Fréttablaðið - 07.10.2007, Page 17

Fréttablaðið - 07.10.2007, Page 17
omxgroup.com/nordicexchange Viltu starfa í spennandi og alþjóðlegu umhverfi? Störfin felast í: Þjónustu og samskiptum við útgefendur skráðra verðbréfa í Kauphöllinni Þjónustu og samskiptum við kauphallaraðila Yfirferð og staðfestingu á lýsingum sem gefnar eru út vegna almenns útboðs verðbréfa eða töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði Eftirliti með upplýsingagjöf skráðra félaga Vinnu og samskiptum innan OMX kauphallanna OMX Nordic Exchange Iceland (Kauphöllin) leitar að sérfræðingum Menntun og hæfni: Háskólamenntun í viðskiptafræðum eða skyldum greinum Frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum Mjög góð enskukunnátta, bæði töluð og rituð Framúrskarandi íslenskukunnátta, bæði töluð og rituð Mjög góð tölvukunnátta Reynsla af fjármálamarkaði æskileg Vinsamlega athugið að fyrirspurnum vegna ofangreindra starfa verður eingöngu svarað hjá STRÁ MRI. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Guðný Harðardóttir, gudny@stra.is, og Gunnar H. Ársælsson, gunnar@stra.is, veita nánari upplýsingar. Viðtalstímar eru frá kl. 13-15 alla virka daga. Vinsamlega sendið starfsferilsskrár og meðfylgjandi prófgögn til stra@stra.is. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku. OMX Nordic Exchange gegnir hlutverki miðlægrar gáttar að fjármálamörkuðum á Norðurlönd- unum og í Eystrasaltsríkjunum til að auka áhuga, tækifæri og fjárfestingu á öllu svæðinu. OMX er alþjóðlegur vinnustaður og er með starfsemi í Ástralíu, Kanada, Kína, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Hong Kong, Íslandi, Ítalíu, Lettlandi, Litháen, Noregi, Singapúr, Svíþjóð, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Bretlandi og Bandaríkjunum. KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is - www.job.is Frá Salaskóla Eftirtalin störf eru laus til umsóknar: • Stuðningsfulltrúi - 50 - 100% starf • Starfsfólk í dægradvöl – hlutastarf Laun samkvæmt kjaras. Launanefndar sveitar- félaga og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 570 4600. Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um störfin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.