Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 24
[Hlutabréf] Stofnfjáreigendur í Byr – spari- sjóði samþykktu einróma samein- ingu við Sparisjóð Kópavogs (SPK) á fundi í gær. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Kópavogs höfðu áður gert slíkt hið sama. „Núna bíðum við bara samþykk- is bæði Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlits, en samrun- inn er þar til umsagnar,“ segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðs- stjóri Byrs. Virði sameinaðs sjóðs liggur nærri 45 milljörðum króna, en Byr varð til við sameiningu Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnar- fjarðar 1. desember í fyrra. Sam- einaður sjóður Byrs og SPK verð- ur rekinn undir merkjum Byrs. Í kjölfar þess að samruni sjóð- anna hefur verið samþykktur segir Ragnar að kraftur færist í samrunaviðræður Byrs og Spari- sjóðs Norðurlands og vonast til að þar liggi fyrir niðurstaða innan tíðar. Samruni Byrs og SPK samþykktur Félögin Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy hafa verið sameinuð undir nafni þess fyrrnefnda. Eignir sameinaðs félags nema 65 milljörðum króna og heildarhlutafé 40 millj- arðar. Starfsmönnum Orku- veitunnar býðst að kaupa hlut í félaginu á genginu 1,3. Félagið á að skrá á markað innan tveggja ára. Stjórnir Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy hafa undirritað samkomulag um sameiningu félaganna undir merkj- um hins fyrrnefnda. Heildarverð- mæti félagsins eftir sameiningu nemur um 65 milljörðum króna. Stærstu eigendur eru Orkuveita Reykjavíkur með 35,5 prósent, FL Group með 27 prósent og Atorka Group með fimmtungshlut. Forsvarsmenn félagsins segja að við sameininguna verði til leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í fjárfest- ingum og þróun á sviði jarðvarma. Stjórnarformaður félagsins verður Bjarni Ármannsson og for- stjórar félagsins verða Guðmund- ur Þóroddsson og Ásgeir Margeirs- son. Á verkefnalista REI er bygging og kaup um 700 megawatta raf- orkuvinnslu sem nær meðal ann- ars til Bandaríkjanna, Filippseyja, Grikklands, Indónesíu, Þýskalands og Eþíópíu, en framtíðarmarkmið félagsins er að framleiða þrjú til fjögur þúsund megavött fyrir lok árs 2009. „Þetta eru mjög metnaðarfull markmið sem leiða munu til þess að til verður langstærsta orku- fyrirtæki heims á sviði jarðvarma,“ segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group, og telur að með samein- ingu þessara tveggja lykilkrafta íslenskrar orkuútrásar sé kominn öflugur vettvangur til enn frekari vaxtar. „Þarna eru auknir mögu- leikar á dreifðara tekjustreymi frá hinum ýmsu sviðum. En auðvitað snýst þetta aðallega um verkefnin sem fyrir dyrum standa,“ segir hann og telur mikið svigrúm til verðmætaaukningar á næstu árum. „En auðvitað þarf að vinna vel úr spilunum. Samkeppni er einhver, en við teljum okkur geta náð leið- andi stöðu,“ segir hann og kveður stefnt að skráningu félagsins á markað jafnskjótt og auðið er. „Því ferli hröðum við töluvert með því að sameina félögin því reksturinn er þá strax frá fyrsta degi umfangs- meiri en ella.“ Bjarni Ármannsson, sem stadd- ur var í Gíneu Bissá í gær, segir stefnt að markaðsskráningu vorið 2009. „Saman eru þessi félög með mörg fjárfestingaverkefni í far- vatninu og ná saman að stækka hraða og ná meiri áhættudreifingu. Þá hafa þau meira mannafl og fjár- magn til að sækja fram. Það mun hraða bæði fjárfestingu og skrán- ingu frá því sem annars hefði orðið.“ Lykilkraftar útrásar orkugeira sameinast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.