Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 20
hagur heimilanna Ferðamenn kaupa fartölvur og myndavélar í auknum mæli erlendis og sleppa því að greiða gjöld í rauða hlið- inu á Keflavíkurflugvelli. Hald er lagt á slíka hluti ef ferðamenn framvísa ekki kvittun eða ábyrgðarskír- teini. Nokkrir tugir mála hafa komið upp á þessu ári hjá Tollgæslunni á Suð- urnesjum þar sem fólk hefur keypt myndavélar, fartölvur eða vídeó- myndavélar erlendis og flutt til landsins án þess að gefa það upp við komuna. Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri Tollgæslunnar á Suðurnesjum, segir að ferðamenn þurfi að hafa meðferðis kvittanir eða ábyrgðarskírteini til að sýna fram á að hlutirnir hafi verið keypt- ir áður en haldið var utan. „Margir eiga fartölvur og fínar myndavélar og ekkert að því að fólk taki þennan búnað með sér. Við erum bara að framfylgja reglum um að fólk greiði keisaranum það sem honum ber og förum fram á að fólk hafi með sér pappíra sem sýni að þetta hafi verið keypt á Íslandi og þau gjöld greidd sem fólki ber að greiða,“ segir hann. Ferðamenn mega flytja inn varn- ing að verðmæti 46 þúsund krónur hver, þar af má einn hlutur kosta helminginn af þessari upphæð. Ef verðmætið er meira ber að fara í rauða hliðið og greiða 24,5 prósenta virðisaukaskatt af því sem er umfram. Kári segir að ferðamenn séu fljótt komnir upp í þessa upp- hæð. Sú þróun hefur farið vaxandi á þessu ári að ferðamenn á leið til Bandaríkjanna og annarra Evrópu- landa hafi keypt tölvur og mynda- vélar og flutt til landsins. Kári segir að fartölvueign landsmanna hafi aukist gífurlega á síðustu þremur til fjórum árum og nú þyki fartölv- an nauðsynleg í ferðalagið. Ef grun- ur leiki hins vegar á ólöglegum inn- flutningi og viðkomandi ekki með kvittanir eða ábyrgðarskírteini sé lagt hald á hlutinn í nokkra daga meðan viðkomandi skilar nauðsyn- legum gögnum. Ef gögnin skila sér ekki sé gerð skýrsla um málið og sektum beitt. Kári segir að tollgæslan sé nán- ast hætt að skrá tæki fyrir brottför eins og stundum áður. „Við lentum í því að þeir sem vildu skrá tæki voru oftast þeir sem höfðu komið með vélarnar ólöglega inn í landið og höfðu þá ekki neina pappíra. Við skráum aðeins hluti sem fólk getur sýnt fram á að það hafi keypt á Íslandi og þá þurfa menn hvort sem er að koma með kvittanir, ábyrgðarskírteini eða aðra pappíra sem sanna þetta,“ segir hann. Ábyrgðarskírteini og kvittanir með til útlanda Árni Helgason, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, bjarg- aði sér fyrir horn á leið í samkvæmi. Þúsundkallarnir þramma á haugana Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.