Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 52
Sögur um að aðþrengda eiginkonan Eva Longoria og eiginmaður hennar, Tony Parker, hefðu tekið upp kynlífsmyndband sem væri í þann veginn að leka á netið reyndust ekki á rökum reistar. Þó var sannleikskorn í sögunni enda lék Eva í nokkurs konar eftirlíkingu af kynlífs- myndbandi Paris Hilton fyrir vefsíðuna Funny or Die sem var sett á vefinn í fyrradag. Í myndbandinu sést hvar Eva situr á rúmi ásamt ljóshærðum manni og efast í fyrstu um að upptakan sé góð hugmynd. En eftir að meðleikarinn lofar að setja myndbandið á öruggan stað, það er í hanskahólfið í bílnum sínum, samþykkir hún að vera með. Í framhaldinu sjást þau fáklædd í koddaslag auk þess sem þau hnoðast um í rúminu og hringja í afgreiðslu hótelsins til þess að láta vita að öskrin úr herberginu séu „betri gerðin“. Svo tekur maðurinn Evu í „flugvél“ og gerir armbeygjur með hana sitjandi á bakinu. Ekki eru allir sammála um hversu fyndið myndbandið er, sérstaklega í ljósi þess að þrjú ár eru síðan myndbandið með Paris lak á netið og „brandarinn“ því orðinn heldur gamall. Hægt er að sjá myndbandið og mynda sér skoðun á því á slóðinni www.funnyordie.com. Kynlífsmyndbandið var gabb Pálmi Gestsson fagnaði fimmtugu ásamt vinum og velunnurum á Nasa á þriðju- dagskvöldinu. Veislan var að sögn eiginkonunnar hugljúf og falleg. „Ég gaf honum korselett, bleikt og appelsínugult. Ég hef aldrei verið með manni á sextugsaldri og vissi því ekkert hvað ég átti að gefa honum,“ segir Sigurlaug Halldórs- dóttir, eiginkona Pálma, þegar hún er spurð hvað hún hafi gefið manninum sínum. „Ég lét það reyndar fylgja með að við yrðum bara að máta þetta bæði til að sjá hvort það passaði,“ heldur hún áfram. Að sögn Sigurlaugar var veislan fyrst og fremst falleg og ekki var nokkur skortur á góðum ræðumönnum, eins og gefur að skilja í slíku samkvæmi. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Stefán Baldursson, fyrrverandi þjóð- leikhússtjóri og núverandi óperu- stjóri, sem fór yfir feril leikarans og þá flutti sonur Pálma, Gestur, einnig ræðu. Veislustjóri var Hjálmar Jóns- son dómkirkjuprestur og að sögn Sigurlaugar fór hann alveg á kostum. Núverandi Spaugstofumenn létu sitt ekki eftir liggja og sungu fyrir hann brag þar sem óspart grín var gert að nafninu Pálmi. „Pálmi var alveg alsæll með þetta og við erum eigin- lega bara enn að jafna okkur og ná okkur niður á jörðina,“ segir Sigur- laug. „Loksins kemur framsýnn og gáfaður maður eins og Þórhallur Gunnarsson sem dagskrárstjóri. Maður sem tekur eitthvað stórkostlegt á borð við Tví- höfða og kemur því í sjónvarp. Mér hefði aldrei dottið þetta í hug,“ segir Jón Gnarr en hann og Sigurjón Kjart- ansson eru meðal þeirra sem koma fram í þættinum Laugardagslögin sem verð- ur frumsýndur í Sjónvarpinu á laugar- dag. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er kynnir í þættinum en fjölmargir aðrir koma að honum á einn eða annan hátt. Jón segir að þeir Tvíhöfðamenn muni bæði koma fram í beinni útsendingu og í fyrirfram unnum innslögum. Hins vegar hefur mesta vinnan legið í því að útbúa gervi fyrir hvern og einn karakt- er sem hefur unnið hug og hjörtu lands- manna í útvarpsþáttum Tvíhöfða. „Það liggur gífurleg vinna að baki þessu enda þurftum við t.d. að ákveða hvernig Umferðar-Einar lítur út. Ég hafði aldrei pælt í því. En hann lítur stórkostlega út, ég get fullyrt það. Útlitið svíkur ekki.“ Jón segist þó ánægðastur með gervi yfirkennarans. „Við munum hitta yfir- kennarann og kærustuna hans. Hann er 43 ára og býr með einum af nemendum sínum úr grunnskóla. Það er karakter sem er elskað- ur og dáður af mörgum.“ Jón segir að í raun hafi Tvíhöfði upphaflega verið hugmynd fyrir sjónvarp. „TV-í-höfði, eitthvað sem hentar vel fyrir sjónvarp. Eiginlega sjónvarp í heila.“ - sók Umferðar-Einar í sjónvarp Hljómsveitirnar Motion Boys, Jan Mayen, Ultra Mega Techno- bandið Stefán, Bloodgroup og Foreign Monkeys koma fram á upphitunartónleikum fyrir Airwaves-hátíðina á Nasa á föstudag. Tilefnið er útkoma dagskrár- bæklings um Airwaves og þá verða aðeins rétt rúmlega tíu dagar í að hátíðin hefjist. Dagskrá Airwaves hefur verið birt á heimasíðu hátíðarinnar, www.icelandairwaves.com. Miðaverð á upphitunartónleikana er 500 krónur. Airwaves upphitun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.