Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 44
Íslenska óperan frumsýnir í kvöld Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss. Verk- ið, sem fyrst var frumsýnt árið 1912, er nú sýnt í fyrsta skipti hérlendis. Alls koma sextán íslenskir ein- söngvarar fram í sýningunni, auk þess sem Ingvar E. Sigurðsson fer með talhlutverk. Leikstjóri er Þjóðverjinn Andreas Franz, en þetta er í fyrsta sinn sem hann starfar við Íslensku óperuna. Hann segir áhersluna í þessari uppfærslu vera á söguna sem á sér stað í verkinu. „Það skiptir mig miklu máli að miðla sögunni á sem skýrastan hátt. Sagan segir frá samskiptum tónlistarmanna og hvað þeir læra af því að þurfa að vinna saman.“ Sem dæmi nefnir leikstjórinn samskipti tveggja persóna í verk- inu. „Aðalkvenpersónurnar tvær, Ariadne og Zerbinetta, eru nánast eins og dagur og nótt að flestu leyti. Til að mynda eru viðhorf þeirra til ástarinnar ólík; Ariadne vill bara elska þann eina rétta en Zerbinetta vill elska alla karl- menn. Þær eru báðar öfgakenndar í viðhorfum sínum og komast að því að þær eru betur settar ef þær nálgast hvor aðra eilítið.“ Andreas hefur ekki áður unnið að uppsetningu þessa verks. „Ég hef aldrei komið að þessari óperu áður, en ég hef séð uppsetningar á henni og mér þykir hún búa yfir áþreifan- legri spennu. Verkið er samið og sett á svið skömmu fyrir heims- styrjöldina fyrri og það svífur ein- hver ógn yfir vötnum. Persónur verksins eru afar uppteknar af að skemmta sér og lifa hátt; það er eins og þær viti að bráðlega verði bundinn endi á gleðskapinn.“ Æfingar á verkinu hafa staðið yfir síðan í lok sumars og segir Andreas æfingaferlið hafa verið ánægjulega reynslu. „Þetta hefur verið frábær tími. Íslenska óper- an er lítið óperuhús, en þetta verk hentar henni afar vel. Það hefur einnig verið gaman að vinna með íslensku söngvurunum vegna þess að þeir eru mjög góðir. Það kom mér þægilega á óvart hvað þetta er framúrskarandi teymi sem vinnur að þessari sýningu; það er leitun að öðru eins við stærri óperuhús erlendis.“ Enn fremur lætur leikstjórinn vel af dvöl sinni hérlendis. „Þetta hefur verið yndislegur tími. Fólk- ið er afar vinalegt og náttúran falleg. Það eina sem ég get sett út á er veðráttan; ég er frá Ham- borg þar sem veðrið er eilítið frá- brugðið því sem gerist hér. Aftur á móti er líka skemmtilegt að kynnast svona framandi veður- fari,“ segir Andreas Franz að lokum. Leg fer aftur á svið nú um helg- ina, en þessi nýi íslenski söngleik- ur vakti mikla lukku á fjölum Þjóðleikhussins á liðnum vetri. Sýningin sópaði að sér áhorfend- um og hlaut á endanum tólf til- nefningar til Grímu-verðlauna og vann verðlaun fyrir tónlist sem hljómsveitin Flís tók heim með sér. Nú hafa níu þúsund áhorfend- ur séð sýninguna og miðað við athygli ætti sá fjöldi að þrefaldast á næstu mánuðum. Verkið sækir sitthvað í örmynda- sögur höfundarins Hugleiks Dags- sonar sem vakið hafa athygli. Við- fangsefni verksins eru ýmsar meinsemdir íslensks samfélags sem höfundurinn tekst á við með sínum einstaka helsvarta húmor. Í Legi leggja Hugleikur og félagar til atlögu við söngleikjaformið en aðalpersónan Kata er óléttur og ólukkulegur Garðbæingur sem þarf ekki aðeins að eiga við mögu- legan skilnað foreldra sinna, fuglaflensu bróður síns og ístöðu- lausan kærasta heldur er félags- ráðgjafinn í skólanum ekki allur þar sem hann er séður. Hnattvæð- ing, virkjanaframkvæmdir og Jesús Kristur koma við sögu. Leikstjóri sýningarinnar er Stefán Jónsson, Flís sér um tónlist og hljóðmynd. Ljósa- og mynd- bandshönnun annast Freyr Vilhjálmsson og Gideon Kiers. Ilmur Stefánsdóttir sér um leik- mynd, búninga hannar Þórunn Elísabet Sveinsdóttir en leikgervi Árdís Bjarnþórsdóttir. Í leikhópnum eru Atli Rafn Sig- urðarsson (kvensjúkdómalæknir- inn Hjörtur), Dóra Jóhannsdóttir (unglingsstúlkan Kata), Edda Björg Eyjólfsdóttir (Ingunn vin- kona), Elma Lísa Gunnarsdóttir (Gitte hin danska), Friðrik Frið- riksson (Kalli bróðir með fugla- flensuna), Halldóra Geirharðs- dóttir (móðirin Vala), Jóhannes Haukur Jóhannesson (Sigmar Snær og fleiri), Katla Margrét Þorgeirsdóttir (amman og fleiri), Kjartan Guðjónsson (Ari hinn söngelski) Stefán Hallur Stefáns- son (Andri/Andrew) og Valur Freyr Einarsson (dr. Smith, Þossi og fleiri). Tóndæmi úr sýningunni og myndband má finna á bloggsíðu Þjóðleikhússins, www.leikhusid. blog.is Hugleikur Dagsson er með nýtt verk í smíðum en verk hans Bað- stofan verður frumsýnt í vetur í Kassanum. Sami hópur stendur að þeirri sýningu og mun Stefán Jónsson leikstýra henni einnig. Leg aftur í gang Hádegistónleikaröðin Von103 fer af stað á morgun. Tónleikarnir, sem verða haldnir fyrsta föstudag hvers mánaðar, fara fram í sam- nefndum sal SÁÁ í Efstaleiti 7 í Reykjavík. Listrænn stjórnandi tónleik- anna er Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari og fær hún til liðs við sig góða gesti úr röðum íslenskra tónlistarmanna hverju sinni. Nína kemur fram á morgun ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur, konsertmeistara Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Verkin sem verða á dagskrá eru Sónata óp. 100 og Scherzo eftir Brahms. Nína segir verkin vera skemmti- lega ólík þótt bæði séu eftir sama höfund. „Fyrra verkið sem við leikum á tónleikunum kallast Scherzo og er sónötukafli. Brahms og nokkrir vinir hans sameinuðust um að semja sónötu handa sam- eiginlegum vini sínum í afmælis- gjöf, og samdi hver þeirra sónötu- kafla. Í dag er kafli Brahms vel þekktur, en sónatan sjálf er minna leikin, enda verkið í heild sinni frekar sundurleitt. Kaflinn er áleitinn og spennandi og ber þess merki að það er ungur Brahms sem samdi hann. Síðan flytjum við ópus eftir sama höfund sem er yfirvegað og þroskað stykki og er það ljóst að höfundurinn hefur elst og þroskast.“ Tónleikarnir eru haldnir í sam- starfi við SÁÁ, Ríkisútvarpið og Te og kaffi. „Tónleikaröðin er liður í forvarnastarfi ungmennadeildar SÁÁ í formi tónlistarfræðslu og því leggja samtökin til þennan fína kammertónlistarsal fyrir tón- leikana. Ríkisútvarpið sér um að hljóðrita alla tónleikana í röðinni og verða þeir sendir út einhvern tíma síðar. Svo stendur fyrirtækið Te og kaffi fyrir veitingasölu á tónleikunum svo að fólk getur notið hressingar á meðan það hlýð- ir á klassíska tóna í hádeginu,“ segir Nína. Tónleikarnir verða um fjörtíu mínútna langir án hlés og hefjast þeir klukkan 12.15. Miðaverð er 2.000 krónur. Tvær hliðar Brahms Hundrað og eitt tækifæri er yfir- skrift þings sem Torfusamtökin efna til á laugardag í gamla Iðnó. Samtökin hafa starfað af nokkrum krafti undir nýrri forystu eftir að hafa legið í dvala um árabil. Enda er nú tekist á um framtíð byggðar með ströndinni við Reykjavík og margt til umræðu í þeim áætlun- um. Á fundinum í Iðnó á laugardag verður rætt um Laugaveginn sér- staklega en eins og lesendur Fréttablaðsins hafa tekið eftir eru miklar áætlanir í uppsiglingu um breytingar á þessari fornu versl- unargötu borgarinnar, leiðinni inn að laugunum í Laugardal þar sem formæður borgarinnar gengu með þvott sinn á fyrri tíð. Hvert ætti gildi og hlutverk byggingararfsins að vera í upp- byggingu Laugavegar og Kvosar- innar, spyrja menn og svörin koma úr ýmsum áttum: Meðal frummæl- anda eru Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarkona sem hefur látið til sín taka í opinberri umræðu um framtíð Þingholta og Skugga- hverfis, Guja Dögg Hauksdóttir, forstöðumaður Byggingarlistar- deildar Kjarvalstaða, Margrét Harðardóttir og Steve Christer, arkitektar Studio Granda, en þau áttu sigurtillögu um breytingar á Lækjartorgi nýlega, og Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson, hagfræð- ingur og fréttamaður, sem hefur unnið rannsókn á möguleikum í endurbyggingu á svæðinu. Að loknum ræðum frummæl- enda verður efnt til opinna umræðna og eru allir velkomnir. Er við hæfi að hafa fundinn í hinu forna félagsheimili iðnaðarmanna sem fyrir mörgum árum var end- urbyggt og er nú sönn borgar- prýði. - Torfusamtökin þinga Sinfóníuhljómsveitin í heimsókn til Keflavíkur kl. 22.15 Í kvöld verður fyrsti hluti af þremur í leikþáttaröð eftir Kristínu Ómarsdóttur fluttur á Rás 1. Leikstjóri er Guðmundur Ingi Þor- valdsson en í helstu hlutverkum eru Sóley Elíasdóttir, Þórdís Elva Þorvalds- dóttir Bachmann, Sveinn Þórir Geirsson og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir. Hljóðvinnslu annast Hjörtur Svavars- son. Í leikverki sínu, Smá sögum, skoðar Kristín Ómarsdóttir tengslin innan fjölskyldunnar á sinn ísmeygilega hátt. Verkið samanstendur af tíu sjálfstæðum leikþáttum sem saman mynda eina heild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.