Fréttablaðið - 04.10.2007, Síða 25

Fréttablaðið - 04.10.2007, Síða 25
Brú II Venture Capital Fund til- kynnti í gær um sjö milljóna Bandaríkjadala fjárfestingu í sprotafyrirtækinu FS-10 ehf., útgerðarfélagi með höfuðstöðvar í Reykjavík. Fjárfestingin jafngild- ir 449 milljónum króna. FS-10 var stofnað í þeim tilgangi að nýta íslenska sérfræðiþekk- ingu við útgerð stórra fiskiskipa á hafinu undan Máritaníu. Stofnend- ur fyrirtækisins hafa víðtæka reynslu af sjávarútvegi. Brú verð- ur stærsti fjárfestirinn í FS-10 eftir kaupin. „Það eru mikil tæki- færi í lögsögu Máritaníu og við norð-vesturströnd Afríku vegna mikilla ónýttra fiskistofna á þessu hafsvæði,“ segir Herdís Fjeldsted, sérfræðingur hjá Brú II. Meðal stærstu hluthafa Brúar eru helstu lífeyrissjóðir landsins, Tryggingamiðstöðin, Saxhóll, fjár- festingarbankinn Straumur og Nýsköpunarsjóður. Veðja á Máritaníu SPRON býður nýja gerð lána til fyrirtækja sem eru í eigu kvenna eða rekin af konum. Þau standa einnig konum sem eru að hefja rekstur til boða. Lánin eru veitt í samstarfi við Þróunarbanka Evrópu og Norræna fjárfestingarbankann. Lánunun er ætlað að efla nýsköpun í fyrirtækjum þar sem konur er í lykilhlutverki að því er fram kemur í tilkynningu. Þá eiga þau að auðvelda konum í rekstri aðgang að fjármagni. SPRON hefur haft jafnréttismál í forgrunni í rekstri sínum. Það var meðal annars fyrsta fjármálafyrir- tækið til að hljóta jafnréttisverð- laun Jafnréttisráðs. Beina lánum að athafnakonum Sala á nýjum fólksbílum dróst almennt saman um þrjú prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Samdrátturinn var mestur hjá Ford en sala á nýjum bílum undir merkjum fyrirtækisins var 21 prósenti minni í september miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er langtum meira en markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir. Salan jókst einungis hjá bandaríska bílaframleiðandanum General Motors og japönsku fyrirtækjunum Nissan og Honda. Fjármálaskýrendur segja óróleika á fjármálamörkuðum í kjölfar þrenginga á bandarískum fasteignamarkaði og almennt verra aðgengi að fjármagni nú en áður hafa valdið því að neytendur hafi haldið að sér höndum í mánuðinum. Þeir benda hins vegar á að bílasala í september í fyrra hafi verið óvenju góð og því skekki það samanburðinn nú. Samdráttur í bílasölu í BNA Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley greindi frá því í gær að hann ætli að segja upp allt að 600 manns í hagræðingarskyni vegna vandræða sem bankinn hefur lent í á fasteignalánasviði bankans vestanhafs. Fimm hundr- uð manns verður sagt upp í Bandaríkjunum en hundrað í Evr- ópu. Keppinautar bankans, svo sem Lehman Brothers, hafa grip- ið til svipaðra ráðstafana vegna samdráttar á bandarískum fast- eignalánamarkaði. Mikil vanskilaaukning á svo- kölluðum undirmálslánamarkaði í Bandaríkjunum sem einbeitir sér að húsnæðislánaveitingum til einstaklinga með litla greiðslu- getu, hefur valdið skelli hjá mörgum fjármálafyrirtækjum víða um heim, svo sem hjá Morg- an Stanley og Lehman Brothers, sem hefur ákveðið að segja upp allt að 2.500 manns í hagræðing- arskyni og gera breytingar á stjórnendateymi sínu. Gera má ráð fyrir enn fleiri uppsögnum í fjármálahverfinu við Wall Street í New York í Bandaríkjunum af þessu sökum, að sögn viðskiptablaðsins Financ- ial Times. Uppsagnir hjá Morgan Stanley Gengi breska fasteignalánafyrir- tækisins Northern Rock rauk upp um 10 prósent, í 151,8 pens á hlut, í gær í kjölfar þess að bandaríska fjárfestingafélagið JC Flowers tryggði sér 15 milljarða punda, jafnvirði 1.900 milljarða íslenskra króna, fjármögnun til að yfirtaka rekstur fyrirtækisins. Ekkert ligg- ur fyrir um hugsanlegt kaupverð. Gengi Northern Rock hefur hríð- fallið frá því stjórnendur fyrirtæk- isins greindu frá því fyrir nokkr- um vikum að þeir hefðu tryggt sér vilyrði fyrir neyðarláni frá Eng- landsbanka sökum lausafjárþurrð- ar og fór lægst í 132 pens á hlut. Þetta olli taugatitringi í röðum sparifjáreigenda sem mættu í hin ýmsu útibú fyrirtækisins og tóku út jafnvirði hundruð milljarða króna af reikningum sínum. Gengi Northern Rock hækkar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.