Fréttablaðið - 28.09.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 28.09.2007, Blaðsíða 80
Þegar ég fer í gegnum mynd-aalbúm foreldra minna eru fáar myndir sem vekja með mér meiri óhug en myndirnar sem teknar voru af mér þegar ég var tólf ára. Ég var upp á mitt allra ljótasta á þeim aldri. Einhvern veginn á mörkum þess að vera barn og unglingur og hlutföll lík- amans í samræmi við það. Búk- urinn orðinn nær 170 cm á hæð en vó aðeins 40 kíló. Andlitið lítið, nefið stórt og spangirnar á nýsprottnum fullorðinstönnun- um leiðinlega áberandi. Bekkj- arfélagar mínir voru síst skárri. Öll vorum við jafn skelfilega ólöguleg. varð því nokkuð hissa þegar ég heyrði þær fréttir frá Ástralíu að tólf ára gömul stúlka hefði verið valin andlit tískuvikunnar þar í landi. Af myndum að dæma er hún reyndar nokkuð snopp- ufríðari en ég en það breytir ekki þeirri staðreynd að hún er bara tólf ára. Á þeim aldri var ég ennþá barn og þótt ég þekki áströlsku stúlkuna ekki neitt leyfi ég mér að fullyrða að hún sé það líka. á þetta barn að vera fyr- irmynd fullvaxta kvenna. Ég hef í gegnum árin reynt að sætta mig við þá fásinnu að fyrirmyndir mínar í tískublöðunum séu fimmtán eða sextán ára grunnskól- abörn en nú er mér allri lokið. Með nokkurra mánaða svelti gæti ég mögulega látið mig líkjast sex- tán ára unglingi en það þarf stökkbreytingu eigi ég að ná tólf ára markmiðinu. Þar spillir kyn- þroski minn helst fyrir. tískuvikunnar í London gera þá kröfu að sýning- arstúlkurnar hafi náð sextán ára aldri. Það er jákvæð þróun. Ekki aðeins til að sporna gegn átröskunum og þunglyndi full- orðinna kvenna sem gráta æsku- ljóma sinn heldur ekki síður til þess að sporna gegn fáránleikan- um. Það er bara eitthvað ankanna- legt við að sjá flatbrjósta börn spranga um sýningarpallana í rándýrum Dior- og Chanel-kjólum enda duga launin úr vinnuskólan- um skammt upp í slíkar flíkur. hafa pakkað í vörn og á heimasíðu tískuvikunnar er nú tekið fram að stúlkan sem um ræðir sé orðin þrettán ára. Hún átti víst afmæli í vikunni sem leið og nálgast fermingaraldurinn óðfluga. Það er gott að heyra því öll vitum við að um fermingu eru konur á hápunkti fegurðar sinnar. Um það vitnar fjöldi ferming- armynda sem faldar eru í læstum skúffum á flestum heimilum. Tólf ára í tísku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.