Fréttablaðið - 28.09.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 28.09.2007, Blaðsíða 50
BLS. 14 | sirkus | 28. SEPTEMBER 2007 „Ragnhildur Steinunn er talan 7. Eins hress, kát og frábær og hún er þá er hún töluvert dul á sín innstu mál,“ segir Sigríður Klingenberg spákona um sjón- varpsstjörnuna. „Það hefur alltaf verið keppnisskap í Ragnhildi og hún mun nýta sér það í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Það er samt ekki þannig hugsun hjá henni að hún sé að keppast við aðra heldur er hún sífellt að keppast við sjálfa sig. Þetta er lykillinn að því að ná árangri. Ragnhildur er rétt að byrja að sjá og sigra. Hún mun halda áfram í sjónvarpi við góðan orðstír á þessu ári og munu streyma til hennar peningarnir, alveg hægri vinstri. Þetta er mikið ár fjárfestinga hjá Ragn- hildi en hún er einnig á frjósemisári svo ef það er ekki allt lok lok og læs og allt í stáli verður opnað fyrir litlum Páli eða Pálínu. Á frjósemisári marg- faldast allt sem maður gerir svo ef Ragnhildur gróðursetur eitt tré mun koma heill skógur. Erfið ást springur og þá er ég að tala um vináttu og fjöl- skyldu en góð ást eflist. Í þessu ári er mikill kraftur og töluvert miklar breyt- ingar verða á lífi Ragnhildar upp úr mars á næsta ári en við lesum um það þegar þar að kemur. Ragnhildur er ofsalega trygg, ein af þessum fáu í dag sem geta þagað yfir leyndarmálum og þar af leiðandi á hún gott með að vinna með karlkyns samstarfsfé- lögum. Þeir munu meta hana og bjóða henni í póker ef svo ber undir. Það er heilmikil strákaorka í Ragnhildi sem nýtist henni vel á vinn- ustaðnum.“ Ragnhildur Steinunn á ári frjóseminnar RAGNHILDUR STEINUNN „Ragnhildur er rétt að byrja að sjá og sigra. Hún mun halda áfram í sjónvarpi við góðan orstír á þessu ári og munu streyma til hennar peningarnir, alveg hægri vinstri,“ segir Sigríður Klingenberg um sjónvarpsstjörnuna. Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus www.klingenberg.is „Meðgangan hefur gengið eins og í sögu. Ég fann aldrei fyrir ógleði og hefur liðið mjög vel og ég er enn að vinna,“ segir Freyja Sigurðardóttir fitn- esskona, sem er komin 35 vikur á leið að sínu öðru barni. Samkvæmt sónar á hún von á öðrum dreng. Freyja býr ásamt fjölskyldu sinni í Noregi þar sem hún starfar sem einkaþjálfari. Sonur Freyju, Jökull Máni, verður 4 ára hinn 27. október svo það er aldrei að vita nema hann fái lítinn bróður í afmælis- gjöf. „Jökull Máni er mjög spenntur en skilur ekki alveg af hverju litla barnið þarf að vera svona lengi í bumbunni. Hann vildi eignast litla systur í byrjun en er alveg búinn að sætta sig við að fá bróður. Sjálf held ég að ég sé meiri strákamamma en stelpumamma og er því voðalega ánægð með þetta allt saman. Halli kærastinn minn vildi líka fá strák og er því himinlifandi. En ef þetta væri stelpa væri eintóm gleði líka. Við fáum kannski litla fitness- telpu næst,“ segir Freyja brosandi. Hún og kærastinn, Haraldur Freyr Guð- mundsson, ætla að ganga í það heilaga hinn 14. desember á Íslandi. Athöfnin verður í Keflavíkurkirkju en veislan í samkomuhúsinu í Sandgerði. „Halli á afmæli 14. desember og við ætlum að skíra litla prinsinn okkar sama dag svo það verður nóg að gera þegar við komum á klakann. Þetta verður stórt brúðkaup en foreldrar okkar ætla að hjálpa okkur mikið þar sem við búum í öðru landi. Við erum voðalega spennt yfir þessu öllu saman og erum bara að skipuleggja hér í rólegheitunum,“ segir hún en Freyja er frá Sandgerði en Har- aldur frá Keflavík. Freyja á Jökul Mána frá fyrra hjóna- bandi og er ófæddi drengurinn því fyrsta barn Haraldar. „Halli er mjög áhugasamur um þetta allt saman, dug- legur að taka þátt í þessu og góður við mig. Við erum að gera allt tilbúið með hjálp tengdaforeldranna. Ég hef verið að æfa á meðgöngunni og liðið vel með það en Halli er alltaf að segja mér að slaka á og taka því rólega. Hann passar vel upp á kellu sína,“ segir Freyja bros- andi að lokum. indiana@frettabladid.is FREYJA SIGURÐARDÓTTIR FITNESSKONA Á VON Á SÍNU ÖÐRU BARNI Í BYRJUN NÓVEMBER. FREYJA BÝR Í NOREGI EN MUN KOMA TIL ÍSLANDS Í DESEMBER TIL AÐ GANGA Í ÞAÐ HEILAGA. Himinlifandi með annan strák STÓRI BRÓÐIR „Jökull Máni er mjög spenntur en skilur ekki alveg af hverju litla barnið þarf að vera svona lengi í bumbunni,“ segir Freyja, sem er komin 32 vikur á leið á myndinni. MYND/ÚR EINKASAFNI FJÖLGUN Í FJÖLSKYLDUNNI Freyja og Haraldur ætla að ganga í það heilaga sama dag og þau skíra ófædda soninn. MYND/ÚR EINKASAFNI SPURNINGAKEPPNI Sirkus Andri F. Viðarsson 1. Sverrir. 2. Avram Grant. 3. Stefán Máni. 4. Jógvan. 5. Höfn í Hornafirði. 1. Hvað heitir karakterinn sem Pétur Jóhann Sigfússon leikur í Astrópíu? 2. Hver er nýráðinn knatt- spyrnustjóri Chelsea? 3. Hver skrifaði bókina Skipið sem kom út í fyrra? 4. Hver syngur lagið Rooftop? 5. Hvar á landinu er Ung- mannafélagið Sindri? 6. Hvað heitir skólastjórinn í Simpson? 7. Hver er ritstjóri tímarits- ins Sagan öll? 8. Hver er Brian Griffin? 9. Hver stjórnar sunnudags- morgunþættinum á Bylgj- unni? 10. Hvaða ár fæddist tónlistarmaðurinn Mika? 6. Veit ekki. 7. Illugi Jökulsson. 8. Veit ekki. 9. Valdís Gunnarsdóttir. 10. 1977. TROMMULEIKARANUM HANNESI HEIMI FRIÐBJARNARSYNI TÓKST AÐ SLÁ FJÖLMIÐLAMANNINN HELGA SELJAN ÚT ÚR SPURNINGAKEPPNINNI Í SÍÐUSTU VIKU EN HELGI HAFÐI VERIÐ ÓSIGR- ANDI Í MARGAR VIKUR. HÉR MÆTIR HANNES ÚTVARPSMANNINUM ANDRA FREY VIÐARSSYNI. 6. Skinner. 7. Pass. 8. Sonurinn í Family Guy. 9. Hemmi Gunn. 10. 1978. Hannes Heimir sigrar með sex stigum gegn þremur. Andri Freyr skorar á bloggarann Jens Guð. Fylgist með í næstu viku. Hannes H. Friðbjörnsson 6 RÉTT SVÖR 1. Sæþór Hoffman. 2. Egill Helgason. 3. Stefán Máni. 4. Four tops. 5. Höfn í Hornafirði. 3 RÉTT SVÖR 1. Pé si .2 .A vr am Gr an t.3 . S te fá n M án i.4 .J óg va n Ha ns en .5 .H öf n í H or na fir ði .6 . S ey m ou r S ki nn er .7 . I llu gi Jö ku ls so n. 8. Hu nd ur in n í F am ily Gu y. 9. V al dí s Gu nn ar s- dó tti r.1 0. 1 98 3 „Ávallt sú sem er að líða. Allar æðislegar, hver með sinn sjarma.“ Björn Leifsson í World Class. Hver er uppáhalds- árstíðin þín? „Uppáhaldsárstíðin mín er síðsumarið því þá er veðrið yfirleitt gott og gróðurinn svo fallegur. Þá er einnig góður veiðitími í mörgum ám og berjatími en við fjölskyldan förum saman í veiðiferðir, tínum ber og tökum rabarbara til að frysta og sulta.“ Siv Friðleifsdóttir alþingiskona. „Ég er svo heppin að þykja hver árstíð yndisleg og spennandi. Nú er haust og því fylgja klikkaðir litir og ilmur fallinna laufa sem um leið veit á byrjun á einhverju nýju. Veturinn hefur jól og kósíheit sem ég elska, logn og kuldi, dimma og hlý föt sem halda utan um mann. Svo kemur vorið með fjölbreytileikann í náttúrunni, lyktina af moldinni og allt er svo mikið í fyrsta sinn á ævinni, þú ert endalaust að uppgötva umhverfið.“ Ragnhildur Gísladóttir tónlistarkona. „Uppáhalds árstíðirnar eru reyndar tvær. Haustið er svo rómantískt og ég nýt þess að kveikja á kertum. Haustið kallar líka á hreingerningar og skipulag, því það er svo kósí að kúra inni og þá þarf allt að vera fínt og flott. Hins vegar elska ég líka vorið því það ber með sér von og tilhlökkun.“ Guðlaug Halldórsdóttir verslunarkona. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.