Fréttablaðið - 28.09.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 28.09.2007, Blaðsíða 68
„Ég er alltaf spurður hvort við ætlum okkur að eignast fimmta barnið. Ég segi já og það sjötta og sjöunda og áttunda og níunda. Það er mitt svar við þessari spurningu.“ „Ég ætla að borga lausnar- gjaldið fyrir OJ og fá hann til þess að keyra Britney Spears í partíið mitt í kvöld. Þau eru bæði í ruglinu.“ „Í augnablikinu er það hvorugkyns. Það hljómar samt eitthvað svo rangt. Við köllum það „barnið“. Þegar við tölum við það segjum við „þú“.“ Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja- vík er farin af stað og verður dag- skráin í kvöld afar þétt. Hápunktur- inn er vafalítið heimsfrumsýning á spænsku heimildarmyndinni „Campillo, já“ í Regnboganum klukkan 20 að viðstöddum leikstjóranum Andrés Rubio og bæjarstjóranum Francisco Martoto sem er áberandi í myndinni. Myndin segir frá þorpinu Camp- illo de Ranas þar sem fjöldi samkynhneigðra hefur látið gefa sig saman eftir að samþykkt voru lög á Spáni fyrir tveimur árum um að veita samkynhneigðum pörum sömu réttindi og gagnkynhneigð- um. Ákveðin hægrisinnuð borgar- yfirvöld neituðu að fylgja lögunum eftir en bæjarstjórinn Francisco Maroto sá tækifæri til að auðga mannlífið í afskekkta þorpinu Campillo de Ranas. Árangurinn lét ekki á sér standa: Íbúum hefur stöðugt verið að fækka þar síðast- liðin ár en nú er þorpið komið aftur á kortið. Fjöldi samkynhneigðra para mætir í sveitasæluna til að gifta sig og Maroto er orðinn nokk- urs konar hetja á svæðinu. Að sýningu lokinni verður opnað fyrir spurningar úr sal. Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður, Hrafn- hildur Gunnarsdóttir, formaður Samtakanna 78, og fulltrúar dóms- málaráðuneytis og kirkju munu sækja sýninguna og taka þátt í umræðunum. Myndin „Heimsókn hljómsveitar- innar“ verður sýnd klukkan 18 í Tjarnarbíói að viðstöddum leik- stjóranum Eran Kolirin frá Ísrael og á sama tíma verður sýnd mynd- in „Stelpur rokka!“ í Regnboganum að viðstöddum leikstjóranum Arne Johnsson frá Bandaríkjunum. Nánari upplýsingar um hátíðina má sjá á www.riff.is. Mannlífið auðgað í Campillo Orðrómur er uppi um að fyrrverandi konungur poppsins, Michael Jackson, hafi kvænst fertugri barnfóstru sinni, Grace Rwaramba, í Las Vegas fyrr á árinu. Nýleg fasteigna- skjöl þykja staðfesta giftinguna. „Grace er einn af bestu vinum hans. Hún var ein af fáum sem stóðu með honum allan tímann í vandræðum hans, þar á meðal í réttarhöldunum þegar hann var ákærður fyrir kynferðisbrot,“ sagði kunningi Jacksons. Eigi orðrómurinn við rök að styðjast er þetta þriðja hjónaband Jacksons. Áður var hann kvæntur Debbie Rowe og Lisu Marie Presley. Jackson í hjónaband? Söngkonan Madonna ætlar að fagna fimmtugsaf- mæli sínu á næsta ári með því að fara í umfangsmikla tónleikaferð undir yfir- skriftinni Madonna at 50. Madonna verður fimmtug í ágúst og vill halda upp á áfang- ann með þessum hætti. Síðasta tónleikaferð hennar, Confessions, var farin á síðasta ári við mjög góðar undirtektir. Fimmtug í tónleikaferð Ekkert verður af fyrirhuguðum tökum á Hollywood-kvik- myndinni Agenda 1 á Vestfjörðum í vetur. Eins og Frétta- blaðið greindi frá í apríl var búið að ráða stórleikkonuna Söndru Bullock í aðalhlutverkið. Handritið var fremur óvænt selt til annars kvikmyndavers en þetta kom fram á símafundi sem Jón Bjarni Guðmundsson sat á miðviku- dagskvöld ásamt öðrum framleiðendum myndarinnar. „Við höfðum fengið að vita að það væru góðar fréttir og að það væru slæmar fréttir,“ segir Jón Bjarni í samtali við Fréttablaðið en góðu fréttirnar voru þær að handritið hefur vakið mikla athygli hjá stóru kvikmyndaverunum og að ágætis upphæð fékkst fyrir verkið. Um var að ræða gríðarlega stórt verkefni á íslenskan mælikvarða en breska fyrir- tækið Focus Films og Dead Crow Prod- uctions áttu að koma að því ásamt Saga Film. Tökulið myndarinnar átti að vera nánast alíslenskt og fastlega var gert ráð fyrir því að íslenskir leikarar gætu látið ljós sitt skína á hvíta tjaldinu ásamt Bullock. Jón Bjarni segir þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart, þeir hjá Saga Film hafi allt eins búist við þessu en áréttar engu að síður að þeir gangi fullkomlega sáttir frá borði. „Hand- rit í Hollywood ganga kaup- um og sölum fyrir stóran pening og verkefnið held- ur áfram en í breyttri mynd,“ útskýrir hann en vildi hvorki segja af eða á hvort Saga Film myndi kynna Ísland sem hentugan töku- stað fyrir nýjum eig- endum myndarinn- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.