Fréttablaðið - 28.09.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.09.2007, Blaðsíða 1
Hannes Lárusson myndlistarmaður nýtir blóm og ber til víngerðar, tínir söl og snýr sér fífu- kveiki í lampa. Þetta heitir að lifa á landsins gæðum. É blómin. Það er ekki af engu sem hún heitir mjaðurjurt. Það er hunangið sem gefur fyllingun og því betra sem það er því b t iBest er ð f í skólanumFÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2007 Tungumál auka málvitund Börnin í Ísaksskóla læra ensku frá unga aldri. BLS. 6 Efnalaugin BjörgGæðahreinsunGóð þjónustaÞekking Opið: mán-fim 8:00 - 18:00föst 8:00 - 19:00laugardaga 10:00 - 13:00 Auglýsing www.tengi.is • tengi@tengi.is MORA INXX BLÖNDUNARTÆKI Smiðjuvegi 76 • 200 Kópavogur • Sími 414 1000 Baldursnes 6 • 603 Akureyri • Sími 414 1050 Eskja á Eskifirði og Humarvinnslan í Þorlákshöfn sögðu í gær upp samtals 98 starfs- mönnum í landvinnslu. Forsvarsmenn beggja fyrir- tækjanna segja uppsagnirnar mega rekja til þess mikla sam- dráttar í aflaheimildum sem ákveðinn var í sumar. Í Eskju var 39 starfsmönunum sagt upp. Þar er jafnvel búist við að öll starfsemi leggist af í frysti- húsinu um áramót. „Þegar viðamikil endurskipu- lagning liggur fyrir þótti rétt að segja upp öllu starfsfólki til að skapa svigrúm til nauðsynlegra breytinga,“ segir Hjörleifur Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Humarvinnslunnar, þar sem 59 starfsmönnum var sagt upp. „Þetta sýnir okkur hve tæpur rekstrargrundvöllur margra fyrir- tækja er þegar svo mikill kvóta- samdráttur verður. Við höfum gengið út frá því að fimm til sex hundruð störf muni tapast í fisk- vinnslu en 4.500 einstaklingar vinna slík störf í dag,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Sam- taka fiskvinnslustöðva. Arnar segist telja að flest fyrir- tæki reyni að halda óbreyttum rekstri áfram en hann óttist að uppsagnir hefjist af fullum þunga á næsta ári. Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra segir þessar fréttir ekki koma sér á óvart. „Ég óttast það hins vegar að við séum ekki farin að sjá það síðasta í þessum efnum,“ segir ráðherrann, sem jafnframt bendir á að í landinu í heild vanti fólk til starfa. Af þeim ástæðum hafi ríkistjórnin verið gagnrýnd fyrir of miklar mótvægisaðgerðir. Sjálfur sé hann algerlega ósammála þeirri gagn- rýni. „Þrátt fyrir að þensla sé til staðar sums staðar í landinu er hún aldeilis ekki alls staðar veruleikinn.“ Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls starfsgreinafélags á Austurlandi, segir uppsagnirnar „afleiðingar kvótakerfisins í sinni verstu mynd“. Hjördís segir forsvarsmenn fiskvinnslufyrirtækja á Austur- landi nú ígrunda stöðuna sem upp er komin. „Niðurskurðurinn hefur mikil áhrif hér og fyrirséð að þetta verður erfitt víða,“ segir Hjördís Þóra. Búist við að sex hundruð störf tapist í fiskvinnslu Tvö fiskvinnslufyrirtæki í Þorlákshöfn og á Eskifirði sögðu upp samtals 98 starfsmönnum í gær. Formaður Samtaka fiskvinnslufyrirtækja býst við að sex hundruð störf tapist í greininni. Fyrirsjáanlegt segir ráðherra. Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis, SPRON, hefur verið gefinn tíu daga frestur til þess að endurgreiða viðskiptavini sparisjóðsins 33.442 krónur sem hann hefur þurft að greiða vegna svonefnds FIT-kostnaðar. Það er gjald sem nemur 750 krónum fyrir hverja færslu umfram heimild á debetkortareikningi. Oddgeir Einarsson, héraðs- dómslögmaður og einn þriggja eigenda lögmannsstofunnar Opus, sendi SPRON í gær bréf þar sem segir að innheimta FIT-kostnaðar- ins sé ólögmæt. Í bréfinu segir að viðskiptavinurinn sem eigi í hlut hafi ekki samið um að greiða það gjald sem tekið var af honum við hverja „færslu yfir heimild [...] umfram það sem farið var yfir um auk dráttavaxta. Til þess að slík heimild hefði getað talist hluti af samningi aðila hefði það þurft að koma fram berum orðum eða skjal fylgja með sem hluti samnings.“ Það hafi ekki verið svo. Þá er einnig tekið fram í bréf- inu, að jafnvel þótt gjaldskráin sem SPRON innheimtir FIT-kostn- aðinn samkvæmt væri hluti samn- ings, og um heimild væri að ræða til að taka af viðskiptavini „fjár- hæðir sem nema tvöföldum eða margföldum þeim úttektum sem ekki var innistæða fyrir“, þá væri slíkt ákvæði ekki skuldbindandi fyrir viðskiptavini, þar sem þau væru andstæð ógildingarákvæð- um samningarlaga. „Ég tel inn- heimtu á FIT-kostnaðinum ekki standast lög og ef til þarf munu dómstólar skera úr um hvort svo sé.“ Ekki náðist í Ásdísi Bragadótt- ur, innheimtustjóra SPRON, í gær- kvöld. Hefur tíu daga til að borga Danskur nítján ára piltur var í gær dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa hótað Anders Fogh Rasmussen forsætisráð- herra í tölvu- pósti. Pilturinn sendi Rasm- ussen tölvupóst í mars í fyrra þar sem sagði að forsætisráð- herrann „yrði dauður innan níu daga“. Tveimur vikum síðar var hann dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi en þeim dómi var í gær breytt í óskilorðsbundið fangelsi. Pilturinn, sem er virkur meðlim- ur vinstrisinnaðrar ungliðahreyf- ingar, sagðist hafa sent póstinn vegna þess að honum leiddist. Sagði Rasmussen deyja brátt Andstæðingar í boltan- um, samherjar í námi Bruggar vín og býr til kveiki úr fífum Brjálæðingur á pinnahælum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.