Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 18
fréttir og fróðleikur
Sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu búa við allt annað
landslag vegna útboða á
framkvæmdum nú en áður
þekktist. Fá eða engin tilboð
berast, og oft eru lægstu
tilboðin yfir kostnaðaráætl-
unum.
Ástandið á útboðsmarkaði er
gjörbreytt frá því sem áður var,
og liðin tíð að barist sé um verk
með verði langt undir kostnaðar-
áætlun, segir Steingrímur Hauks-
son, sviðsstjóri framkvæmda- og
tæknisviðs hjá Kópavogsbæ.
„Það er tregða hjá mönnum að
bjóða í verk, við erum hringjandi
í þá til að fá þá til að bjóða,“ segir
Steingrímur. Hann segir að oft sé
hægt að fá þá sem hafa unnið
fyrir bæinn til að taka að sér ný
verk, en það þurfi að ganga á eftir
verktakafyrirtækjunum.
Kópavogsbær hefur ekki þurft
að hætta við útboð þar sem nægi-
lega hagstætt tilboð hafi ekki
fengist, segir Steingrímur. Í
nokkrum tilvikum hefur verið
samið beint við verktaka, til
dæmis með því að endurnýja
samning vegna fyrsta áfanga í
verki til að ná einnig yfir annan
áfanga vegna þess að það hafi
einungis upp á sig vandamál að
bjóða út áfangann. Kostnaður
bæjarfélaga við að bjóða út verk
er misjafn, en getur hlaupið á
milljónum, segir Steingrímur.
Önnur áhrif ástandsins eru þau
að flest verk eru á eftir áætlun af
því að verktakar hafa of mikið að
gera og taka að sér of mörg verk-
efni. „Menn eru einum til þremur
mánuðum á eftir með að skila
verkum,“ segir Steingrímur.
Fresta hefur þurft einni stórri
framkvæmd í Mosfellsbæ, sem
boðin var út í júní síðastliðnum.
Um var að ræða sameiginlegt
verkefni bæjarins og Vegagerð-
arinnar um gerð hringtorgs og
undirganga undir Hafranesveg.
Kostnaðaráætlun var nálægt 100
milljónum króna, en eftir að fallið
var frá lægsta tilboðinu voru
önnur tilboð allnokkuð yfir áætl-
un, segir Jóhanna B. Hansen,
bæjarverkfræðingur Mosfells-
bæjar. Stefnt er að því að bjóða
verkið aftur út í nóvember.
„Það er búið að vera ótrúlega
mikið að gera á verktakamark-
aðnum síðastliðin misseri. Fram-
kvæmdir í jarðvinnugeiranum ná
oft hámarki yfir björtustu mán-
uði ársins, þá er mest að gera og
mesta spennan hjá fyrirtækjun-
um. En sem betur fer er það ekki
mjög algengt að bjóða þurfi út
aftur,“ segir Jóhanna.
Hún segir nokkur dæmi um
smærri verk sem hafi þurft að
fresta eða vinna með öðrum hætti
en fyrirhugað var vegna þenslu á
verktakamarkaði. Framkvæmdin
við Hafranesveg sé þó stærsta
framkvæmdin sem hafi þurft að
fresta.
„Þetta er ekkert nýtt í þessum
bransa, það koma uppsveiflur og
niðursveiflur. Þetta er líka árs-
tíðabundið, júlí er alltaf verstur
en janúar bestur til að bjóða út,“
segir Jóhanna.
„Það koma færri boð og hærri,“
segir Ámundi Brynjólfsson, skrif-
stofustjóri mannvirkjaskrifstofu
framkvæmdasviðs Reykjavíkur-
borgar. Hann segir borgina ekki
hafa hætt við útboð í sumar og
boðið út aftur vegna þess að nægi-
lega hagstæð tilboð hafi ekki bor-
ist. Í tveimur tilvikum hafi þó
komið fyrir að engin tilboð hafi
borist.
Þegar síðustu tíu útboð borgar-
innar, stór sem smá, eru skoðuð
má sjá að í sjö tilvikum hefur til-
boðum sem voru yfir kostnaðar-
áætlun verið tekið. Í tveimur til-
vikum tók borgin tilboðum undir
kostnaðarverði og í einu tilviki
var öllum tilboðum hafnað, þó
ekki vegna verðs.
Þróunin í sumar var sú að til-
boðin voru hærri en áður. „Það er
oftar sem við erum að taka tilboð-
um sem eru á kostnaðaráætlun
eða fyrir ofan hana,“ segir
Ámundi. Þetta sé breyting frá því
sem áður var þegar yfirleitt bár-
ust tilboð sem voru talsvert undir
kostnaðaráætlun.
Spurður um skýringar á þessu
segir Ámundi að það sé einfald-
lega mikið að gera. Ef ekki sé
boðið út nógu snemma séu verk-
takar búnir að binda sig í önnur
verk. Borgin hafi litla möguleika
á að hætta við útboð og bjóða út
aftur síðar þar sem oft sé um
verkefni að ræða sem ekki þoli
bið, til dæmis viðhald við skóla-
byggingar sem verði að vinna
yfir sumartímann.
Af síðustu tíu útboðum borgar-
innar voru flest rétt yfir kostn-
aðarverði. Það sem fór hæst, inn-
réttingar og innihurðir í
Ölduselsskóla, var 28 prósentum
hærra en kostnaðarverð. Gatna-
gerð og lagnir í Almannadal feng-
ust á hagstæðara verði, á 88,9
prósentum af kostnaðaráætlun.
Óhagstæð útboð á þenslutímum
ÞAR SEM ALLT SNÝST
UM FÓTBOLTA!
NÝTT
Á GR
AS.IS
Leikir Skemmtun
NÚ FÆRÐU GRAS.IS
FÉTTIR Í SÍMANN!
Línuveiðar samkvæmt ströngum skilyrðum
Tækifæri til
kynningar