Fréttablaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 8
greinar@frettabladid.is Var rétt að heimila sameiningu orkufyrirtækjanna Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy? Borgin er ekki fyrirtæki Tvennt finnst mér skipta máli hvað varðar samruna GGE og REI. Annað atriði snýr að þeim vanda sem felst í samstarfi fyrirtækja á markaði og stjórnvalda og hitt að grundvallaratriði sem snertir fyrirtækjarekstur í opinberri eigu. Á borgarfulltrúum er að skilja að þeir telji að ekki hafi verið nægjanlega vel staðið að kynningu á fyrirhuguðum samruna GGE og REI. Borgarstjóri viðurkenndi þetta í útvarpsviðtali á fimmtudaginn en tók jafnframt fram að horfa yrði til þess að verið væri að semja við fyrirtæki sem væru skráð á markaði, en eigendur GGE eru margir skráðir á hlutabréfamarkaði. Í þessu er fólginn töluverður vandi. Stjórnmálamenn eru kjörnir fulltrúar almennings og tryggt þarf að vera að þeir geti sinnt lýðræðislegri eftirlitsskyldu sinni með fullnægj- andi hætti. Slíkt tekur gjarnan tíma en er nauðsyn- legt, það er verið að véla með fé skattborgaranna. Viðskiptalífið vinnur með öðrum hætti en stjórn- málin, þar bera menn ábyrgð á eigin fjármunum og geta tekið ákvarðanir með allt öðrum hætti og minna gegnsæjum. Samruni félaganna er ekki aðal málið í mínum huga, hann er einungis afleiðing af því að Orkuveit- an stofnaði REI. Grundvallarspurningin er hvort rétt sé að Orkuveitan setji fjármuni borgarbúa í dótturfyrirtæki sem ætlað er að sinna útrásarverk- efnum. Ég er þeirrar skoðunar og hef lýst henni áður að forðast eigi að fyrirtæki í eigu okkar borgarbúa reki starfsemi sem fellur ekki undir þá almannaþjónustu sem fyrirtækinu er ætlað að sinna. Við sjálfstæðismenn gerðum harða hríð að R- listanum vegna fjárfestinga í Línu Neti og í rækjueldi. Sú gagnrýni sneri ekki einvörðungu að því að hætta gæti verið á að fjármunir töpuðust. Miklu fremur var umræðan knúin áfram af þeirri sannfæringu að ekki væri eðlilegt að fyrirtæki í eigu borgarinnar væri að vasast í öðru en þeim verkefnum sem féllu undir samfélagsþjónustu. Ef hugmyndin með stofnun dótturfélags Orkuveitunn- ar er sú að græða peninga fyrir borgarbúa, hví þá að láta staðar numið þar, hví ekki að láta til dæmis Borgarbókasafnið stofna vogunarsjóð og fjárfesta í íslenskum hlutabréfum, þau hafa hækkað mjög mikið. Stofnanir og fyrirtæki borgarinnar eru til að þjóna borgarbúum; þeirra hlutverk er ekki að taka áhættu og reyna að græða peninga. Ef borgin vill losa um þá fjármuni sem bundnir eru í Orkuveitunni þá er henni í lófa lagið að stofna móðurfélag sem á orkulindirnar annars vegar og framleiðslu og dreifingarfyrirtækið hins vegar. Síðan getur borgin selt hlut í framleiðslufyrirtæk- inu, jafnvel allt að 50% og innheimt leigugjald fyrir afnotin af orkulindunum. Þar með kæmi borgin þekkingu Orkuveitunnar í verð en það er síðan fjárfestirinn sem ræðst í útrás og áhættusöm verkefni í Indónesíu og Filippseyjum, ef henta þykir. Ólöglegt – og siðlaust Áfundi í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur þann 3. október afhjúpuðust flaustursleg og yfirgengi- leg vinnubrögð borgarstjórans í Reykjavík, Vilhjálms Vilhjálmssonar og formanns borgarráðs, Björns Inga Hrafnssonar. Í ljós hefur komið eftir því sem umræðu um samruna Reykjvík Energy Invest og Geysir Green Energy hefur undið fram að víða leynist fiskur undir steini. Strax þegar fundurinn var boðaður gerði ég grein fyrir að ég teldi eigendafundinn ólögmætan þar sem ekki væri rétt til hans boðað. Samkvæmt samstarfssamningi Orkuveitunnar ber að boða fundinn með sjö daga fyrirvara. Ólögmætur fundur til að flýta ákvörðun sem kemur í ljós að var ekki þóknanleg meirihlutanum í borgarstjórn! Í hvers umboði vinna þessir menn? Kaupréttarsamningar einstakra starfsmanna eru alls ekki hafnir yfir vafa. Í stjórn Reykjavík Energy Invest eru þrír karlar, Bjarni Ármannsson, Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson. Þessir þrír karlar ákváðu á fundi 1. október að stilla upp lista karla sem fengju að kaupa umtalsvert hlutafé í fyrirtækinu. Þarna eru meðal annars einstakling- ar sem hafa starfað í örfáa daga hjá fyrirtækinu en fá aðgang að hagnaði sem er lagður grunnur að af fyrirtæki í eigu almennings. Aldrei var auglýst eftir starfsmönnum, heldur þeir ráðnir út frá kunningja- og vinatengslum. Við blasir að þriggja karla stjórnin ber ábyrgð á siðlausum kaupréttar- samningum, óeðlilegum flýti í sínum vinnubrögð- um sem lýsir jafnframt skilningsleysi á leikreglum lýðræðisins. Eigur almennings verður að verja fyrir ævin- týramennsku og setja reglur sem tryggja að þær séu ekki hirtar bótalaust af almenningi. Það er okkar hlutverk að setja slíkar reglur og tryggja að farið sé eftir þeim. Það er ekki hægt að ásaka peningamenninna fyrir ásælnina því það er þeirra hlutverk að hámarka hagnað sinn. Það er hins vegar hlutverk mitt, Björns Inga og Vilhjálms að standa vörð um eigur og hagsmuni almennings. Það er ekki okkar hlutverk að lifa okkur svo inn í drauma peningaaflanna að gleyma þessum skyldum okkar eins og Björn Ingi og Vilhjálmur hafa gert í þessu máli. Þeir hafa brugðist og þess vegna verður að láta reyna á lögmæti fundarins og ákvarðana hans fyrir dómstólum. Ég tel að framganga Björns og Vilhjálms í þessu máli standist ekki lög og ótal margir eru þeirrar skoðunar að hún sé líka siðlaus. Ég hef aldrei orðið fyrir eins sterkum viðbrögðum sem stjórnmálamaður og nú síðustu daga. Fólki er gjörsamlega misboðið. Fólki úr öllum flokkum, af öllu landinu, úr öllum stéttum. Fólk vill ekki vinnubrögð af þessu tagi. K laufagangur, baktjaldamakk og græðgi í aðdraganda að samruna Reykjavik Energy Invest (REI) og Geys- is Green Energy (GGE), hefur orðið til að skyggja á mikilvægasta grundvallarmálið að baki hinu sameinaða félagi. Að minnsta kosti þá hlið sem snýr að eigendum Orkuveitu Reykjavíkur, íbúum höfuðborgarinnar og nágranna- sveitarfélögunum. Uppnámið yfir heimild útvalinna starfsmanna, ráðgjafa og fyrrverandi kosningastjóra til kaupa á hlutum í REI á sérkjörum á fyllilega rétt á sér. Sem og óánægja minnihlutans í borgarstjórn, og reyndar innan meirihlutans líka, yfir skömmum tíma og tak- markaðri upplýsingagjöf í tengslum við samruna félaganna. Sjálf hugmyndafræðin um að fyrirtæki í opinberri eigu freisti þess að koma í verð og ávaxta óefnisleg og óbókfærð verðmæti á borð við þekkingu, reynslu og tengsl, er hins vegar stóra við- fangsefnið. Og það verður að ræða þegar búið er að afgreiða gull- æðið sem rann á einstaklinga innan Orkuveitunnar í tengslum við REI, og hefur orðið þeim til minnkunar. Í raun grundvallast þetta viðfangsefni í svörum Hannesar Smárasonar og Svandísar Svavarsdóttur í Fréttablaðinu í gær. Í bláa horni einkaframtaksins er Hannes: „Auðvitað hefði verið lítið mál fyrir Orkuveituna að sleppa þessu alveg og leyfa okkur hinum að dansa frjálsum, en þá er líka ljóst að minna hefði setið eftir.“ Og þar á Hannes við að Orkuveitan ætti ekki möguleika á að ávaxta fyrrnefnd óefnisleg verðmæti sín án þátttöku í REI. Í hinu horninu, því rauða, situr Svandís og segir: „Það er ekkert annað sem býr að aðkomu þessara manna en að græða sem allra mest á sem allra skemmstum tíma. Það fer illa saman við hug- myndir og tilgang opinberra fyrirtækja.“ Þetta er alveg rétt hjá Svandísi. En hinn kaldi veruleiki er aftur á móti sá að einkaframtakið er komið á flug í orkugeiran- um og hefur í farangrinum hugmyndir um útrás þar sem þekking Íslendinga á virkjun jarðvarma leikur lykilhlutverk. Og það þarf sérlega hrekklausan einstakling til að halda að Hannes og félag- ar hefðu ekki einfaldlega keypt út úr Orkuveitu Reykjavíkur þá menn sem hafa einmitt mesta þekkingu og reynslu á því sviði. Má reyndar ganga út frá því sem vísu að raunsæisleg afstaða til þeirrar hættu hafi legið að baki stofnun REI. Með þeim gjörningi gerði Orkuveitan sig betur gildandi á útrásarsviðinu og dró úr líkum þess að þekking og reynsla þar innandyra hyrfi án greiðslu. Enda er það nú komið á daginn að títtnefndar óefnislegar eignir Orkuveitunnar eru komnar með verðmiða og hafa verið færðar til bókar á tíu milljarða við sameiningu REI og GGE. Þessa eign, sem var ekki einu sinni til fyrir viku, getur Orkuveitan því selt á morgun kæri hún sig um. Væntingar eru um að verðmæti REI tvö- til þrefaldist á næstu árum og má því ætla að skynsamlegt sé fyrir Orkuveituna að eiga sinn hlut áfram um hríð, þótt óhjá- kvæmilegt sé að hún selji á endanum. Miðað við núgildandi lagaumhverfi er ekki hægt að segja annað en að Orkuveitan hafi spilað geysilega vel úr sinni stöðu og að borgarstjóri hafi staðið af festu vörð um hagsmuni eigenda fyrirtækisins. Hann hefur á hinn bóginn gjörtapað hinu svokall- aða ímyndarstríði, sem er ekki nýtt á stuttum ferli hans á stóli borgarstjóra. Og enn er ósvarað þeirri spurningu hvort frammi- staða hans muni hafa enn alvarlegri afleiðingar fyrir hann innan eigin flokks. Klók viðskipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.