Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 40
Klukkan 13.15 í dag hefst hátíðarsam- koma verkfræðideildar Háskóla Ís- lands í tilefni af 70 ára afmæli Júlíusar Sólnes prófessors fyrr á árinu. Veislan er haldin í hátíðarsal háskól- ans og allir eru velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. Þrír erlendir prófessorar og fyrrverandi samstarfsmenn Júlíus- ar heiðra samkomuna og flytja erindi um jarðskjálftaverkfræði og önnur við- fangsefni. Einnig verða íslenskir sér- fræðingar með áhugaverð erindi um verkfræðitengd efni. Kristín Ingólfs- dóttir rektor ávarpar afmælisbarn- ið auk Ebbu Þóru Hvannberg, forseta verkfræðideildar. Júlíus var beðinn að rifja upp nokk- ur atriði úr sínum starfsferli í tilefni af þessum tímamótum. Hann er í byrjun spurður hvort hann hafi haldið upp á afmælið í mars. „Já, ég hélt upp á afmælið á Kanaríeyjum með stórfjölskyldunni. Við fórum tólf á aldrinum eins árs upp í sjötugt,“ svar- ar hann glaðlega og bætir við: „Fyrst var haldinn fundur um hvort halda ætti stóra veislu í bænum en meiri- hlutinn greiddi atkvæði með hugmynd- inni um að fara til Kanarí. Það var mjög ánægjulegt og einstakt tækifæri til að fara öll saman því nú eru allir komnir út um hvippinn og hvappinn.“ Júlíus á í raun fleiri stórafmæli því nú eru 35 ár síðan hann tók við stöðu próf- essors í verkfræðideild HÍ. Hann byrj- aði með látum eins og hann lýsir. „Ég var starfandi í Danmörku en kom heim um jólin 1972 til að taka við embætt- inu hér, fór svo út aftur en kom þegar misserið í deildinni byrjaði, um 20. jan- úar. Mitt fyrsta verkefni var að fara út í Vestmannaeyjar og reyna að koma í veg fyrir að þök hryndu undan ösku í Heimaeyjargosinu sem þá var nýhafið. Það var eiginlega ótrúlegt að lenda í því í fyrstu vikunni og mjög lærdómsríkt.“ Þegar haft er orð á því að hann hafi komið víða við á ferlinum, meðal annars sem sveitarstjórnarmaður á Seltjarn- arnesi, einn af stofnendum Borgara- flokksins og fyrsti umhverfisráðherra Íslands, segir hann: „Þetta hefur verið skemmtilegur og litríkur tími. Maður asnaðist inn í stjórnmál og það var skemmtileg lífsreynsla. Þegar ég lít til baka var gaman að kynnast þeim þætti þjóðlífsins en ég er samt óskaplega feg- inn að hafa ekki eytt allri ævinni í að vera stjórnmálamaður. Mér hefur líka þótt alveg óskaplega gaman að setja mig inn í umhverfismál. Ég varð mik- ill náttúruverndarsinni af því að vera í umhverfisráðuneytinu og er lítt hrifinn af álverum. Ég tel að Íslendingar eigi marga aðra kosti og betri en að hrúga þeim hér upp.“ AFMÆLI „Áður en börnin okkar koma heim í líkkistum frá Írak og konur og börn láta lífið í Bagdad, verð ég að vita hvað Írak hefur gert okkur?“ Rafrænt skráningarkerfi fyrir Læknavaktina á höf- uðborgarsvæðinu var tekið í notkun fyrir helg- ina. Markmiðið er þátt- taka í rafrænni framþróun heilbrigðiskerfisins. Með nýja kerfinu verður hægt að setja margar greining- ar á sama samskiptaseð- il, læknabréf kemur sjálf- krafa með upplýsingar um lyfjagjöf ásamt öðrum upp- lýsingum. Á móttökuna koma ár- lega um 60 þúsund manns eða um 170 manns á dag. Það var Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem vígði nýja kerfið. Nýtt tölvukerfi á læknavaktina Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Rósa Björg Sveinsdóttir Sæból 16, Grundarfirði, lést á St. Franciskuspítalanum í Stykkishólmi, fimmtudaginn 27. sept sl. Jarðarförin fer fram í Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 6. okt. kl. 13.30. Ragnar Ingi Haraldsson Jóna Björk Ragnarsdóttir Guðmundur Smári Guðmundsson Auður Hanna Ragnarsdóttir Reynir Ragnarsson Ásgeir Ragnarsson Þórey Jónsdóttir Sveinn Ingi Ragnarsson Hjördís Pálsdóttir barnabörn. MOSAIK Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför Þórunnar Andrésdóttur Stóra-Ási, Hálsasveit. Andrés Magnússon Martha Eiríksdóttir Kolbeinn Magnússon Lára Kristín Gísladóttir Jón Magnússon Halla Magnúsdóttir Hreiðar Gunnarsson Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengda- móðir, dóttir, amma og systir, Hreindís Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, andaðist á Landspítalanum hinn 1. október. Útförin fer fram frá Bústaðarkirkju mánudaginn 8. október kl. 13.00. Einar Sigurgeirsson Sigríður Einarsdóttir Sindri Sveinsson Geirmundur Einarsson Arna Jóhannsdóttir Elísabet H. Einarsdóttir Ólafur Á. Haraldsson Ragna Kemp barnabörn og systkini hinnar látnu. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Friðrikka Bjarnadóttir Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður til heimilis að Hæðargarði 35, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 4. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Sóltúns, Hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Bjarni Ólafsson Rannveig Guðmundsdóttir Bjarney Ólafsdóttir Richard A. Hansen Ólafur E. Ólafsson Guðrún Gunnarsdóttir Jón S. Ólafsson Caroline Nicholson Dómhildur I. Ólafsdóttir Jón Hilmar Friðriksson Þóra S. Ólafsdóttir Páll M. Pálsson barnabörn og langömmubörn. BSRB-verkfallið hefst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.