Fréttablaðið - 28.09.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 28.09.2007, Blaðsíða 66
Tónlistarsmekkur er eins og bragðskyn mannanna sem þroskast og frjóvgast eftir því sem tímarnir líða. Ég hlaut dræmt tónlistaruppeldi í heimahúsum en var blessunarlega mataður í gegnum vini og útvarp. Þannig byrjaði ég að hlusta á Prodigy og seinna jungle vegna þess að vinir mínir sögðu mér að þetta væri skemmtilegt. Mér fannst þetta reyndar fáránlega skrýtið dót í byrjun en eftir tíð og tíma var ég byrjaður að kaupa mér smáskífur með Prodigy og jungle-vínylplötur í Þrumunni af miklum móð. Seinna var öllum vínylplötunum stolið í félagsmiðstöðinni minni, Fjörgyn í Grafarvogi. Á þeim tímapunkti ákvað ég að gerast stafrænn enda allir á því að geisladiskurinn væri með betri uppfinningum samtímans. Í dag sé ég eftir því að hafa ekki haldið áfram vínylsöfnuninni en ég á mína geisladiska ennþá og safna þeim í gríð og erg. Finnst vænt um þetta form tónlistar enda bundið órjúfanlegum böndum við mína kynslóð. Ég lenti samt alveg á mörkum geisladiskakynslóðarinnar og Mp3-kynslóðarinnar. Þegar ég var sextán ára átti ég meira að segja 32 mb Mp3-spilara sem þótti últra mega á þeim tíma. Niðurhal freistar mín hins vegar lítið á þessum síðustu og verstu. Ljóst þykir samt að niðurhal hefur eyðilagt gríðarlega margt í tónlistarbransan- um en jafnframt stuðlað að ákveðinni þróun og breytingu sem var orðið tímabært. Framtíð hins stafræna tónlistarmarkaðs verður rædd á sérstakri alþjóðlegri ráðstefnu hérlendis um miðjan næsta mánuð og verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr henni. Ljóst er að aðeins 2% þeirra sem niðurhala tónlist borga fyrir hana og ef hægt væri að hækka þá prósentutölu myndi slíkt gjörbylta öllu. Á tónlistarkaup- ráðstefnunni PopKomm sem haldin var í Berlín í síðustu viku fékk maður einmitt smjörþefinn af öllum þeim möguleikum sem í boði eru. Reyndar vona ég að ein skondin áletrun á bol sem ég sá þarna reynist á rökum reist: „Vinyl is killing the Mp3-industry“. Nostalgían, hún er oft dásamleg. Nostalgíukast Fyrir skömmu kom út þriðja plata spænskætt- aða tónlistarmannsins Manu Chao, La Radiolina, en hann sló óvænt í gegn með fyrstu plötunni sinni, Clandestino, fyrir tæpum tíu árum. Trausti Júlíusson tók púlsinn á Manu. „Tíminn hefur liðið mjög hratt,“ segir Manu Chao í nýlegu viðtali þegar hann er spurður af hverju það hafi liðið sex ár á milli síð- ustu plötu hans og þeirrar nýju. „Það er engin sérstök ástæða, nema hvað ég hef tekið þátt í alls konar öðrum verkefnum.“ Fyrsta plata Manu Chao, Cland- estino, sló í gegn út um allan heim og seldist í yfir fjórum milljónum eintaka. Hún kom út árið 1998, en þremur árum seinna kom plata númer tvö, Proxima Estacion. Esperenza. Í síðustu viku kom svo loks plata númer þrjú, La Radiolina. Manu Chao er fæddur í París 26. júní 1961. Hann var af spænskum ættum, en foreldrar hans höfðu flúið fasistastjórn Francos. Manu varð fyrir áhrifum frá pönkinu á unglingsárunum og hreifst sér- staklega af The Clash. Hann var í pönkhljómsveitum sem vöktu litla athygli, t.d. Les Hot Pants, en stofnaði Mano Negra ásamt frænda sínum árið 1987. Mano Negra náði nokkrum vinsældum, m.a. hérlendis, og sendi frá sér fimm plötur. Tónlist hennar var fjörugt sambland af pönki, reggí, suður-amerískri og afrískri tónlist. Eftir að hljómsveitin hætti um miðjan tíunda áratuginn flæktist Manu um heiminn með bakpoka og hljóðritaði á því ferðalagi fyrstu sólóplötuna sína, Clandestino. Manu hreifst mjög af Suður- Ameríku. Hann ferðaðist m.a. um Kólumbíu með Mano Negra árið 1993, en þá ferðaðist hljómsveitin með lestum og bátum um landið allt og spilaði fyrir skæruliða, kókaínsmyglara og sveitafólk. Sú ferð reyndi mjög á samstarfið og var upphafið að endalokum sveit- arinnar, en Manu varð fyrir mikl- um áhrifum og það heyrist á plöt- unum hans. Manu er mikill alþýðumaður og lítið gefinn fyrir óþarfa umstang eins og kom í ljós þegar ljósmynd- ari fylgdi honum á þriggja vikna tónleikaferð til að taka myndir fyrir plötuumslag. Hjá Virgin- fyrirtækinu ráku menn upp stór augu þegar þeir tóku eftir því að hann var í sama bolnum á öllum myndunum. Hann hafði bara einn með sér í ferðina og þvoði hann í vaskinum á hverju kvöldi … Á meðal þess sem Manu gerði í hléinu á milli Esperanza og nýju plötunnar var að taka upp tónlist með malísku sveitinni Amadou &d Mariam og alsírska söngvar- anum Akli D og semja lag um Diego Maradona fyrir næstu kvikmynd Emirs Kusturica. En nú er sem sagt nýja platan komin. Það eru rúmlega tuttugu lög á La Radiolina. Tónlistin er sem fyrr léttleikandi sambland af alls konar tónlist, m.a. latin-tón- list og pönki og textarnir eru á spænsku, ensku, frönsku, portú- gölsku og ítölsku. Þeir eru margir pólitískir og sumir þeirra skemmtilega einfaldir, t.d. Politic kills: „Politic needs force/politic needs cries/politic needs ignor- ance/politic needs lies//that‘s why my friend/it‘s an evidence/politic is violence …“ Manu tekur heimsmálin fyrir og er mjög gagnrýninn á Bush Bandaríkjaforseta. Hann varð samt ekki fyrir neinum leiðindum á vel heppnaðri sex vikna tónleika- ferð um Bandaríkin í sumar. Þó að Manu sé pólitískur er hann alltaf jákvæður fyrst og fremst. Og glaður. Tónleikar með Manu og hljóm- sveitinni hans, Radio Bemba, eru frábær upplifun. Algjör partí- stemning. Hvernig væri nú að fá Manu hingað til lands. T.d. á Vorblót eða Listahátíð? Óskarsverðlauna- leikstjórinn Martin Scorsese hefur ákveðið að gera heimildarmynd um ævi Bítilsins George Harrison. Olivia, ekkja Harrison, mun aðstoða við framleiðslu myndar- innar, auk þess sem fyrrum félagar hans, Paul McCartney og Ringo Starr, koma hugsan- lega að myndinni. „Tónlist hans og leit að andlegum svörum er umfjöll- unarefni sem á enn þá við í dag. Ég hlakka til að kafa dýpra ofan í þetta verkefni,“ sagði Scorsese. Hann er ekki ókunnur heimildar- myndum um tónlistarmenn því nýlega leikstýrði hann myndum um Bob Dylan og The Rolling Stones. „George hefði orðið mjög ánægður hefði hann vitað að Martin Scorsese ætlaði að segja sögu hans,“ sagði Olivia Harrison. Auk þess að fjalla um tíma Harrison í Bítlunum mun myndin greina frá sólóferli hans og kvikmyndaverk- efnum, þar á meðal myndunum Monthy Python´s Life of Brian og Time Bandits. Einnig ætlar Scorsese að kanna áhuga Harri- son á austrænum trúarbrögðum, sem voru mjög áberandi í hans lífi. Harrison lést úr lungna- krabbameini árið 2001, 58 ára gamall. Tveimur árum áður hafði hann lifað af hnífstungu eftir að brjálaður maður réðst inn á heimili hans. Mynd um Harrison FRUMS ÝND 28 . SEPT EMBER Bítlarnir fyrrverandi Paul McCartney og Ringo Starr ætla að koma fram á hátíðar- höldum á næsta ári þegar Liverpool verður vígð sem menningarborg Evrópu. „Ég er mjög ánægður með að Liverpool verði menningarborg Evrópu árið 2008,“ sagði McCartney. „Það verður margt skemmtilegt um að vera.“ McCartney treður upp á tónleikum á heimavelli knattspyrnuliðsins Liverpool, Anfield, hinn 1. júní fyrir framan rúm- lega þrjátíu þúsund manns. Ringo Starr spilar aftur á móti á opnunarathöfn hátíðarinnar hinn 12. janúar ásamt Dave Stewart úr Eurythmics og Sinfóníu- hljómsveit Liverpool. Á hverju ári eru tvær borgir í Evrópu valdar sem menningarborg Evrópu. Auk Liverpool verður Stafangur í Noregi þess heiðurs aðnjótandi á næsta ári. Bítlar með tónleika í heimaborginni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.