Fréttablaðið - 28.09.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 28.09.2007, Síða 18
taekni@frettabladid.is Útgáfa skotleiksins Halo 3 fyrir Xbox 360 leikjatölv- una á miðvikudag fór ekki fram hjá neinum tölvu- leikjaáhugamanni. Fjöldinn allur af fólki mætti á mið- næturopnun BT til að kaupa leikinn á þriðjudagskvöld, en tollurinn setti strik í reikninginn fyrir suma. Hátt í þrjú hundruð manns mættu á miðnætursölu tölvuleiksins Halo 3 fyrir Xbox 360 leikjatölvuna í BT Skeifunni á þriðjudagskvöld. Mið- næturopnunin var haldin í sam- vinnu við Íslenska Xbox samfélagið (ÍXS). Framkvæmdastjóri Micro- soft á Íslandi, Halldór Jörgensson, mætti á svæðið, en Microsoft framleiðir leikjatölvuna. Örvar G. Friðriksson, forsprakki ÍXS og aðalskipuleggjandi kvölds- ins, segir mætinguna hafa verið framar vonum. Hann hafi unnið að þessu kvöldi undanfarnar þrjár vikur, og í raun ákveðið að halda það áður en hann talaði við forsvarsmenn BT. „Ég neyddi þetta eiginlega upp á þá, en þeir eru mjög áhugasamir um sam- starf núna.“ Hugmyndin með kvöldinu var ekki eingöngu að fagna útgáfu Halo 3, heldur einnig til að sýna fram á að til sé markaður á Íslandi fyrir Xbox 360. Til að spila fjöl- spilunarleiki í leikjatölvunni þurfa Íslendingar að skrá heimili sitt erlendis enda þjónustan, sem heitir Xbox Live, ekki í boði hér. „Við tókum þetta allt upp á myndband og ætlum að koma því til forsvarsmanna Microsoft í Lúxemborg, sem sjá um Xbox Live í Evrópu. Þeir vita nákvæmlega ekkert um Ísland, en þegar þeir sjá þrjú hundruð manns bíða eftir að Halo 3 komi út átta þeir sig vonandi á að það er grundvöllur fyrir þjónustunni hér,“ segir Örvar. Sala Halo 3 fór vel af stað um allan heim. Á fyrsta sólarhringn- um seldust eintök fyrir sem sam- svarar tæpum ellefu milljörðum íslenskra króna. Þrjú hundruð mættu á miðnætursölu Halo 3 Eitt stærsta háskerpusjónvarp heims, 103 tommu plasmaflat- skjár frá Panasonic, er til sýnis í verslun Sense í Kópavogi þessa dagana. Sjónvarpið er í eigu tækjaleigu Nýherja, en þrjú tæki hafa verið pöntuð til landsins til að setja í almenna sölu. Verðið er ekki fyrir alla, 7.990.000 krónur. „Með þessum skjá geturðu loksins sýnt efni og haldið kynningar í stóru rými þannig að allir sjái vel á skjáinn,“ segir Hrafnkell Pálmarsson verslunar- stjóri. „Ég hef aldrei séð annað eins.“ Risasjónvarp á átta milljónir Langflestir kaupa flugmiða í gegnum netið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.