Fréttablaðið - 07.10.2007, Side 16

Fréttablaðið - 07.10.2007, Side 16
Grafíksetrið á Stöðvar-firði er fullkomið grafík-verkstæði, sem býr yfir nýjum tækjakosti og er í nýju húsnæði. „En það sem gerir þetta verkstæði að setri, eins og við köllum það, er fræðsluþáttur- inn,“ segir Ríkharður. „Það er algjör nýjung hér á Íslandi. Hér ætlum við að taka á móti lista- mönnum og bjóða þeim vinnuað- stöðu og bjóða upp á námskeið fyrir fullorðna. Við verðum í sam- starfi við skóla, þar sem skóla- bekkir fá að koma í heimsókn í heilan dag, æfa sig og gera eitt grafíkverk. Síðast en ekki síst er í bígerð vefsíða þar sem finna má ýmiss konar hagnýtar upplýsing- ar og leita ráða hjá mér. Hingað til hefur öll kennsla sem lýtur að gra- fíklist verið bundin við listaskól- ana og við fagstéttina. Hér verður stunduð alþýðufræðsla á þessu sviði, sem er nýlunda hér á landi.“ Ríkharður er íslenskum lista- áhugamönnum að góðu kunnur. Áratugum saman kenndi hann við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðar Listaháskóla Íslands. Hann flutti ásamt konu sinni til Stöðvarfjarðar árið 1985 og bjó jöfnum höndum þar og í Reykja- vík. Eftir að hann settist í helgan stein stóð hugur hans til að reisa sér stærri vinnuaðstöðu á Stöðvar- firði, þar sem hann gæti mögulega haldið eitt og eitt námskeið, og hóf hann framkvæmdir árið 2003. Óvænt Noregsferð árið eftir setti hins vegar strik í reikninginn og hugmyndin vatt upp á sig. „Ég var kallaður út til Kristiansand í Nor- egi til að taka þátt í að reisa sann- kallað risagrafíkverkstæði, og var úti við það næstu tvö árin. Þar stóð til að bjóða líka upp á viðamikið fræðslustarf og samstarf við skóla og þar kviknaði hugmyndin um að opna stórt setur hér heima.“ Eftir að hann kom heim bar Rík- harður hugmyndina um Grafík- setrið á borð fyrir bæjaryfirvöld og Menningarráð Austurlands og viðbrögðin fóru fram úr hans björtustu vonum. „Það kom mér mjög á óvart hvað velviljinn var mikill og menn opnir fyrir þessu. Langstærstu styrkina fékk ég frá menningarráði Austurlands og Fjarðabyggð. Og viðbrögð íbúa hafa ekki verið síðri; á opnunina mætti til dæmis fólk alls staðar að, frá Eskifirði, Norðfirði, Egils- stöðum og víðar. Þetta var æðis- legt.“ Ríkharður segir að áhugi á menn- ingu og listum hafi tekið stakka- skiptum á Austurlandi á stuttum tíma og segir það haldast í hendur við uppganginn í kjölfarið á stór- iðjuframkvæmdum. „Það hefur orðið mikil breyting frá því fyrir ekki nema fimm árum síðan. Ég alltaf sett upp í samkomuhúsinu hérna vandaðar sýningar með verkum eftir aðra en mig, framúr- skarandi listamenn, en áhugi verið takmarkaður. Ég fékk aldrei háa styrki og sjaldan sem ég fékk við- brögð á borð við það að vera beð- inn um að endurtaka leikinn. Í dag er staðan allt önnur. Það er mikill uppgangur hér og þetta helst allt í hendur. Sveitarfélagið er allt í einu orðið ríkt og tekur menning- unni opnum örmum. Listin er visst mótvægi við stóriðjuna.“ Ríkharður kveðst ekki aðeins upplifa mikla vitundarvakningu af hálfu hins opinbera, heldur einnig hjá heimamönnum. „Fólk er afar áhugasamt um námskeiðin og ég hef ekki undan að svara fyrirspurnum frá listamönnum um vinnuaðstöðuna sem við ætlum að bjóða upp á. Við erum ekki búin að setja fullan kraft í þetta; fram að jólum ætla ég að innrétta gömlu vinnuaðstöðuna fyrir konuna mína, sem verður þar með textíl- og keramíkaðstöðu, en svo fer allt í fullan gang strax eftir áramót.“ Ríkharður er einn þeirra sem ruddu brautina fyrir grafíklist hér á landi. Grafíklistin fór að ryðja sér til rúms hér á landi um miðbik áttunda áratugarins og átti sitt blómaskeið næsta áratuginn en Ríkharður vonast til að Grafík- setrið verði liður í að hefja þessa listgrein til fyrri vegs og virðing- ar. „Við byrjuðum með grafíklist- ina í kringum 1975 og hún varð strax mjög vinsæl. Í kringum 1980 seldust heilu sýningarnar upp á einu bretti. Þetta gekk vel fram- undir miðbik níunda áratugarins en þá fór að fjara undan grafíklist- inni, af ýmsum orsökum. Framan af var mikil ádeila og bit í verkun- um en það hefur minnkað úr því. Í dag eru grafíkverk fyrst fremst litlar, snotrar myndir sem seldar eru sem heppilegar tækifæris- gjafir, skrautmunir. Annað sem kom til, og ég held að sé dálítið séríslenskt, er að áður fyrr var grafíklist vinsæl hjá millistétt- inni, ef það má kalla það svo, sem leyfði sér að kaupa grafíkverk á kannski 50 þúsund og efnafólk keypti þau líka. Nú eru margir sem tilheyrðu millistéttinni komn- ir í láglaunastétt og færri kaupa listaverk á fimmtíu þúsund, þeir efnaminni hafa ekki efni á því en ríka fólkið kaupir bara dýrari verk, jafnvel á fimm milljónir. Ég hef tekið eftir því erlendis að þar er grafíklistin aftur á uppleið en ég verð ekki jafn var við það á Íslandi. Ég vonast því til að Grafíksetrið verði til þess að Íslendingar læri að meta grafíklist á nýjan leik og færi greinina frá þessum basarmarkaði sem hún hefur verið á.“ Ríkharður er fæddur og uppalinn í Austurríki en hefur búið á Íslandi frá því 1960, en upphaflega hafði hann hugsað sér að drepa tímann í þrjá mánuði hér á landi. „Ég var nýútskrifaður úr myndlistarskóla í Vín og sá fram á að ég hefði ekkert að gera næstu þrjá mánuði. Mig hafði alltaf langað til að prófa sjó- mennsku og frétti að það væri hvergi auðveldara að fá pláss á sjó en á Íslandi. Ég kom því hingað í febrúar 1960 og daginn eftir var ég á leið út á mið með Þorkatli Mána.“ Listin er mótvægi við stóriðju Þótt hann væri orðinn sjötugur og ári betur vílaði Ríkharður Valtingojer ekki fyrir sér að reisa með eigin höndum stórt og full- komið Grafíksetur austur á Stöðvarfirði, en það var opnað 28. september. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við Ríkharð um listina, landsbyggðina og síldarvertíðina sem dró hann upphaflega hingað til lands. Ég vonast því til að Grafíksetrið verði til þess að Íslending- ar læri að meta grafíklist á nýjan leik og færi greinina frá þessum basarmarkaði sem hún hefur verið á.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.