Fréttablaðið - 20.09.2007, Síða 64
Valsmenn fá eitt tækifæri enn
Björn Bergmann
Sigurðarson gerði betur en þrír
þekktustu markaskorarar
Skagamanna síðustu áratugi
þegar hann skoraði tvennu í
sínum níunda leik í efstu deild.
Björn Bergmann var aðeins á
undan Pétri Péturssyni sem
skoraði tvennu í sínum þrettánda
leik fyrir rúmu 31 ári. Fréttablað-
ið skoðaði byrjun fjögurra
þekktra markakónga Skaga-
manna og bar saman hvenær þeir
skoruðu fyrst tvö mörk í sama
leiknum í efstu deild.
Sló við Pétri,
Arnari og Þórði
Lið umferða 13-18 í
Landsbankadeild kvenna var valið
í gær. Margrét Lára Viðarsdóttir,
Val, var valin besti leikmaður
umferðanna og Elísabet Gunnars-
dóttir, Val, var valin besti þjálfar-
inn. Ennfremur voru stuðnings-
menn Valsliðsins valdir bestu
stuðningsmennirnir.
Ásamt Margréti Láru voru í lið-
inu fimm liðsfélagar hennar hjá
Val. Margrét Lára var að vonum
sátt með verðlaun sín, en deilir
þeim með Valsliðinu. „Þetta er
gríðarlegur heiður náttúrulega en
fótboltinn er hópíþrótt og Valslið-
ið á þetta allt í heild sinni. Þetta er
búið að vera frábært sumar bæði
hjá mér og liðinu og við göngum
sáttar út úr tímabilinu, þrátt fyrir
að komast ekki í bikarúrslit.“
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari
Vals, tók í sama streng. „Þetta er
búið að vera skemmtilegt tímabil
og örugglega skemmtilegasta
tímabil sem við höfum spilað síðan
ég tók við Valsliðinu. Við unnum
náttúrulega tvöfalt í fyrra og
misstum einn titil núna, þannig að
það er alltaf hægt að gera betur.“
KR átti fjóra fulltrúa í liðinu og
þar á meðal framherjann Olgu
Færseth. Olga var vissulega sátt
við viðurkenninguna, en hafði
blendnar tilfinningar til leiktíðar-
innar í heild sinni.
„Það er auðvitað svekkjandi að
tapa bara einum leik á tímabilinu
og verða ekki Íslandsmeistari, en
þetta er bara það sem við búum
við og þá má bara ekki tapa meira
en einu stigi. En við settum stefn-
una á titil í sumar og við misstum
af deildinni, þannig að nú er okkar
eina tækifæri að vinna bikarinn.
Ég á von á hörkuleik gegn Kefla-
vík og við munum mæta alveg
brjálaðar í þann leik og ætlum
okkur að klára hann.“
Eini leikmaður í liði umferða 13-
18 utan Vals og KR, var Greta
Mjöll Samúelsdóttir leikmaður
Breiðabliks.
Margrét Lára og Elísabet útnefndar bestar
Björn Bergmann átti
góðan leik þegar ÍA og Valur átt-
ust við í Landsbankadeildinni á
Laugardalsvelli síðastliðinn mánu-
dag og skoraði bæði mörk ÍA í 2-2
jafntefli liðanna.
Mörkin voru jafnframt fyrstu
mörk Björns í Landsbankadeild-
inni og hann var því að vonum
sáttur með þau, en var að sama
skapi ósáttur með að ÍA hafi misst
leikinn niður í jafntefli. „Ég er
náttúrulega mjög sáttur með
mörkin, en mér fannst við eiga að
vinna leikinn. Fyrirfram hefðum
við kannski verið sáttir með jafn-
tefli á móti Val, en eins og þetta
spilaðist þá var rosalega svekkj-
andi að fá á sig mark, í stöðunni 2-
1, þegar við vorum fannst mér að
stjórna leiknum.“
Björn er þó að mestu afar sáttur
með gengi ÍA liðsins í sumar.
„Þetta er búið að vera mjög fínt
sumar hjá okkur og þriðja sæti er
ásættanlegur árangur og við verð-
um og ætlum okkur að halda því
sæti. En það var vissulega leiðin-
legt að detta út úr bikarnum á móti
Fylki.“
Björn, sem er aðeins 16 ára
gamall og er að stíga sín fyrstu
skref í Landsbankadeildinni í
sumar, setti sér ákveðin markmið
fyrir tímabilið.
„Ég ætlaði bara að vinna mér
fast sæti í byrjunarliðinu, en ég
lenti í smá meiðslum í byrjun móts
og það var leiðinlegt, en ég er
búinn að ná mér góðum af þeim.“
Björn ber liðfélögum sínum í ÍA
söguna vel og að þeir hafi stutt vel
við bakið á honum í sumar. „Þeir
hafa hjálpað mér mjög mikið, sér-
staklega bræður mínir Þórður og
Bjarni og Guðjón Þórðar hefur
reynst mér vel og er mjög góður
þjálfari.“
Spurður út í framhaldið kvaðst
Björn hafa í nógu að snúast. „Ég
ætla mér náttúrulega að klára
tímabilið af krafti með ÍA og svo
hef ég verið að spila með U-17 ára
landsliði Íslands og var valinn í
hópinn fyrir undankeppni Evrópu-
mótsins sem fer fram í Serbíu
dagana 27. september til 2. okto-
ber. Ég var líka í æfingahópnum
með U-19 ára landsliðinu sem spil-
aði tvo æfingaleiki á móti Skotum
á dögunum, en gat ekki spilað
vegna meiðsla.“
„Ég er samningsbundinn ÍA út
næsta tímabil og hef fullan hug á
því að spila hér heima á næsta
tímabili og svo er ég í fjölbrauta-
skóla hér á Skaganum, þannig að
ég er ekkert að hugsa lengra en
það,“ sagði Björn að lokum.
Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður ÍA, er leikmaður 16. umferðar Lands-
bankadeildar karla í fótbolta, samkvæmt mati Fréttablaðsins, en hann skoraði
sín fyrstu mörk í Landsbankadeildinni þegar ÍA mætti Val á Laugardalsvelli.
Bandarísku leikmenn-
irnir Ifeoma Okonkwo og Tamara
Bowie, sem báðar léku hér á landi
í Iceland Express deild kvenna í
fyrra, eru nú á leiðinni til reynslu
hjá Euroleague-liðinu TTT Riga
frá Lettlandi.
Það er eitt sæti í boði í liðinu og
munu þær báðar reyna að heilla
þjálfara lettnesku meistarana.
Ifeoma varð fimmfaldur meistari
með Haukum í fyrra en Bowie fór
mikinn með liði Grindavíkur.
Berjast báðar
um sama sætið
Keflvíkingar hafa fyllt
leikmannahóp sinn fyrir tímabilið
í körfuboltanum.
Keflvíkingar sömdu við þrjá
erlenda leikmenn sem eiga allir
það sameiginlegt að vera góðir
skotmenn. Þetta eru þeir B.A
Walker, 23 ára og 180 cm bak-
vörður frá Bandaríkjunum,
Anthony Susnjara, 26 ára 205 cm
miðherji frá Ástralíu og loks
Colin O´Reilly 23 ára og 197 cm
framherji frá Írlandi.
Skyttur til
Keflavíkur