Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 25
Brú II Venture Capital Fund til- kynnti í gær um sjö milljóna Bandaríkjadala fjárfestingu í sprotafyrirtækinu FS-10 ehf., útgerðarfélagi með höfuðstöðvar í Reykjavík. Fjárfestingin jafngild- ir 449 milljónum króna. FS-10 var stofnað í þeim tilgangi að nýta íslenska sérfræðiþekk- ingu við útgerð stórra fiskiskipa á hafinu undan Máritaníu. Stofnend- ur fyrirtækisins hafa víðtæka reynslu af sjávarútvegi. Brú verð- ur stærsti fjárfestirinn í FS-10 eftir kaupin. „Það eru mikil tæki- færi í lögsögu Máritaníu og við norð-vesturströnd Afríku vegna mikilla ónýttra fiskistofna á þessu hafsvæði,“ segir Herdís Fjeldsted, sérfræðingur hjá Brú II. Meðal stærstu hluthafa Brúar eru helstu lífeyrissjóðir landsins, Tryggingamiðstöðin, Saxhóll, fjár- festingarbankinn Straumur og Nýsköpunarsjóður. Veðja á Máritaníu SPRON býður nýja gerð lána til fyrirtækja sem eru í eigu kvenna eða rekin af konum. Þau standa einnig konum sem eru að hefja rekstur til boða. Lánin eru veitt í samstarfi við Þróunarbanka Evrópu og Norræna fjárfestingarbankann. Lánunun er ætlað að efla nýsköpun í fyrirtækjum þar sem konur er í lykilhlutverki að því er fram kemur í tilkynningu. Þá eiga þau að auðvelda konum í rekstri aðgang að fjármagni. SPRON hefur haft jafnréttismál í forgrunni í rekstri sínum. Það var meðal annars fyrsta fjármálafyrir- tækið til að hljóta jafnréttisverð- laun Jafnréttisráðs. Beina lánum að athafnakonum Sala á nýjum fólksbílum dróst almennt saman um þrjú prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Samdrátturinn var mestur hjá Ford en sala á nýjum bílum undir merkjum fyrirtækisins var 21 prósenti minni í september miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er langtum meira en markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir. Salan jókst einungis hjá bandaríska bílaframleiðandanum General Motors og japönsku fyrirtækjunum Nissan og Honda. Fjármálaskýrendur segja óróleika á fjármálamörkuðum í kjölfar þrenginga á bandarískum fasteignamarkaði og almennt verra aðgengi að fjármagni nú en áður hafa valdið því að neytendur hafi haldið að sér höndum í mánuðinum. Þeir benda hins vegar á að bílasala í september í fyrra hafi verið óvenju góð og því skekki það samanburðinn nú. Samdráttur í bílasölu í BNA Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley greindi frá því í gær að hann ætli að segja upp allt að 600 manns í hagræðingarskyni vegna vandræða sem bankinn hefur lent í á fasteignalánasviði bankans vestanhafs. Fimm hundr- uð manns verður sagt upp í Bandaríkjunum en hundrað í Evr- ópu. Keppinautar bankans, svo sem Lehman Brothers, hafa grip- ið til svipaðra ráðstafana vegna samdráttar á bandarískum fast- eignalánamarkaði. Mikil vanskilaaukning á svo- kölluðum undirmálslánamarkaði í Bandaríkjunum sem einbeitir sér að húsnæðislánaveitingum til einstaklinga með litla greiðslu- getu, hefur valdið skelli hjá mörgum fjármálafyrirtækjum víða um heim, svo sem hjá Morg- an Stanley og Lehman Brothers, sem hefur ákveðið að segja upp allt að 2.500 manns í hagræðing- arskyni og gera breytingar á stjórnendateymi sínu. Gera má ráð fyrir enn fleiri uppsögnum í fjármálahverfinu við Wall Street í New York í Bandaríkjunum af þessu sökum, að sögn viðskiptablaðsins Financ- ial Times. Uppsagnir hjá Morgan Stanley Gengi breska fasteignalánafyrir- tækisins Northern Rock rauk upp um 10 prósent, í 151,8 pens á hlut, í gær í kjölfar þess að bandaríska fjárfestingafélagið JC Flowers tryggði sér 15 milljarða punda, jafnvirði 1.900 milljarða íslenskra króna, fjármögnun til að yfirtaka rekstur fyrirtækisins. Ekkert ligg- ur fyrir um hugsanlegt kaupverð. Gengi Northern Rock hefur hríð- fallið frá því stjórnendur fyrirtæk- isins greindu frá því fyrir nokkr- um vikum að þeir hefðu tryggt sér vilyrði fyrir neyðarláni frá Eng- landsbanka sökum lausafjárþurrð- ar og fór lægst í 132 pens á hlut. Þetta olli taugatitringi í röðum sparifjáreigenda sem mættu í hin ýmsu útibú fyrirtækisins og tóku út jafnvirði hundruð milljarða króna af reikningum sínum. Gengi Northern Rock hækkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.