Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.09.2007, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 20.09.2007, Qupperneq 58
Vínskólinn hefur hafið starfsemi sína að nýju og í haust verður úr ýmsum spennandi námskeiðum að velja. Dominique Plédel, eigandi Vínskólans, segir vinsælustu nám- skeiðin vera þau þar sem vín og matur fer saman. „Það sem virðist vera vinsælast núna er Vín og ostar, það er mikið beðið um það,“ sagði hún. „Svo er líka mikil tilhlökkun eftir Villibráð og víni,“ benti Dom- inique á, en það námskeið verður haldið 18. október næstkomandi. „Það námskeið er gríðarlega vin- sælt því þetta kitlar bragðlaukana svo skemmtilega,“ útskýrði hún. Vínskólinn býður þó upp á mörg önnur námskeið í haust. Þeirra á meðal er grunnnámskeið í vín- smökkun, námskeið um Toscana og Chianti, Bordeaux, tapas og spænsk vín, bjór og koníak. Dominique mun einnig ferðast vítt og breitt um landið og standa fyrir sérnámskeiðum. „Það er til dæmis vínklúbbur á Sauðárkróki, sem ég heimsæki. Þar gerum við sérstaklega mikið úr því að para saman mat og vín, í samvinnu við veitingastað þar. Ég verð með vínfræðslu og svo verður matur á eftir, með vínum frá því svæði sem við höfum talað um,“ útskýrði Dominique. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heima- síðu Vínskólans, eða á netfanginu vinskolinn@vinskolinn.is. Námskeið Vínskólans vinsæl Hilmar Jensson er tón- listarmaður og hluti lista- mannahópsins Tilraunaeld- hússins. Hann hefur mikinn áhuga á tilraunum í eigin eldhúsi líka. „Ég hef mjög mikinn áhuga á mat- argerð,“ sagði Hilmar, sem deilir hér uppskrift að laxi með taí- lensku ívafi og plat-papaya-salati með lesendum Fréttablaðsins. Hilmar segist hrifinn af taílenskri og austurlenskri matseld, þótt hún sé ekki fyrirferðarmest í eld- húsi hans þessa dagana. „Hún var það einu sinni. Ég flutti til Boston fyrir um tuttugu árum og var þar við nám. Þá gerð- um við samning með okkur, við sem bjuggum saman, að ég sæi um eldamennskuna og þeir um uppvask, nokkuð sem ég var afskaplega sáttur við,“ sagði Hilmar og hló við. „Ég hafði þá sérstaklega gaman af að matreiða taílenskan og indverskan mat, en ég hef nú fært út kvíarnar til Ítalíu og Mexíkó og víðar. Ég ferð- ast víða, og þá tekur maður með sér einhverjar hugmyndir heim,“ sagði Hilmar. Plat-papaya-salatið byggist á því að Hilmari hefur reynst erfitt að nálgast grænt, óþroskað pap- aya hér á landi. Hann hefur því notað nýuppteknar rófur í stað- inn. „Þær eru sætar og stökkar, svo þetta virkar alveg þrælvel,“ sagði Hilmar. Næst á dagskrá hjá Hilmari er ferð til Kína ásamt Tilraunaeld- húsinu í byrjun október. „Ég kem heim í tvo, þrjá daga og fer svo í þriggja vikna Evróputúr með hljómsveitinni minni,“ útskýrði Hilmar, sem yfirgefur eigið eld- hús þar með í bili. Lax: Engiferið saxað smátt. Chili-piparinn fræhreinsaður og skorinn smátt, skallottulaukurinn skorinn smátt. Öllu blandað saman og laxinn marineraður í leginum í um klukkustund. Best er að setja hann í plastpoka og hella marineringu yfir, velta lax- inum vel upp úr henni og loka pokanum vel. Laxinn grillaður í ofni þar til eldaður í gegn. Varist að ofelda hann, þá verður hann þurr. Salat: Rófan skorin í þunna strimla. Chili, sem má sleppa, fræhreinsaður og skorinn smátt, vorlaukar skornir smátt. Blandið saman rófu, vorlauk og chili. Hellið dressingu yfir og blandið vel. Blandið salthnetum og helmingi af kóríanderlaufun- um varlega saman við, skreytið með afgangi af laufunum. Prófaðu … … að skella í amerískar pönnu- kökur einhvern helgardaginn. Hveitinu má skipta út fyrir heilhveiti eða spelt, ef þig óar við hveitibombunni, en hlynsíróp er hins vegar algerlega ómissandi. Sólveig Eiríksdóttir hjá Himneskri hollustu lumar bæði á ábendingum og fróðleik um notkun fennels, sem hefur átt erfitt uppdráttar á mörgum heimilum. „Margir finna bara aníslykt af fenneli og fara að hugsa um Pernod-líkjörinn, muna kannski eftir þynnku honum tengdri,“ segir Solla og hlær við. „Fólk gefur fennel oft ekki séns,“ bætir hún við. Fennel getur hins vegar, að sögn Sollu, komið í stað lauks og hvít- lauks fyrir ofnæmissjúklinga. „Oft er það grunnurinn í bæði græn- metisréttum og öðrum réttum að byrja á að mýkja lauk og hvítlauk. Í staðinn er hægt að mýkja örþunnt skorið fennel á pönnu með krydd- inu. Það gefur mjög gott bragð, og fennelið fær svolítið sætan og mildan keim,“ útskýrir Solla. Hún segir grænmetið einnig eiga mjög vel við ítalska matargerð, eins og aðra matargerð tengda Miðjarðar- hafinu. „Svo er æðislegt að nota fennel í alls konar pottrétti og ofn- rétti, það getur meira að segja komið í staðinn fyrir gulrætur eða sellerí,“ bendir Solla á. Sem meðlæti má baka fennel í ofni með sætum kartöflum, graskeri, rósmaríni og hvítlauk, sem bera má fram með steikinni, fisknum eða grænmetislasagnanu. Solla notar grænmetið hins vegar mikið hrátt líka. „Ég geri til dæmis salat með fennel, brokkólí, blóm- káli, sætum kartöflum og gulrót- um. Svo helli ég yfir kaldpressaðri ólífuolíu, sítrónusafa og tamari- sósu og leyfi salatinu að maríner- ast aðeins. Það vekur yfirleitt mikla lukku,“ segir Solla. Fennel í ofnréttinn Uppskeruhátíð býflugnabænda verður haldin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum næstkomandi sunnudag. Þar koma saman býflugnabændur af sunnanverðu landinu með sýnishorn af upp- skeru sumarsins. Þeir munu bjóða gestum að smakka eigin hunangs- framleiðslu, en hunanginu verður slengt beint úr búinu á staðnum. Þá verður takmarkað magn af íslensku hunangi til sölu. Þar fyrir utan munu bændur sýna lifandi býflugur, og gestum býðst að skoða og fræðast um býflugna- rækt og býflugnabúið í garðinum. Á sama tíma heldur Kvenfé- lagasamband Íslands sultukynn- ingu. Á sunnudaginn mæta konur úr Kvenfélaginu Hvöt í Sandgerði með sultur sínar og kerti. Gestum verður boðið að bragða afrakstur- inn og bæta uppskriftum í möpp- ur sínar. Uppskeruhátíðin stendur á milli kl. 14 og 16 í veitingatjaldi garðsins. Hunangsuppskera kynnt um helgina Ferskt pasta ómissandi með öllu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.