Fréttablaðið - 07.10.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 07.10.2007, Síða 4
Um 150 nágrannar lóðarinnar við Ástún 6 í Kópavogi skrifuðu undir mótmæli við breytingu á deili- og aðalskipulagi á lóðinni sem afhent voru bæjaryfirvöldum í vikunni. Til stendur að rífa bóndabýlið sem gatan er nefnd eftir og stendur við Ástún 6, og byggja 12 íbúða blokk á reitnum. Íbúar eru ósáttir við að umferð aukist og að enn aukist við bílastæðavandann, segir Ásrún Lára Jóhannsdóttir, íbúi í Ástúni 8. Einnig óttast þeir að skerðing á útsýni geti minnkað verðmæti einhverra íbúða. Ásrún segir íbúa einnig ósátta við að upplýs- ingar um breytingarnar hafi borist í dreifibréfi; fjölmargir hafi ekki fengið bréfið. Réttara hefði því verið að senda merkt bréf á eigendur íbúða. Í húsinu við Ástún 6 hefur verið rekið skóladag- heimili og síðar sérkennsla. Ásrún segir að missir verði að húsinu, auk þess sem börnin missi vinsælan leikvang á lóðinni. Þrír af átta nýjum sviðs- og deildarstjórum hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu koma ekki úr röðum fyrrum starfsfólks lögreglunnar. Þetta eru hæstarétt- arlögmaðurinn Björgvin Jónsson, sem stýrir ofbeldisbrotadeild, Sigríður Hjaltested, sem var settur héraðsdómari sem stýrir kynferðisbrotadeild og Þorsteinn Davíðsson, fyrrum aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sem stýrir almennri deild. Stöðurnar átta voru auglýstar fyrir hálfum öðrum mánuði og bárust alls um 20 umsóknir. Lögreglustjóri réð í stöðurnar. Þrír nýir til lögreglunnar Stjórn Reykjavík Energy Invest (REI) ákvað á fundi sínum í gær að að falla frá því að veita ell- efu útvöldum starfsmönnum REI og Orkuveitunnar (OR) rétt til að kaupa tugmilljónahluti í félaginu. Þeir fá nú aðeins að kaupa fyrir 300 þúsund krónur að nafnvirði, eins og allir aðrir starfsmenn fyrirtækj- anna tveggja. Stjórnin vildi með þessu friða samfélagið eftir harða gagnrýni undanfarna daga á fyrra fyrirkomulag. Bjarni Ármannsson, stjórnarfor- maður REI, og Jón Diðrik Jónsson, sem starfar sem ráðgjafi hjá REI, halda hins vegar sínum hlut. Bjarni segir það vera vegna þess að kaupin höfðu þegar gengið í gegn áður en samruni fyrirtækj- anna tveggja, REI og Geysis Green Energy, kom yfirleitt til tals. Of seint sé að hætta við þau kaup nú. „Það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að taka upp af ákvörðunum,“ segir hann. Jón Diðrik keypti fyrir 30 millj- ónir og Bjarni hefur keypt fyrir einn og hálfan milljarð og á nú 2,5 prósent í félaginu. Ákvörðun stjórnarinnar kemur í kjölfar óskar Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar borgarstjóra í sömu veru. Bjarni segir að eðlilega sé til- lit tekið til óska hluthafa. „REI er hluthafavænt félag. Ef það koma fram óskir frá leiðandi eða stærstu hluthöfum um meðferð eða málefni félagsins þá er það að sjálfsögðu rætt.“ Tíu lykilstarfsmönnum REI og OR bauðst áður að kaupa bréf á tíu milljónir hver, og Guðmundi Þór- oddssyni, forstjóra REI, fyrir 30 milljónir. Eftir ákvörðun gærdags- ins getur hann einungis keypt fyrir eitt prósent þeirrar upphæðar. Aðspurður hvort hann telji umræðu undanfarinna daga hafa skaðað félagið segir Bjarni: „Ég held að hún hafi klárlega ekki haft jákvæðar afleiðingar fyrir fyrir- tækið. Það er svo okkar að vinna úr þessari stöðu.“ Í stjórn REI sitja Bjarni Ármannsson, Haukur Leósson og Björn Ingi Hrafnsson, sem tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundar- búnað frá Kína. Útvaldir fá ekki að kaupa á sérkjörum Ellefu útvaldir starfsmenn REI og Orkuveitunnar fá ekki að kaupa stóra hluti í REI á sérkjörum. Kaup Bjarna Ármannssonar stjórnarformanns og ráðgjafans Jóns Diðriks Jónssonar eru hins vegar frágengin og verða ekki bakfærð. Konur eru nú forsetar í sjö af tólf deildum Háskóla Íslands og er þetta í fyrsta sinn sem fleiri konur en karlar eru forsetar. Konurnar eru Elín Soffía Ólafsdóttir við lyfjafræðideild, Inga B. Árnadóttir við tannlæknadeild, Oddný Sverrisdóttir við hugvísindadeild, Ebba Þóra Hvannberg við verkfræðideild, Sóley S. Bender við hjúkrunarfræðideild og Björg Thorarensen í lagadeild. Karlar í forsetastól eru Stefán B. Sigurðsson við læknadeild, Hjalti Hugason við guðfræðideild, Lárus Thorlacius við raunvísinda- deild, Ingjaldur Hannibalsson við viðskipta- og hagfræðideild og Ólafur Þ. Harðarson við félagsvísindadeild. Kvenforsetar í meirihluta Kínversk stjórnvöld hvetja sjónvarpsstöðvar og kvikmyndaframleiðendur til þess að forðast „óþörf og löng“ atriði þar sem fólk sést reykja í kjölfar mikilla kvartana vegna reykinga í vinsælum sjónvarps- þáttum. Hvatning- in kemur frá opinberri stofnun sem hefur eftirlit með útvarpi, kvikmyndum og sjónvarpi (SARFT). Stofnunin vildi þó ekki leggja til bann við reykingaatriðum því að „sem stendur eru engin lög eða reglur sem banna reykingar“. Milljón Kínverjar deyja árlega af völdum reykinga. Forðist óþörf reykingaatriði Leiðtogar tólf fyrrverandi sovétlýðvelda komu á föstudag saman í höfuðborg Tadjíkistans til að ræða leiðir til að hleypa nýju lífi í samtök þeirra, Samveldi sjálfstæðra ríkja. Á fundinum var samþykkt að gera samstarf ríkjanna nánara. Forseti Georgíu var á öndverðum meiði og kvartaði yfir að aðild að samtökunum hefði ekki gagnast ríkinu í deilu þess við Rússland Leita leiða til eflds samstarfs Þú færð afmæliskortið á næstu Olís-stöð. Frosin læsing? Náðu þér í lása„sprey“ með afmæliskorti Olís
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.