Fréttablaðið - 28.09.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.09.2007, Blaðsíða 18
taekni@frettabladid.is Útgáfa skotleiksins Halo 3 fyrir Xbox 360 leikjatölv- una á miðvikudag fór ekki fram hjá neinum tölvu- leikjaáhugamanni. Fjöldinn allur af fólki mætti á mið- næturopnun BT til að kaupa leikinn á þriðjudagskvöld, en tollurinn setti strik í reikninginn fyrir suma. Hátt í þrjú hundruð manns mættu á miðnætursölu tölvuleiksins Halo 3 fyrir Xbox 360 leikjatölvuna í BT Skeifunni á þriðjudagskvöld. Mið- næturopnunin var haldin í sam- vinnu við Íslenska Xbox samfélagið (ÍXS). Framkvæmdastjóri Micro- soft á Íslandi, Halldór Jörgensson, mætti á svæðið, en Microsoft framleiðir leikjatölvuna. Örvar G. Friðriksson, forsprakki ÍXS og aðalskipuleggjandi kvölds- ins, segir mætinguna hafa verið framar vonum. Hann hafi unnið að þessu kvöldi undanfarnar þrjár vikur, og í raun ákveðið að halda það áður en hann talaði við forsvarsmenn BT. „Ég neyddi þetta eiginlega upp á þá, en þeir eru mjög áhugasamir um sam- starf núna.“ Hugmyndin með kvöldinu var ekki eingöngu að fagna útgáfu Halo 3, heldur einnig til að sýna fram á að til sé markaður á Íslandi fyrir Xbox 360. Til að spila fjöl- spilunarleiki í leikjatölvunni þurfa Íslendingar að skrá heimili sitt erlendis enda þjónustan, sem heitir Xbox Live, ekki í boði hér. „Við tókum þetta allt upp á myndband og ætlum að koma því til forsvarsmanna Microsoft í Lúxemborg, sem sjá um Xbox Live í Evrópu. Þeir vita nákvæmlega ekkert um Ísland, en þegar þeir sjá þrjú hundruð manns bíða eftir að Halo 3 komi út átta þeir sig vonandi á að það er grundvöllur fyrir þjónustunni hér,“ segir Örvar. Sala Halo 3 fór vel af stað um allan heim. Á fyrsta sólarhringn- um seldust eintök fyrir sem sam- svarar tæpum ellefu milljörðum íslenskra króna. Þrjú hundruð mættu á miðnætursölu Halo 3 Eitt stærsta háskerpusjónvarp heims, 103 tommu plasmaflat- skjár frá Panasonic, er til sýnis í verslun Sense í Kópavogi þessa dagana. Sjónvarpið er í eigu tækjaleigu Nýherja, en þrjú tæki hafa verið pöntuð til landsins til að setja í almenna sölu. Verðið er ekki fyrir alla, 7.990.000 krónur. „Með þessum skjá geturðu loksins sýnt efni og haldið kynningar í stóru rými þannig að allir sjái vel á skjáinn,“ segir Hrafnkell Pálmarsson verslunar- stjóri. „Ég hef aldrei séð annað eins.“ Risasjónvarp á átta milljónir Langflestir kaupa flugmiða í gegnum netið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.