Fréttablaðið - 20.09.2007, Qupperneq 56
Kvikmyndaverin í Hollywood eru
farin að undirbúa sig undir verk-
fall leikara sem talið er að skelli á
í júní. Töluvert mikil framleiðsla
er því í kvikmyndaborginni um
þessar mundir en bæði Universal
og Walt Disney hafa þó ákveðið að
fresta tökum á tveimur stórum
myndum sem áttu að fara í tökur á
næsta ári.
Disney ákvað að fresta tökum á
þriðju myndinni í Narníu-flokkn-
um en frumsýning hennar átti að
vera í maí 2009. Þeirri dagsetn-
ingu hefur nú verið framlengt til
ársins 2010. Upphaflega stóð til að
frumsýna eina Narníu-mynd á
hverju ári og því ljóst að yfirvof-
andi verkfall setur strik í þann
reikning. Í staðinn verður allt kapp
lagt á að klára framleiðsluna á nýj-
ustu kvikmynd úr smiðju Jerrys
Bruckheimer, G-Force. Universal
hefur tekið sömu ákvörðun með
kvikmyndina The Wolf Man með
Benico Del Toro í aðalhlutverki en
hún átti að fara í sýningar þann 12.
nóvember á næsta ári. Þeim frum-
sýningardegi hefur nú verið breytt
og kemur The Wolf Man að öllum
líkindum ekki í kvikmyndahús
fyrr en haustið 2009.
Verkfall yfirvofandi
Bandarískt grín hefur verið
í töluverðri uppsveiflu að
undanförnu eftir að fram-
leiðendur uppgötvuðu að
Jim Carrey var ekki eina
hráefnið sem þurfti til að
framleiða grínefni fyrir
hvíta tjaldið.
Undanfarin ár hafa það verið hinir
svokölluðu frat pack-liðar sem
hafa framreitt gott grín. Wedding
Crashers með þeim Owen Vilson
og Vince Vaughn varð hreint út
sagt ótrúlega vinsæl og markaði í
raun endalok konungstímabils
Jims Carrey og annarra geiflu-
andlita. Áhorfendur gerðu meiri
kröfur heldur en bara grín um
fruss, kúk og piss eins og
Dumb&Dumber. Þeir vildu safa-
ríkt og vel skrifað grín með smá
slettu af bjánaskap. Og Frat Pack
fór létt með að matreiða slíkar
uppskriftir.
Þótt ekki sjái fyrir endalokin á
vinsældum The Frat Pack hafa
óskilgetin afkvæmi þeirra verið
að færa sig upp á skaftið. Meðal
þeirra er hinn kanadíski Seth
Rogen en þrátt fyrir ungan aldur
(Rogen er fæddur 1982) hefur
honum tekist að vera hluti af hand-
ritshópi The Ali G-Show, leikið í
Anchorman, Donnie Darko og You,
Me and Dupree auk þess að vera
einn framleiðanda nýjustu mynd-
ar Owens Wilson, Drillbit Taylor.
En þekktastur er Rogen sennilega
fyrir leik sinn í 40 Year Old Virgin
og nú síðast hinum ofurvinsælu
Knocked Up og Superbad. Hann
skrifaði einnig handritið að Super-
bad ásamt samstarfsfélaga sínum
og vini, Evan Goldberg, en mynd-
in er byggð á skrautlegum æsku-
árum þeirra beggja.
Rogen er fæddur í Bresku Kól-
umbíu í Kanada og eftir að hafa
hlustað á plötuna They‘re All
Gonna Laugh at You! með Adam
Sandler ákvað hann að grín skyldi
verða lifibrauð sitt. Aðeins sextán
ára gamall fluttist hann til Los
Angeles þar sem bandaríski leik-
stjórinn Judd Aptow tók hann
undir sinn verndarvæng. Reyndar
minntu þessi flutningar eilítið á
félagsskipti ungra knattspyrnu-
manna til stórliða í Evrópu því
foreldrar Rogens fóru með syni
sínum og sáu um að allir samning-
ar væru í lagi. En Rogen var ekki
lengi að fá vel launaða vinnu og
hóf fljótt störf við sjónvarpsþátt-
araðirnar Freaks and Geeks og
Undeclared sem báðar fengu
prýðilega dóma en var slaufað
eftir aðeins eitt ár. Aptow var höf-
uðpaurinn á bak við þær báðar og
hélt mikilli tryggð við ungstirnið
og sannfærði framleiðendur 40
Year Old Virgin að hann myndi vel
valda stóru hlutverki í þeirri
mynd.
Í kjölfar velgengni þeirrar
myndar varð leiðin greið fyrir
Rogen og honum hefur nú tekist
að komast í hóp þeirra grínista
sem hann leit upp til á sínum yngri
árum.
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í
Reykjavík, RIFF, kynnti dagskrá
sína á blaðamannafundi í Nor-
ræna húsinu í gærmorgun en
hátíðin verður sett formlega
þann 27. september og stendur til
7. október. Kvikmyndahátíðin
hefur sjaldan eða aldrei verið
jafn glæsileg, alls verða 87 mynd-
ir sýndar og að þessu sinni verð-
ur einnig boðið upp á skemmti-
lega viðburði, svo sem sýningu
Jaws í Laugardalslauginni og
bílabíó á gamla varnarsvæðinu
en þar geta áhorfendur séð Amer-
ican Graffiti í einni stærstu bygg-
ingu Íslands.
Þetta er í fjórða sinn sem
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin er
haldin í Reykjavík en hún hefur
vakið mikla athygli út fyrir land-
steinana fyrir fjölbreytt úrval
kvikmynda frá öllum heimshorn-
um og meðal annars verið kölluð
„best geymda leyndarmálið á
hátíðarrúntinum“. Hátíðin veitir
einum listamanni verðlaun sem
Uppgötvun ársins en það þykir
einsdæmi að kvikmyndahátíð
skuli ákveða að verðlauna frum-
raunir eða önnur verk höfunda.
Myndirnar sem koma til greina
eru þrettán en í dómefndinni sitja
þau Hal Hartley, Kirsi Tykkayla-
inen og Friðrik Þór Friðriksson.
Sérstakur heiðursgestur hátíð-
arinnar verður síðan Aki Kauris-
mäki og verður hinn svokallaði
Finnlands-þríleikur leikstjórans
sýndur í heild sinn af því tilefni.
Kaurismäki verða síðan veitt
verðlaun fyrir framúrskarandi
listræna kvikmyndasýn. Miða-
salan á hátíðina hefst í dag á
heimasíðu hennar, riff.is.
Lifandi og alþjóðleg hátíð
Hepburn og Guinness í uppáhaldi
Sen
du
sms
JA
SE
F á
nú
me
rið
1
900
og
þú
gæ
tir u
nni
ð b
íóm
iða
og
ma
rgt
flei
ra!
SMS
LEIKUR
99
kr
S
M
S.
V
in
ni
ng
ar
a
fh
en
tir
í
BT
S
m
ár
al
in
d,
M
eð
þ
át
tt
ök
u
er
t þ
ú
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b