Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“ Undirbýr mót og Gulla Helga
Góð hugmynd
Árans óheppni Allt litrófið
Í dag eru rétt fimmtíu ár
frá því geimöld hófst með
því að Spútnik-1, fyrsta
gervitungli heims, var skot-
ið á loft frá Sovétríkjunum.
Þegar lágvær bíp-hljóð tóku að
berast frá litlum málmhnetti á
sporbaug í útjaðri gufuhvolfsins
minnkaði heimurinn og sýn
mannkynsins á jörðina og geim-
inn víkkaði út.
Þegar þessi hljóð tóku að ber-
ast frá hinum sovéska Spútnik-1,
fyrsta gervihnettinum, var geim-
öld hafin. Hinn 4. október 1957
varð Spútnik fyrsti gervihnöttur-
inn til að komast á sporbaug um
jörðu. Og það sem fylgdi í kjöl-
farið voru breytingar á daglegu
lífi sem fólk nú á dögum tekur
sem sjálfsögðum hlut. Sjónvarps-
útsendingar, fjarskipti, greiðslu-
miðlun, allt hefur þetta breyst
stórlega á gervihnattaöld.
Með Spútnik var meira en
tæknilegum áfanga náð. Hættan
á að Sovétmenn næðu yfirráðum
yfir geimnum urðu stjórnvöldum
í Bandaríkjunum tilefni til að
tífalda útgjöld til rannsókna og
raungreinamenntunar. Njósna-
og fjarskiptagervihnettir hjálp-
uðu líka að sögn séfræðinga til
við að halda frið á jörðu.
Þegar Spútnik fór á sporbaug
töldu flestir að framtíðin bæri í
skauti sér risastórar geimstöðv-
ar og nýlendur á tunglinu og
öðrum hnöttum. Óttast var að
stríð yrðu háð í geimnum með
ófyrirséðum afleiðingum fyrir
jarðarbúa.
Spútnik breytti heiminum
Geðhjálp ætlar að rjúfa einangrun
geðsjúkra á aldrinum 12-25 ára, til
dæmis með því að byggja upp lok-
aðar spjallrásir á netinu. „Við
höfum ekki náð til þessa fólks og
sjáum lítið af því í okkar starfi. Það
er ekki vegna þess að þörfin sé ekki
til staðar,“ segir Svanur Kristjáns-
son, formaður Geðhjálpar.
Geðhjálp vill tryggja stoðir
landsbyggðardeilda og koma á fót
athvörfum fyrir þá sem hafa ein-
angrast í samfélaginu til að gera
þetta fólk virkara og hamingjusam-
ar. Söfnunarféð sem Geðhjálp fær í
sinn hlut í landssöfnun Kiwanis,
Lykill að lífi, verður notað í þessu
skyni.
Ráðgjafastarfsemi Forma verð-
ur efld um allt land og komið verð-
ur upp skipulagðri forvarnafræðslu
í áttunda bekk grunnskóla og fyrsta
bekk framhaldsskóla. Edda Ýrr
Einarsdóttir, stjórnarformaður
Forma, segir að alla hjálp við
átröskun sé að finna í Reykjavík.
Ekki sé meiningin að vera með ráð-
gjafa um allt land en hins vegar
eigi að koma upp neti tengiliða sem
geta tekið á móti fólki með átrösk-
un, sýnt því kærleik og stuðning og
stutt það til að leita sér hjálpar.
„Við viljum að í hverju bæjarfé-
lagi séu einstaklingar sem eru með-
vitaðir um átröskun og geta tekið á
móti fólki og stutt það til að leita
sér hjálpar,“ segir Edda. Hún telur
koma til greina að þetta verði hjá
hjúkrunarfræðingum eða í skólum
svo að dæmi séu nefnd.
Í forvarnafræðslunni segir Edda
Ýrr að jákvæð líkams- og sjálfs-
mynd verði efld og fólki kennt að
bera virðingu fyrir líkama sínum.
„Við viljum gefa raunhæfari hug-
myndir um það hvað er eðlilegt.
Fjölmiðlar gera það ekki. Börn hafa
enga hugmynd um hvað er eðli-
legt,“ segir hún.
Barna- og unglingageðdeild
Landspítala hefur áform um að
gera börnum á BUGL kleift að fá
þjálfun og afþreyingu utan deildar-
innar, til dæmis með því að koma
upp leikaðstöðu utandyra og auð-
velda þeim að komast í líkamsrækt,
sund og aðrar tómstundir utan
deildarinnar. -
Rjúfa á einangrun geðsjúkra