverðlaunin, sem nema nú 400.000 krónum, auk samnings- bundinna ritlauna voru veitt í fyrsta sinn árið 1985. Margir höf- undar, sem nú hafa fest sig ræki- lega í sessi, hafa einmitt fengið verðlaunin snemma á rithöfundar- ferlinum. Má þar nefna Guðmund Ólafsson, fyrir bók sína Emil og Skunda og Friðrik Erlingsson fyrir Benjamín dúfu. Báðar þessar bækur urðu gríðarvinsælar og síðar voru gerðar kvikmyndir byggðar á sögunum. Kristín Steins- dóttir varð þekktur höfundur fyrir verðlaunabókina Franskbrauð með sultu og Ragnheiður Gestsdóttir fyrir Leik á borði en þá eru aðeins fáir verðlaunahafar nefndir. Í dómnefnd sátu þetta árið þau Sigþrúður Gunnarsdóttir, útgáfu- stjóri barnabóka hjá Eddu útgáfu, Kristín Ármannsdóttir, dóttir Ármanns Kr. Einarssonar rithöf- undar, sem stofnaði verðlaunin á sinum tíma, Jón Freyr Þórarinsson, fyrrverandi skólastjóri, fulltrúi Sumargjafar, Sigríður Matthías- dóttir bókavörður, fulltrúi IBBY á Íslandi, og þau Tryggvi Þór Tryggvason og Berglind Vignis- dóttir, 14 ára nemendur í Digranes- skóla. Verðlaunasjóður íslenskra barna- bóka var stofnaður 30. janúar 1985 í tilefni af sjötugsafmæli Ármanns Kr. Einarssonar rithöfundar (1915- 1999). Að sjóðnum standa fjöl- skylda Ármanns, bókaútgáfan Vaka-Helgafell, Barnabókaráðið, Íslandsdeild IBBY-samtakanna og Barnavinafélagið Sumargjöf. Full- trúar þessara aðila skipa dómnefnd sem velur úr handritum en einnig eru í henni hverju sinni tveir grunn- skólanemar, fulltrúar lesenda. Megintilgangur sjóðsins er að örva fólk til að skrifa fyrir börn og unglinga og stuðla þannig að auknu framboði úrvalslesefnis fyrir æsku landsins. Sjóðurinn efnir árlega til samkeppni um Íslensku barnabóka- verðlaunin sem veitt eru fyrir besta handrit sem berst í samkeppni hans að mati dómnefndar. Það skiptir máli að spara á réttum stað. Vegmúla 2 – 108 Reykjavík – 550 1310 – verdbref@spron.is – www.spronverdbref.is *Nafnávöxtun miðast við 31. ágúst 2006 til 31. áúgst 2007, skv. sjodir.is. Peningamarkaðssjóður SPRON er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Rekstrarfélag SPRON. Útboðslýsingu má nálgast á heimasíðu SPRON Verðbréfa, www.spronverdbref.is. Þú ert ekki hjá SPRON Verðbréfum Peningamarkaðssjóður SPRON hefur gefið langhæstu ávöxtun allra peningamarkaðssjóða á Íslandi síðustu 12 mánuði eða 15,4%*

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.