Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 12
Embætti ráðuneytis-
stjóra sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðuneytisins hefur verið
auglýst laust til umsóknar frá og
með 1. janúar næstkomandi.
Skipað er í embættið til fimm
ára.
Um embættið gilda lög um
Stjórnarráð Íslands og lög um
réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins. Laun og önnur starfs-
kjör eru samkvæmt ákvörðun
kjararáðs.
Umsóknir ásamt upplýsingum
um aldur, menntun og fyrri störf
skulu hafa borist sjávarútvegs-
ráðuneytinu eigi síðar en 19.
október næstkomandi.
Ráðuneytis-
stjóri óskast
Yfir áttatíu kvenna-
hreyfingar í Tyrklandi hafa
fordæmt drög að nýrri stjórnar-
skrá sem þær segja færa
jafnréttisbaráttuna í landinu aftur
um mörg ár.
Konur börðust hart fyrir grein í
núverandi stjórnarskrá sem
kveður á um að stjórnvöldum beri
að tryggja jafnrétti fyrir alla. Í
drögunum er þessi grein tekin út
og í staðinn sagt að konur séu
viðkvæmur hópur sem þarfnist
sérstakrar verndar.
Einnig hefur verið undanfarið
deilt um aðra grein í drögunum
þar sem konum er leyft að vera
með höfuðklúta í háskólum. -
Þörf sögð á að
vernda konur
Víða skortir hey á Suður- og Norður-
landi eftir þurrt sumar. „Þetta fer mikið eftir því
hvernig jarðvegur er í túnunum. Verst er þegar
jörðin er sendin,“ segir Runólfur Sigursveinsson,
ráðunautur hjá Búnaðarmiðstöð Suðurlands.
Runólfur segist þó telja að þeir bændur, sem vanti
hey, ættu að geta orðið sér út um það hjá nágrönnum
sínum. Hann segist ekki eiga von á því að menn
þurfi að leita í Bjargráðasjóð vegna uppskerubrests,
þó nokkrir hafi orðið fyrir töluverðu tjóni.
„Ég hef keypt töluvert mikið af heyi nú þegar,
enda sá ég hvert stefndi í sumar. Svo hafa vinir
mínir og kunningjar hlaupið undir bagga með mér, í
orðsins fyllstu merkingu,“ segir Ómar Helgason,
mjólkurframleiðandi í Lambhaga á Rangárvöllum.
Guðmundur Steindórsson, ráðunautur hjá Búgarði
á Norðausturlandi, segir úrkomu í júní hafa verið 0,1
millimetra. „Það er nú ekki neitt í raun og veru en
það hefur þó víst komið einu sinni fyrir að alls engin
úrkoma mældist,“ segir Guðmundur.
Bændur hlaupa undir bagga
Sautján manns lágu í
valnum og 24 voru særðir eftir að
öryggisverðir á vegum banda-
ríska Blackwater-fyrirtækisins
hófu skothríð á torgi í Bagdad 16.
september síðastliðinn. Þetta
hefur bandaríska dagblaðið New
York Times eftir íröskum vitnum
og embættismönnum í Írak sem
unnið hafa að rannsókn á atvik-
inu.
Áður var talið að ellefu manns
hefðu látið lífið, en frásögn írösku
vitnanna er töluvert frábrugðin
frásögn starfsmanna Blackwater.
Bandarískri rannsókn á atvikinu
er ekki lokið.
Upphaf blóðbaðsins má rekja
til þess að sprengja sprakk
skammt frá byggingu í vestan-
verðri Bagdad. Rétt þar hjá var
erindreki bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins, en hans gættu
verðir á vegum Blackwater. Þeir
kölluðu strax til liðsauka. Öryggis-
verðirnir segja að stuttu síðar
hafi verið skotið á bílalest sem
fylgdi erindrekanum frá staðn-
um.
Samkvæmt írösku vitnunum
hófst atburðarásin hins vegar
þegar Íraki að nafni Ahmed
Haithem Ahmed kom akandi með
móður sinni en varð skyndilega
fyrir skoti og missti stjórn á bíln-
um. Svo virðist sem hann hafi
stigið fastar á bensíngjöfina og
beygt í áttina að bílalestinni með
þeim afleiðingum að hinir vopn-
uðu Blackwatermenn töldu sér
ógnað og hófu þegar stanslausa
skothríð í áttina að bílnum.
Vegfarendur í næsta nágrenni
reyndu í ofboði að flýja en margir
urðu fyrir skotum.
Atvikið vakti hörð viðbrögð frá
Írökum, sem hafa krafist þess að
öllum starfsmönnum Blackwater
verði vísað úr landi og friðhelgi
þeirra í Írak afnumin.
Erik Prince, stofnandi Black-
water, var kallaður fyrir banda-
ríska þingnefnd á þriðjudaginn
og sagði hann að ekkert hefði
verið athugavert við framferði
sinna manna.
Skothríðin varð sautján að bana
E
N
N
E
M
M
N
M
2
9
8
8
3
/
s
ia
.i
s
Fangelsið Kvíabryggja,
sem er skammt frá Grundarfirði,
var tekið til notkunar á ný í gær
eftir stækkun og endurbætur.
Herbergjum fanga hefur verið
fjölgað úr fjórtán í 22.
Kvíabryggja er nú skilgreind
sem „opið fangelsi“. Í því felst að
fangarnir njóta frelsis umfram
þá sem vistaðir eru í öðrum fang-
elsum landsins. Engir rimlar eru
fyrir gluggum og herbergjum
fanga er ekki læst. Gæsla er í
algjöru lágmarki.
Föngum á Kvíabryggju mun
gefast kostur á fjarnámi, líkleg-
ast í samvinnu við Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga. Lagaheimild
er jafnframt til staðar til að
fangar geti stundað einhverja
atvinnu.
Valtýr Sigurðsson, forstjóri
Fangelsismálastofnunar, sagði
við opnunarhátíð fangelsisins að
margir teldu vist á Kvíabryggju
varla geta kallast refsingu. „En
ég vil minna á að frelsissvipting-
in er refsing,“ sagði Valtýr.
„Þegar ég tók við þessu starfi
fyrir þremur árum voru uppi
hugmyndir um að leggja niður
fangelsið á Kvíabryggju, þar
sem það væri óhagstæð rekstrar-
eining,“ sagði Valtýr. „Sem betur
fer náði það ekki fram að
ganga.“
Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra sagði að með endurbót-
unum á Kvíabryggju væri fyrsta
áfanga af fjórum í áætlun um
uppbyggingu fangelsa lokið.
Framkvæmdum á Fangelsi Akur-
eyrar ljúki um áramót og á Litla-
Hrauni verði útbúin heimsóknar-
aðstaða, sex rýma kvennadeild
og opin deild fyrir fanga.
Björn sagði að öfugt við hug-
myndir margra ríki jákvætt and-
rúmsloft í fangelsum og margir
fangar vilji snúa við blaðinu.
Nefndi hann góða þátttöku í AA-
samtökum á Litla-Hrauni og í
Hegningarhúsinu við Skóla-
vörðustíg sem dæmi. Kvörtunum
vegna fangelsismála hafi jafn-
framt fækkað.
Opið fangelsi á Kvíabryggju
Fangelsið Kvíabryggja var í gær tekið í notkun á ný eftir endurbætur. Fangar eru frjálsir ferða sinna um
svæðið og býðst þeim fjarnám og jafnvel atvinna á Grundarfirði. Fyrirkomulagið kallast „opið fangelsi“.