Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 30
Lykill að lífi er kjörorð lands-
söfnunar Kiwanis til stuðnings
geðsjúkum og aðstandendum
þeirra. Það á líka vel við starf-
semi meðferðarheimilis Land-
spítalans við Laugarásveg.
Ungir menn með geðraskanir
öðlast þar trú á sjálfa sig og
framtíðina.
Það er kaffitími á Laugarásvegi 71
þegar blaðamann ber að garði og
flest heimilisfólk að gæða sér á
kaffi og vöfflum. Fáeinir ungir
menn eru þó enn í ræktinni en
koma fljótlega endurnærðir.
Magnús Ólafsson deildarstjóri
lýsir samningi sem gerður var í
vor við Björn Leifsson í World
Class um að heimilismenn fengju
fría líkamsrækt þar. „Menn fara
þrisvar til fjórum sinnum í viku í
Laugar. Það skilar ótvíræðum
árangri,“ segir hann.
Um leið og við göngum um vist-
leg húsakynnin lýsir Magnús
starfseminni í stórum dráttum.
„Við tökum við ungum mönnum
með geðraskanir sem ekki eru í
neyslu og hér er markviss endur-
hæfing fyrir hvern og einn.
Áhersla er lögð á að gera einstakl-
ingana meðvitaða um eigin styrk-
leika og að rækta hann. Tíminn
vinnur með okkur. Hér fer ekki
fram lækning í líkingu við skurð-
aðgerð heldur má alveg gera ráð
fyrir tveggja til þriggja ára dvöl.
Allir eru í vinnu eða skóla utan
hússins hluta úr degi og svo hafa
menn skyldur á heimilinu. Taka
þátt í eldamennsku, vali á upp-
skriftum, innkaupum og frágangi.
Hér verða menn listakokkar.“
Sú sem einkum stjórnar matar-
menningu heimilisins heitir því
sjaldgæfa nafni Stígrún og er
Ásmundsdóttir. Hún segir alltaf
helgarmat á miðvikudagskvöld-
um. Dúkað borð og sextán manns í
mat því fólkið á endurhæfingar-
heimilinu á Reynimel 55 komi líka
og leggi til eftirrétt. „Allt hefur
sinn tilgang og svona veisluhald
er gott fyrir sjálfsmynd fólks og
samskipti enda myndast oft
skemmtileg stemning,“ segir hún.
Hafþór Reynisson er nýútskrif-
aður eftir þriggja ára dvöl að
Laugarásvegi 71. Hann kveðst
byrjaður að vinna með föður
sínum við dúka- og teppalagnir og
vera í þann veginn að fá íbúð til að
byggja upp eigið heimili. „Fyrst
þegar ég kom hingað á meðferðar-
heimilið átti ég erfitt með að fara
á fætur á morgnana og var þrek-
laus og þungur. Svo færðist í mig
líf og nú líður mér vel,“ lýsir hann
brosandi og bætir við: „Það er
góður stuðningur hér og rosalega
skilningsríkt fólk.“
Helgarmatur í miðri viku
Mikið spinning-æði ríkir í Keflavík
og í líkamsræktarstöðinni Perlunni
verður plötusnúður í spinning-tíma á
laugardaginn.
„Við verðum með spinning-tíma á
laugardaginn klukkan ellefu og hann
Atli Rúnar Hermannsson ætlar að vera
plötusnúður hjá okkur,“ segir Sigríður
Kristjánsdóttir, eigandi Perlunnar.
„Hann ræður algjörlega tónlistinni og diskó-
stemningunni,“ bætir hún við en verið er að setja diskókúlu og ljós
í spinning-salinn. „Það verður diskóþema í tímanum og starfsfólkið
á stöðinni hefur verið hvatt til að vera í einhverju frá diskótímabil-
inu. Það verður gaman að sjá hvað fólk grefur upp til að mæta í.“
Sigríður segir svakalegan spinning-áhuga ríkja í Keflavík.
„Meðan allt gengur út á dans á höfuðborgarsvæðinu er algjört
spinning-æði í Keflavík. Ég er til dæmis búin að bæta við hjólum í
salinn, úr 20 upp í 45,“ segir Sigríður og bætir við: „Við fengum Atla
hingað í spinning-tíma í vor til að prófa þetta og það var alveg frá-
bært. Við stefnum því á að fá hann til að koma og sjá um tónlist í
tíma að minnsta kosti tvisvar á ári og við hlökkum öll alveg rosalega
til laugardagsins.“
Allir í diskófötin
Lækjartorgi.
NÝTT
Fáðu fæturna mjúka og fína
á 2 vikum með Flextiol
Útsölustaðir: Fótaaðgerðastofurnar og Snyrtistofurnar Eygló, Paradís, Líf, Jóna og Aníta Vestmannaeyjum,
Ásdísar í GB. Spar, Þín verslun Kópavogi, Fjarðarkaup HFJ og Lipurtá, Lyfja, Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur.
Augnháralitur og augnbrúnalitur
Tana® Cosmetics
SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR
NÝTT!!
Plokkari með ljósi
Auglýsingasími
– Mest lesið