Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 8
 „Ég dreg þetta þá bara frá fasteignagjöldunum,“ segir Sigfús Bergmann Gunnars- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Kynnisferða, sem sættir sig ekki við að Kópavogsbær neiti að greiða 658 þúsund krónur fyrir hreinsun á húsnæði fyrirtækisins. Sigfús segir að eftir að Kynnis- ferðir fluttu inn í nýtt húsnæði í Vesturvör í byrjun maí hafi nán- ast ríkt þar umsátursástand næstu tvo mánuðina vegna mikils ryk- makkar sem lagði frá vörubílum sem fluttu efni í landfyllingu þar hjá. „Það var ríkjandi norðanátt og þurrkur í blíðviðrinu á þessum tíma og rykið stóð alltaf beint yfir okkur. Svona fínt ryk smýgur um allt og húsið var fullt af því. Við teljum að tvær tölvur hjá okkur hafi orðið fyrir skemmdum og fólk gat ekki verið hérna vegna þess að það var allt í ryki og fór stundum heim um miðjan dag,“ segir Sigfús. Til viðbótar þessum óþægindum nefnir Sigfús að til lítils hafi verið að þrífa rútur í þvottastöð fyrir- tækisins. „Rúturnar fóru í gegn- um þvottastöðina til að verða til- búnar fyrir næsta dag en voru varla komnar út á plan þegar þær voru orðnar grútskítugar aftur í rykmekkinum,“ segir hann. Að sögn Sigúsar leitaði hann ítrekað ásjár Kópavogsbæjar. „Ég margbað bæjaryfirvöld að reyna að koma í veg fyrir þessa ryk- mengun með því að vökva uppfyll- ingarsvæðið með vatni eða ein- hverju öðru bindiefni. Það eina sem þeir gerðu var að setja hérna rétt á malarveginn sem er að upp- fyllingunni en það dugði lítið,“ segir Sigfús sem kveður ástandið hafa varað allt þar til bærinn sneri sér að uppfyllingu á öðrum stað í Kársnesi. Sigfús segir að ekki hafi verið annað hægt en að þrífa öll húsa- kynni fyrirtækisins hátt og lágt. Það hafi kostað sitt. Hann hafi síðan sent Kópavogsbæ reikning upp á áðurnefndar 658 þúsund krónur sem sé hógvær krafa miðað við þann kostnað sem Kynnisferðir hafi orðið fyrir vegna landfyll- ingagerðar bæjarins. Reikningurinn var endursendur og Sigfús leitaði þá beint til bæjar- ráðs sem hafnaði því að greiða upphæðina eins og áður segir. „Þá borga ég ekki fasteignagjöldin hérna,“ ítrekaði aðstoðarfram- kvæmdastjórinn þegar honum voru færð tíðindin af ákvörðun bæjarráðs. Borgar ekki fasteignagjöld nema fá hreinsun greidda Kópavogsbær neitar að greiða 658 þúsund króna reikning frá Kynnisferðum vegna hreinsunar á ryki frá landfyllingu. Aðstoðarframkvæmdastjórinn segist þá munu halda upphæðinni eftir af fasteignagjöldum. Borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa lagt fram tillögu í borgarstjórn um teng- ingu leiðakerfis Strætó við græn svæði frá og með næsta sumri. „Hafinn verði undirbúningur að leiðum á valda staði, svo sem í Heiðmörk, skógræktarsvæðið í Úlfarsfelli og á fleiri staði í Græna treflinum,“ segir í tillögu Vinstri grænna sem jafnframt vilja að kannað verði hvort forsenda sé fyrir samstarfi Strætó og þeirra sem halda úti áætlanaferðum til eyja á höfuð- borgarsvæðinu. Með strætó út í náttúruna Fólk hringir daglega á skrifstofu seðlabankastjóra og biður um viðtal. Oftast gengur greiðlega fyrir almenning að fá slík viðtöl, að því gefnu að erindið falli undir hlutverk Seðlabankans. Viðtöl eru gjarnan veitt í gegnum síma. Bankastjórarnir þrír eru ekki með fastan viðtalstíma og skipta stundum með sér þessum erindum þannig að einn svari fyrir annan. Vilji fólk endilega tala við ákveðinn bankastjóra er þó reynt að verða við því. Biðtími fyrir almenning fer eftir efni og aðstæðum. Beðið daglega um viðtal Viktor Júsjenko, for- seti Úkraínu, sagði í gær að fimm flokkar hefðu fengið nægilegan atkvæðafjölda til að komast inn á þing og kallaði eftir því að stjórn- armyndunarviðræður myndu hefjast. Yfirlýsingin þykir til marks um þá miklu óvissu sem ríkir með útkomu þingkosning- anna síðastliðinn sunnudag. Næstum öll atkvæði höfðu verið talin í gær og sýndu tölur að nýmyndað bandalag Júsjenko og Júlíu Tímosjenko var afar nálægt því að geta myndað meirihluta á þingi. Bandamenn Júsjenko hafa lýst yfir að fái bandalag þeirra meirihluta á þingi muni hann skipa Tímosjenko forsætisráðherra á ný, eins og hann gerði eftir sigur þeirra árið 2004. En yfirlýsingin í gær virtist gera ráð fyrir þeim möguleika að hann og Tímosjenko myndu ekki geta myndað meiri- hlutastjórn. Flokkur Tímosjenko var með 30,74 prósent og flokkur Júsjenko með 14,17 prósent þegar 99,84 pró- sent atkvæða höfðu verið talin í gær. Flokkur andstæðings þeirra, Viktors Janúkóvitsj forsætisráð- herra, var með 34,33 prósent. Júsjenko og Tímosjenko vilja aukið samstarf við Vesturlönd meðan Janúkóvitsj þykir hliðholl- ari Rússlandi. Tímosjenko hefur lýst yfir að hún vilji ekki starfa með flokki Janúkóvitsj. Óvissa með útkomu kosninga Hver er heimsmeistari í skák? Hvað heitir forseti Kína? Hver skoraði sigurmark Man. Utd gegn Roma í Meistaradeild- inni á þriðjudagskvöld?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.