Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Undirbýr mót og Gulla Helga Góð hugmynd Árans óheppni Allt litrófið Í dag eru rétt fimmtíu ár frá því geimöld hófst með því að Spútnik-1, fyrsta gervitungli heims, var skot- ið á loft frá Sovétríkjunum. Þegar lágvær bíp-hljóð tóku að berast frá litlum málmhnetti á sporbaug í útjaðri gufuhvolfsins minnkaði heimurinn og sýn mannkynsins á jörðina og geim- inn víkkaði út. Þegar þessi hljóð tóku að ber- ast frá hinum sovéska Spútnik-1, fyrsta gervihnettinum, var geim- öld hafin. Hinn 4. október 1957 varð Spútnik fyrsti gervihnöttur- inn til að komast á sporbaug um jörðu. Og það sem fylgdi í kjöl- farið voru breytingar á daglegu lífi sem fólk nú á dögum tekur sem sjálfsögðum hlut. Sjónvarps- útsendingar, fjarskipti, greiðslu- miðlun, allt hefur þetta breyst stórlega á gervihnattaöld. Með Spútnik var meira en tæknilegum áfanga náð. Hættan á að Sovétmenn næðu yfirráðum yfir geimnum urðu stjórnvöldum í Bandaríkjunum tilefni til að tífalda útgjöld til rannsókna og raungreinamenntunar. Njósna- og fjarskiptagervihnettir hjálp- uðu líka að sögn séfræðinga til við að halda frið á jörðu. Þegar Spútnik fór á sporbaug töldu flestir að framtíðin bæri í skauti sér risastórar geimstöðv- ar og nýlendur á tunglinu og öðrum hnöttum. Óttast var að stríð yrðu háð í geimnum með ófyrirséðum afleiðingum fyrir jarðarbúa. Spútnik breytti heiminum Geðhjálp ætlar að rjúfa einangrun geðsjúkra á aldrinum 12-25 ára, til dæmis með því að byggja upp lok- aðar spjallrásir á netinu. „Við höfum ekki náð til þessa fólks og sjáum lítið af því í okkar starfi. Það er ekki vegna þess að þörfin sé ekki til staðar,“ segir Svanur Kristjáns- son, formaður Geðhjálpar. Geðhjálp vill tryggja stoðir landsbyggðardeilda og koma á fót athvörfum fyrir þá sem hafa ein- angrast í samfélaginu til að gera þetta fólk virkara og hamingjusam- ar. Söfnunarféð sem Geðhjálp fær í sinn hlut í landssöfnun Kiwanis, Lykill að lífi, verður notað í þessu skyni. Ráðgjafastarfsemi Forma verð- ur efld um allt land og komið verð- ur upp skipulagðri forvarnafræðslu í áttunda bekk grunnskóla og fyrsta bekk framhaldsskóla. Edda Ýrr Einarsdóttir, stjórnarformaður Forma, segir að alla hjálp við átröskun sé að finna í Reykjavík. Ekki sé meiningin að vera með ráð- gjafa um allt land en hins vegar eigi að koma upp neti tengiliða sem geta tekið á móti fólki með átrösk- un, sýnt því kærleik og stuðning og stutt það til að leita sér hjálpar. „Við viljum að í hverju bæjarfé- lagi séu einstaklingar sem eru með- vitaðir um átröskun og geta tekið á móti fólki og stutt það til að leita sér hjálpar,“ segir Edda. Hún telur koma til greina að þetta verði hjá hjúkrunarfræðingum eða í skólum svo að dæmi séu nefnd. Í forvarnafræðslunni segir Edda Ýrr að jákvæð líkams- og sjálfs- mynd verði efld og fólki kennt að bera virðingu fyrir líkama sínum. „Við viljum gefa raunhæfari hug- myndir um það hvað er eðlilegt. Fjölmiðlar gera það ekki. Börn hafa enga hugmynd um hvað er eðli- legt,“ segir hún. Barna- og unglingageðdeild Landspítala hefur áform um að gera börnum á BUGL kleift að fá þjálfun og afþreyingu utan deildar- innar, til dæmis með því að koma upp leikaðstöðu utandyra og auð- velda þeim að komast í líkamsrækt, sund og aðrar tómstundir utan deildarinnar. - Rjúfa á einangrun geðsjúkra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.